Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Blaðsíða 168
173
Þróun miðstýrðs ríkisvalds, sem var samofin konungsvaldinu, og
siðbreytingin eru tveir þættir í sögulegri framvindu. Rétt er að halda
þeim aðskildum. Þeir komu fram um svipað leyti og höfðu áhrif hvor á
annan. tenging þessara þátta gaf siðbreytingarhreyfingunni nauð-
synlegt afl til þess að skipta um forystu kirkjunnar og umskapa hana.
Því hlaut hún ekki þau örlög að verða að skammlífri „villutrúar-
hreyfingu“ [leturbr. höfundar].28
Hér gætir nýs viðhorfs í því að greint er skilmerkilega milli pólitískrar
og trúar- og/eða kirkjulegrar þróunar á 16. öld, þ.e. framkomu miðstýrðs
konungsvalds og siðbótarinnar sem Vilborg nefnir siðbreytingu eins og
algengt er núorðið ef eitt regnhlífarheiti er viðhaft um siðbót, siðaskipti
og siðbreytingu.29 Hún bendir á hinn bóginn réttilega á að um samtímaleg
fyrirbæri er að ræða er haft hafi ýmis gagnkvæm áhrif í báðar áttir. Í til-
vitnuninni kemur fram að sú tenging hafi nýst siðbótarmönnum til að ná
markmiðum sínum, þ.e. að umskapa kirkjustjórnina. Í ritinu kemur síðan
fram að siðbótin gagnaðist jafnframt konungsvaldinu þótt ekki sé þess
getið í þessum mikilvægu aðfaraorðum ritsins.30 Af þessu viðhorfi virð-
ist mega ráða að siðaskiptin verði ekki alfarið túlkuð sem pólitískt ferli,
eins og raun hafði verið mikinn hluta 20. aldar, heldur séu þau fjölþættari
og að beita þurfi fjölbreyttum sjónarhornum við rannsóknir og túlkanir
á þeim. Þetta er frjó nálgun og í líkum anda og kallað var eftir hér. Þess
skal getið að þau gagnkvæmu áhrif sem Vilborg gerir ráð fyrir milli hinnar
pólitísku og kirkjulegu þróunar eru þeim mun mikilvægari þegar þess er
28 Vilborg Auður Ísleifsdóttir, Siðbreytingin á Íslandi 1537–1565: Byltingin að ofan,
Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 1997, bls. 11. Sjá og sama, Byltingin að
ofan: Stjórnskipunarsaga 16. aldar, Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2013,
bls. 13. (Bækurnar eru að mestu samhljóða sjá Loftur Guttormsson og Helgi Skúli
Kjartansson, „Siðaskiptin og fátækraframfærsla: Athugagreinar í tilefni af nýlegum
útleggingum“, Saga Lii, 1/2014, bls. 119–143, hér bls. 120). Viðhorf andstætt því
sem fram kemur hjá V.Í. má sjá hjá Árna Daníel Júlíussyni er hann segir m.a. að
gjörbreytt „hag- og þjóðfélagskerfi“ hafi komist hér á eftir 1550 „[…] fyrir tilstuðl-
an siðbreytingarinnar hér á landi.“ Árni Daníel Júlíusson, Jarðeignir kirkjunnar
og tekjur af þeim 1000–1550, Reykjavík: Center for Agrarian Historical Dynamics,
2014, bls. 245
29 Sjá Hjalti Hugason, „Hverju breytti siðbreytingin? tilraun til endurmats í tilefni
af páfakomu“, Kirkjuritið 55. árg., 1.–2. h., júní 1989, bls. 71–99, hér bls. 76–77.
Sami „Hvenær urðum við lúthersk?, bls. 99–100.
30 Beinir hagsmunir konungs fólust m.a. í að auka eignir sínar hér á landi og þar með
tekjur af landinu. Afstaða lútherskra manna til klausturlífs opnuðu greiða leið í
þessu efni.
SEiGFLJótANDi SiðASKipti