Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Page 152
128
persónuupplýsingar um ástvin þeirra á ómálefnalegan hátt. Þau minntust
ekki á að vegið væri að æru hins látna heldur lögðu höfuðáherslu á eigin
skaða. Málsvörn Ríkisútvarpsins var aftur á móti sú að æra stefnenda hefði
ekki beðið skaða þar sem ekkert þeirra hefði komið við sögu í þættinum.
Enn fremur benti verjandi Ríkisútvarpsins á að samkvæmt „meginreglum
íslenzks réttar, falli persónuleg réttindi manns niður við andlát hans nema
að því leyti, sem lög leiði til annars. Réttur afkomenda eða aðstandenda
látins manns til að höfða mál vegna umfjöllunar um hann sé háður því
lagaskilyrði, að í þeirri umfjöllun felist ólögmæt meingerð í garð hins látna
manns“.24 Að auki töldu stefnendur að brotið hefði verið á þeim með rang-
færslum en samkvæmt dómi Héraðsdóms tókst ekki að sanna slíkar rang-
færslur, né að brotið hefði verið gegn friðhelgi einkalífs þeirra.
Þetta mál afhjúpar hversu flókin staða þeirra, sem þykir brotið gegn æru
ástvinar, er gagnvart dómstólum. Þar sem meint brot snýr ekki að þeim
sem sækja málið er erfitt að greina hvernig persónuleg réttindi aðstand-
enda verja þá fyrir meintum ærumeiðandi ummælum um ástvin þeirra.
Enn fremur, vilji einstaklingar fara fram á lögbann á bókmenntaverki til
þess að leiðrétta röng ummæli þá vekja þeir jafnan enn meiri athygli á
verkunum.25 Því er líklegt að margir velji annað hvort að halda að sér hönd-
um og bíða þess að áhugi almennings á verkunum fjari út, eða koma sjón-
armiðum sínum á framfæri í fjölmiðlum eða jafnvel með útgáfu annarra
„sannsögulegri“ verka. Áhrifaríkasta svar fjölskyldu Brynhildar Georgíu
við skáldsögu Hallgríms Helgasonar var líklega aðstoð hennar við ritun
nýrrar ævisögu, Brynhildur Georgía Björnsson eftir Ragnhildi Thorlacius,
sem út kom haustið 2015.26
24 Hrd. 67/2007.
25 Mörg dæmi eru til um hvernig verk sem hafa sætt ritskoðun eða lögbanni verða
vinsælli fyrir vikið. Þessi vandi hefur verið kallaður „Streisand-áhrifin“ en hugtakið
vísar í mál söngkonunnar Barböru Streisand frá árinu 2003. Ljósmyndari nokkur
hafði tekið myndir af sumarhúsi Streisand og birt á netinu. Streisand ákvað að
stefna ljósmyndaranum fyrir ólöglega birtingu. Áður en hún stefndi ljósmyndaran-
um höfðu myndirnar verið skoðaðar sex sinnum en fyrsta mánuðinn eftir kæruna
var viðkomandi netsíða heimsótt 420 þúsund sinnum. Sjá, Curry Jansen og Brian
Martin, „The Streisand effect and censorship backfire“, International Journal of
Communication, 9/2015, bls. 656–671, sótt 13. mars 2018 af Literature Resource
Center: http://link.galegroup.com.ezproxy.rice.edu/apps/doc/A406518471/LitRC
?u=txshracd2542&sid=LitRC&xid=746741d6.
26 Ragnhildur Thorlacius, Brynhildur Georgía Björnsson, Reykjavík: Bjartur, 2015.
Í stuttum eftirmála bókarinnar segir: „Þá er vitnað til fjölda greina í blöðum og
tímaritum og í samtöl sem höfundur átti við fjölskyldu, vini og aðra samferðamenn
GuðRún BaldvInsdóttIR oG sólveIG ásta sIGuRðaRdóttIR