Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Síða 181
186
messuform kirkjunnar einfaldað mikið og þar með rofið samhengi í helgi-
siðum sem haldist hafði síðan á miðöldum þrátt fyrir breytingar einkum
á kvöldmáltíðarhluta messunnar á siðaskiptatímanum. Með síðari breyt-
ingunni var horfið frá einfölduninni og ýmsir klassískir messuliðir teknir
upp að nýju. Í bæði skiptin voru allar aðstæður til breytinga mun betri en
gerðist á 16. öld. Þrátt fyrir það tóku báðar breytingarnar langan tíma og
gengu tæpast að fullu yfir fyrr en með kynslóðaskiptum í prestastétt. Gera
verður ráð fyrir að svipað „lögmál“ hafi gilt í þessu efni á 16. öld auk þess
sem siðaskipti 16. aldar voru mun fjölþættari en helgisiðaskiptin um 1800
og svo 180 árum síðar. Því verður að gera ráð fyrir að helgisiðaskipti siða-
skiptatímans hafi ekki gengið að fullu yfir fyrr en með kynslóðaskiptum
meðal presta þótt til séu staðfest dæmi um rótgróna kaþólskra presta sem
tóku þátt í breytingunum.65
Hefðbundinn skilningur á viðbrögðum prestastéttarinnar við siðaskipt-
unum felst í að fjölmargir prestar hafi látið af embætti vegna andúðar á
hinni nýju kirkjuskipan eða verið settir af vegna óhlýðni við hana. Þá hafi
foreldrum verið óljúft að synir þeirra gengju í þjónustu kirkjunnar sökum
óvissu um hlutverk, stöðu og hag presta í lútherskum sið. Afleiðing af
þessu hefur þá verið mikil prestekla er tekið hefur langan tíma að ráða bót
á enda felst hin klassíska sýn í að menntun og menningu presta hafi verið
mjög ábótavant meðan á upplausninni stóð og prestar þjónað í skjóli leik-
manna ekki ósvipað og gerðist með svokallaða prestlinga eða kirkjupresta
í kjölfar kristnitöku.66
Jón Egilsson (1548–1636?) sagnaritari Odds Einarssonar Skálholts-
biskups taldi enda að afleiðingar siðaskiptanna hafi verið það sem nú
á dögum mætti kalla stofnunarlegt hrun, sem einkum hafi sagt til sín í
prestastétt og í samskiptum presta og leikmanna. Lýsti hann því svo í
Biskupaannál sínum sem litið er á sem helsta heimildarit um sögu landsins
á 15. og 16. öld:67
[...] og svo kom, að sumir prestarnir sögðu af sér embættið, og voru
prestlausir eitt eður tvö, eður þrjú ár. Sumir leikmenn vildu ekki
taka þjónustu af þeim, sem þá nýju siði hefði, og svo gekk þetta um
65 Hjalti Hugason, „Frumkvöðull siðbótar á Norðurlandi? Um Sigurð Jónsson á
Grenjaðarstað og afskipti hans af siðaskiptunum“, Saga Liii, 2/2015, bls. 42–71.
66 Hjalti Hugason, „Siðbót og sálarangist“, bls. 70.
67 Böðvar Guðmundsson, „Nýir siðir og nýir lærdómar – Bókmenntir 1550–1750“,
bls. 498.
Hjalti Hugason