Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Síða 165

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Síða 165
170 á vettvangi akademískrar guðfræði. Uppruna siðbótarhreyfingarinnar má sem kunnugt er rekja til 95 greina eða yrðinga sem Lúther kann að hafa neglt upp á dyr Hallarkirkjunnar í Wittenberg kvöldið fyrir allraheilagra messu 1517.17 Megintilgangur þeirra var ugglaust að koma af stað akadem- ískri umræðu um efni þeirra sem einkum laut að guðfræðilegum rökum gegn sölu aflátsbréfa sem Lúther eins og svo margir aðrir á þessum tíma taldi að hefði farið úr böndum.18 Hafi Lúther í raun neglt greinarnar á hurðina en ekki látið nægja að senda þær helsta trúnaðarmanni páfa á svæðinu, erkibiskupinum í Mainz, gæti það bent til að ekki hafi einvörðungu vakað fyrir honum að hleypa af stað umræðu í kirkjunni og/eða háskólasamfélaginu heldur hafi önnur markmið einnig ráðið för og þá einkum að ná athygli almennings. Greinarnar voru þó upphaflega birtar á latínu, alþjóðamáli háskólans, og ekki þýddar á þýsku fyrr en 1518 en hlutu þá skjóta útbreiðslu með til- styrk prenttækninnar.19 Bendir það til að þeim hafi í upphafi verið beint að háskólasamfélaginu. Hvort sem áróðurs- eða almannatengslasjónarmið lágu til grundvallar þýðingunni er ljóst að siðbótarhreyfingin var upphaf- lega akademísks eðlis. Hún fjallaði um guðfræðilegar túlkanir á umdeildu kenningaratriði sem talið var hafa umtalsverð efnahagsleg áhrif m.a. í Þýskalandi þaðan sem stórfé streymdi úr landi til Rómar vegna framgöngu aflátssala sem Lúther áleit hafa farið út fyrir umboð sitt hvað svo sem valdi páfa til aflausnar af syndum annars liði. Þá snerist gagnrýni Lúthers ekki aðeins að hreinum guðfræðilegum atriðum heldur einnig að kennslufræði háskólanna einkum í guðfræði og lögfræði og þá aðallega í kirkjurétti.20 17 Eins og við er að búast hefur skjalið sem neglt var á kirkjuhurðina ekki varðveist. Því verður þessi sögn ekki staðfest endanlega. Sjá Gunnar Kristjánsson, Marteinn Lúther, bls. 10, 76–77. Enn er á hinn bóginn venja við ýmsa háskóla að negla upp útdrátt úr doktorsritgerðum sem búið er að samþykkja til varnar. Sú forna venja rennir stoðum undir sögnina. Fyrstu sjö greinarnar fjalla um yfirbótina, gr. 8–29 um aflát frá hreinsunareldinum, gr. 30–80 hafa að geyma gagnrýni Lúthers á afláts- söluna almennt en gr. 81–95 rekja áður fram komna gagnrýni á aflátið. Jóhann Hannesson, „Siðbótargreinar Lúthers, sem festar voru upp á hurð hallarkirkjunnar í Wittenberg 31. október 1517“, Orðið 9. árg., 1/1973, bls. 3–7, 30. Carsten Bach- Nielsen, „1500–1800“, Kirkens historie 2, Kaupmannahöfn: Hans Reitzels forlag, 2012, bls. 17–381, hér bls. 39. 18 Gunnar Kristjánsson, Marteinn Lúther, bls. 70–80. 19 Gunnar Kristjánsson, Marteinn Lúther, bls. 77. 20 Marteinn Lúther, Til hins kristna aðals þýskrar þjóðar: Um siðbót þeirrar kristilegu stéttar árið 1520, ísl. þýð. og inng. eftir Vilborgu Auði Ísleifsdóttur, Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2012, bls. 159–170. Hjalti Hugason
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.