Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Síða 156
132
meta það. Þannig að ég hef ekkert um það að segja, bókin verður að
tala fyrir sig sjálf [...]. Varðandi einhverjar kærur eða tilkynningar þá
verður það að hafa sinn gang.40
Ýmis dæmi má finna um einstaklinga sem tóku undir lýsingar Jóns í athuga-
semdum við fréttir vefmiðla og þökkuðu honum fyrir að skrifa um reynslu
sína.41 Jafnframt má finna dæmi um einstaklinga sem hvöttu aðstandendur
skólans til að „krefjast rannsóknar á málinu, eða sækja Jón til saka fyrir
meiðyrði“.42
Slíkar ákærur komu hins vegar ekki fram. Lýsingar Jóns á hegðun sam-
nemenda sinna og kennara voru hvergi tengdar nöfnum raunverulegra
einstaklinga og því hefði verið flókið að sýna fram á að ummæli hans
teldust vera meiðyrði samkvæmt skilgreiningu laga. Með skilgreiningu
sinni á verkinu sem skáldævisögu dró hann úr ábyrgð sinni á sannleiks-
gildi frásagnarinnar en samkvæmt Björgu Thorarensen, sem ræðir lög um
ærumeiðingar, má ekki refsa manni fyrir að hafa sagt skoðun sína á þeirri
forsendu að skoðunin hafi ekki verið sönnuð. Sá sem tjáir skoðun sína eftir
bestu vitund verður ekki dæmdur fyrir ósönn ummæli.43 Enn fremur vernd-
ar 73. grein stjórnarskrárinnar um tjáningarfrelsi rétt hvers og eins til að
greina frá atburðum.
Í meiðyrðamálum er oft óskað eftir því að ákveðin ummæli verði dæmd
dauð og ómerk, á þeim forsendum að þau séu ósannar staðhæfingar og
setji blett á mannorð tiltekinna einstaklinga. Slík mál eru snúin ef enginn
er nafngreindur, þar sem ekki er hægt að sanna að sá sem skrifaði hafi ætlað
að setja blett á mannorð þess sem hægt er að bera kennsl á í textanum. Hér
má til skýringar greina frá málaferlum gegn Þórunni Kristínu Emilsdóttur
vegna ummæla er birtust í bók hennar Valsað milli vídda. Bókin er byggð
á endurminningum Þórunnar og reynslu hennar af því að starfa sem mið-
40 Hjálmar Friðriksson, „Mál Jóns Gnarr komið á borð Barnaverndar“, Stundin, 30.
október 2015, sótt 18. febrúar 2018 af http://stundin.is/frett/jon-gnarr-neitar-ad-
svara-hvort-asakanir-seu-skald/.
41 Sjá athugasemdir við: ólöf Skaftadóttir, „ofbeldi viðgekkst á núpi: „Þessir
krakkar áttu ekki séns““, Fréttablaðið, 17. október 2015, sótt 18. febrúar 2018 af
http://www.visir.is/ofbeldi-vidgekkst-a-nupi---thessir-krakkar-attu-ekki-sjens-/
article/2015151019090.
42 Athugasemd við grein Bjarna Pálssonar, „Ekki láta Jón Gnarr eyðileggja fyrir okkur
lífið“, Stundin, 17. desember 2015, sótt 18. febrúar 2018 af https://stundin.is/pistill/
ekki-lata-jon-gnarr-eydileggja-fyrir-okkur-lifid/.
43 Björg Thorarensen, Stjórnskipunarréttur, bls. 384. Þetta er ekki án undantekninga
– jafnvel í tilviki gildisdóma eru tilteknar kröfur gerðar.
GuðRún BaldvInsdóttIR oG sólveIG ásta sIGuRðaRdóttIR