Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Page 183
188
yfir 1494–1495. Þá fækkaði fólki e.t.v. um 30–50% í þeim héruðum sem
hún herjaði á.71 ómögulegt er því að segja til um heildarfjölda presta um
siðaskipti.
Í Skálholtsbiskupsdæmi eru til upplýsingar um 99 sóknarpresta sem
vígðir voru í kaþólskum sið og héldu áfram eftir 1541. Ekki verður ráðið
af heimildum hvenær fimm þeirra létu af embætti. tólf prestar virðast
hafa horfið úr embætti á árunum 1541–1545 og er líklegt að siðaskiptin
hafi haft þar sín áhrif. Svo var þó ekki í öllum tilvikum. Meðal þessara
presta var t.d. Jón Einarsson í Odda sem getið er hér framar. inni í þessari
tölu er líka Jörundur Steinmóðsson sem talinn var „nokkuð blandinn“ og
missti líklega embætti.72 Ef horft er til vígsluárs þessara presta, þegar það
er á annað borð þekkt, má ætla að flestir þeirra hafi verið fæddir fyrir og
um 1500 og því hafi verið um eðlileg embættislok að ræða, ellihrumleika
eða dauða. Þá gætu 16 prestar hafa látið af prestsþjónustu á síðari hluta 5.
áratugar 16. aldar. Af þeim voru líklega fjórir giftir. Hafi þeir stigið það
táknræna skref í átt til lútherskunnar er ólíklegt að siðaskiptin hafi valdið
nokkru um embættislok þeirra. Ekki hafa því siðaskiptin ráðið úrslitum
um embættislok allra þessara 28 presta. Eftir 1550 er líklegt að dregið hafi
úr áhrifum siðaskiptanna í þessu efni. Ekki er mögulegt að segja ákveðið til
um hvenær þeir 70 „kaþólsku“ prestar sem eftir voru létu af embætti þar
sem oft verður aðeins sagt að þeir hafi verið horfnir af vettvangi fyrir eða
eftir ákveðið ár. Þó virðast í það minnsta 15 prestar vígðir fyrir siðaskipti
hafa verið í embætti 1590 og allt að þrír þjónað fram undir 1600.
Í Hólabiskupsdæmi eru upplýsingar fyrir hendi um 41 prest vígðan í
kaþólskum sið sem hélt áfram eftir 1551. Af gögnum verður ekki ráðið
hvenær 6 prestanna létu af embætti. Af þeim 35 prestum sem heimildir
eru til um létu 5–6 af embætti á árunum 1551 til 1555 meðan líklegast er
að siðaskipti hafi haft áhrif í þessu efni. Auk þess hætti einn á síðari hluta
6. áratugarins. Eftir það er ekki líklegt að siðaskiptin hafi ráðið úrslitum.
Einn þessara presta, Jón Sigurðsson að Undirfelli vígðist um 1540 og virð-
ist því líklegt að siðaskiptin hafi skipt sköpum um embættislok hans.73
Þrír vígðust aftur á móti um 1520. Sé gert ráð fyrir að farið hafi verið eftir
hefðbundnum vígslualdri sem var 25 ár hafa þessir menn verið komnir
71 Einar Laxness, Íslandssaga ii, bls. 182. Loftur Guttormsson, Frá siðaskiptum til
upplýsingar, bls. 85, 86.
72 Jörundur var e.t.v. sviptur embætti þegar skömmu fyrir siðaskipti. páll Eggert
ólason, Íslenzkar æviskrár iii, bls. 349.
73 Sveinn Níelsson, Prestatal og prófasta, bls. 227.
Hjalti Hugason