Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Qupperneq 176
181
16. öld og veldi konungs verið orðið hér meira en raun ber vitni.51 Eins og
síðar verður komið að höfðu konungsmenn, þar á meðal höfuðsmaður, þó
sannarlega afskipti af siðaskiptum hér á landi.
Er þá komið að menningarlegri hliðum á staðalmynd Viðars Hreins-
sonar. Gætir þar tveggja vídda, hugarfarssögulegrar og hugmyndasögu-
legrar. Sú fyrrnefnda lýtur að trúarhugmyndum alþýðu en Viðar segir
smælingjana hafa átt til að spyrja um nærveru og miskunn Guðs í því
samhæfða kerfi kirkju og ríkisvalds sem hann álítur að hafi komist á við
siðaskipti.52 Vel getur verið að slíkar spurningar efasemda og gagnrýni hafi
vaknað. Þótt einstaklingar á borð við Jón lærða kunni að hafa hugsað á
þessum brautum verður samt ekki alhæft út frá því.53 Hugsanlega er þetta
líka fullnútímaleg vangavelta miðað við aðstæður hér á 16. öld þegar ein-
staklingsvitund og gagnrýnin hugsun voru tæpast eins almenn fyrirbæri og
nú er raun á. Umfram allt vantar samt rannsóknir og hugsanlega heimildir
sem sýna fram á að slíkar vangaveltur hafi raunverulega verið til staðar
meðal alþýðu manna. Þó er hér vissulega um áhugavert atriði að ræða sem
huga þarf að í rannsóknum framtíðarinnar.
Hugmyndasöguvíddin kemur aftur á móti fram í ummælum Viðars um
tengsl siðaskipta, húmanisma og fornmenntastefnu. Lítur hann svo á að
með siðaskiptum hafi lærdómsöldin gengið í garð og má líklega líta á það
sem viðtekið viðhorf í bókmenntasögu a.m.k. síðan Sigurður Nordal birti
ritgerð sína um samhengið í íslenskum bókmenntum.54 Slíka tímabila-
skiptingu má vissulega miða við fleiri en eitt atriði. Þung rök eru þó fyrir
að með embættistíð Guðbrands Þorlákssonar Hólabiskups (1571–1627)
brjótist fyrir alvöru út metnaður kirkjunnar manna til að uppfræða lands-
lýðinn.55 Þetta bar einmitt a.m.k. að hluta til upp á það tímabil sem hér er
51 Sjá Robert von Friedeburg, „Church and state in lutheran lands, 1550–1675“,
Lutheran ecclesiastic culture, 1550–1675, Brill’s Companions to the christian tradition:
A series of handbooks and reference works on the intellectual and religious life of Europe,
500–1700 ii, Leiden/Boston: Brill, 2008, bls. 361–410.
52 Viðar Hreinsson, Jón lærði og náttúrur náttúrunnar, bls. 22.
53 Sama rit, bls. 648–649.
54 Sama rit, bls. 23. Böðvar Guðmundsson, „Nýir siðir og nýir lærdómar – Bókmenntir
1550–1750“, Íslensk bókmenntasaga ii, ritstj. Vésteinn ólason, Reykjavík: Mál og
menning, 1993, bls. 379–521. Sigurður Nordal sem á upptökin að nafngiftinni
miðaði þó við tímabilið 1630–1750. Sigurður Nordal, „Samhengið í íslenzkum
bókmentum“, Íslenzk lestrarbók 1400–1900, Sigurður Nordal setti saman, Reykjavík:
Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar, 1931, bls. ix–xxxii, hér bls. xxiiii.
55 Hjalti Hugason, „Kristnir trúarhættir“, Íslensk þjóðmenning V, ritstj. Frosti F. Jó-
hannsson, Reykjavík: Bókaútgáfan Þjóðsaga, 1988, bls. 75–339, hér bls. 291–292.
SEiGFLJótANDi SiðASKipti