Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Page 185
190
Nýja testamentinu, einkum Rómverjabréfinu.75 Á undra skömmum tíma
tók sálarstríð einstaklingsins Lúthers aftur á móti að hafa áhrif á pólitík í
heimlandi hans, kjörfurstadæminu Saxlandi, á vettvangi þýska keisaradæm-
isins í heild og innan tíðar víðar í Evrópu m.a. hér á landi. Af þessu má sjá
hve teygjanleg og seigfljótandi siðbót og siðaskiptin voru á breiddina.
Á 20. öld var algengt að líta svo á að siðaskiptin hafi einkum orðið
af pólitískum og efnahagslegum ástæðum sökum þess að hið miðstýrða
ríkisvald hafi keppt að auknum völdum yfir þegnunum og kostað kapps
um að auka tekjur sínar á kostnað aðals og kirkju. Þetta viðhorf varð sér-
staklega ríkjandi hér á landi og líklega af tveimur ástæðum. Önnur er sú
að þessi pólitíska hlið siðaskiptanna blasir svo augljóslega við hér vegna
þess að þau urðu nær alfarið af utanaðkomandi ástæðum. Siðaskipti höfðu
þegar gengið yfir í norðanverðri álfunni þar á meðal í öðrum löndum
Danakonungs. Af þeim sökum voru engar líkur á að hér viðhéldist kaþ-
ólsk kristni til langframa aðgreind frá kirkjunni sunnar í álfunni. Þá er
ljóst að konungur hefði ekki sætt sig við að hjálendan Ísland greindi sig
frá öðrum hlutum ríkisins hvað trúartúlkun áhrærði. Hér voru siðaskipti
því óumflýjanleg þótt engin siðbótarhreyfing væri til staðar í landinu og
þrátt fyrir að landsmenn fyndu líklega ekki sárt til þess að siðbótar væri
þörf. Hin ástæðan fyrir hinu pólitíska og efnahagslega viðhorfi í íslenskum
siðaskiptarannsóknum felst í að framan af 20. öld þjónaði sagnfræðin öðru
fremur sem vopn í sjálfstæðisbaráttunni gegn því konungsveldi sem var
einmitt að hefjast til vegs á siðaskiptatímanum. Í þessari grein er litið svo
á að fyrrgreint viðhorf hafi verið um of mótað af þjóðernis-rómantískum
sjónarmiðum auk þess sem það féll vel að raunhyggjulegri söguskoðun og
heimsmynd 20. aldarinnar og þeim pólitísku og efnahagslegu sjónarmið-
um sem henni voru samfara.
Fyrrgreint viðhorf leiddi til einföldunar á siðaskiptaþróuninni og ýtti
undir að hún var talin hafa verið hraðfara og byltingarkennd en ekki seig-
fljótandi líkt og hér er gert. Höfundur þessarar greinar lítur svo á að sam-
band siðbótar og siðaskipta kunni enda að hafa verið annað en að framan
getur og að trúarlegir, kirkjulegir, menningarlegir og aðrir „mjúkir“ eða
hugrænir þættir hafi vegið allt eins þungt og pólitískir og efnahagslegir
við siðaskiptin í Danaveldi í heild og ekki síst hér á landi. Hér eins og
svo oft ræður viðhorf sem sé mestu um hvort er talið hafa komið á undan
75 Gunnar Kristjánsson, Marteinn Lúther, bls. 63. Carl Axel Aurelius og Steffen
Kjeldgaard-pedersen, Nåd och frid i Kristud!, bls. 34, 41.
Hjalti Hugason