Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Side 172
177
voru „kirkjueignirnar“ í eigu fjölmargra kirkjulegra sjálfseignarstofnana er
hver um sig laut eigin forsjár- eða rekstraraðila og var fjárhagsstaða þeirra
ærið misjöfn.37 Eignirnar dreifðust á biskupsstólana tvo, þau níu klaustur
sem starfandi voru á siðaskiptatímanum og loks sóknarkirkjur landsins.
Um 1570 mun nærri helmingur kirknanna ásamt þeim jarðeignum sem
þeim fylgdu hafa verið í eigu eða í það minnsta á forræði leikmanna. Það
sýnir þá einföldun sem í því felst að ræða um „kirkjueignir“ sem einn pott.
Við siðaskiptin var tekið að líta á klaustur sem óþarfar stofnanir kirkjulega
séð sem leggja bæri af. Konungur lagði í framhaldi af því hald á eignir
þeirra bæði lausar og fastar en talið er að klaustrin hafi þá átt samtals um
14% jarðeigna í landinu. Við þetta rýrnaði samanlagður eignahöfuðstóll
kirkjulegra stofnana og varð tæpur þriðjungur jarðeignanna.38 Þá hafði
konungur makaskipti á jörðum við Skálholtsstól með því að leysa til sín
útvegsjarðir á Suðurnesjum í skiptum fyrir jarðir í Borgarfirði sem gáfu
af sér rýrari tekjur. Þannig skertist afrakstur stólseignanna nokkuð enda
var að því stefnt að skerða kjör biskupa sem áður höfðu haldið sig líkt og
aðalsmenn.39 Biskupsstólarnir héldu að öðru leyti eignum sínum lítt rösk-
uðum fram til aldamótanna 1800 er biskupsdæmin voru sameinuð og hinir
fornu stólar seldir með eignum sínum.40 Vissulega eru til einhver dæmi
um nýja eignaskiptasamninga milli kirkna og (stór-)jarðeigenda á siða-
skiptatímanum þar sem talið var að kirkjur ættu óþarflega miklar eignir.41
Ekkert bendir þó til að þetta hafi gerst víða eða að eignir sóknarkirkna
hafi almennt verið skertar á þessum tíma.42 Jarðeignir mynduðu svo áfram
undirstöðu undir hagkerfi sóknanna þar á meðal tekjum presta fram yfir
37 Árni Daníel Júlíusson lítur á hinn bóginn svo á að eignir kirkjulegra stofnana hafi
ekki aðeins tilheyrt „[…] einhverri sérstaklega þjóðlegri stofnun […]“ heldur verið
„[…] í eigu hinnar alþjóðlegu kaþólsku kirkju […]“. Þá lítur hann svo á að „[…]
yfirstjórn þeirra [hafi verið] í Róm.“ Árni Daníel Júlíusson, Jarðeignir kirkjunnar,
bls. 245. Hér er litið svo á að hugmyndin um eignarrétt hinnar alþjóðlegu kirkju á
jarðeignum hér á landi sé afar fræðileg sem og að páfi hafi haft ákaflega takmarkaða
möguleika til að hafa hér einhver áhrif hvað jarðeignir áhrærði.
38 Loftur Guttormsson, Frá siðaskiptum til upplýsingar, bls. 84–85, 87.
39 „Den danske kirkeordinans, 1539 („Den rette ordinants“), Kirkeordinansen 1537/39,
[án útgst.]: Akademisk Forlag, 1989, bls. 150–247, hér bls. 218–222. Loftur Gutt-
ormsson, Frá siðaskiptum til upplýsingar, bls. 85.
40 Loftur Guttormsson, Frá siðaskiptum til upplýsingar, bls. 320–326.
41 Samningur ólafs Hjaltasonar biskups og Nikulásar Þorsteinssonar um kirkju-
hlutann í Reykjahlíð 6. sept. 1555/1557, Íslenskt fornbréfasafn Xiii, Reykjavík: Hið
íslenska bókmenntafélag, 1933–1939, bls. 92–94.
42 Loftur Guttormsson, Frá siðaskiptum til upplýsingar, bls. 85–87.
SEiGFLJótANDi SiðASKipti