Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Page 186
191
hagrænir eða huglægir þættir þróunarinnar. Í þröngri íslenskri söguritun
sem fyrst og fremst fékkst við innlendar aðstæður og var stunduð til að
efla samstöðu, sjálfsmynd og sjálfstæði þjóðarinnar er eðlilegt að mönnum
hafi verið starsýnt á efnahagslegar og pólitískar hliðar siðaskiptanna en
hafi sést yfir hinar hugrænu. Málin horfa öðruvísi við sé horft til aðstæðna
erlendis, þ.e. í Þýskalandi og ekki síður á kjarnasvæði Danaveldis. Þar
fléttuðust siðbót og siðaskipti ekki endilega saman vegna þeirra hags-
muna sem veraldlegir valdhafar, þýskir landsfurstar og borgarstjórnir og
síðar Danakonungur, sáu í að taka málefni siðbótarinnar upp á sína arma.
trúarsannfæring ráðamanna og skilningur þeirra á hlutverki sínu á því
sviði sem nú er talið trúarlegt getur þvert á móti í mörgum tilvikum hafa
ráðið úrslitum.
Þegar um samspil hinna hagrænu og huglægu þátta er að ræða er það
viðhorf sem Vilborg Auður Ísleifsdóttir reifaði í riti sínu frá 1997/2013
mikils um vert. Þar mælir hún eins og fram er komið fyrir að greint sé milli
siðbótarinnar og hinna beinu afleiðinga hennar og og þróunar einvalds-
ríkisins sem tveggja aðskilinna en samtímalegra fyrirbæra. Þetta kemur
enda glöggt í ljós þegar athuguð er sú þróun sem varð á tengslum ríkis og
kirkju á 16. öld. Með samningum við páfa (lat. concordat) höfðu konungar
Spánar og Frakklands tryggt sér víðtæk yfirráð yfir kirkjunum í ríkjum
sínum þegar á 15. öld. Með samningi 1516 var veitingavald Frakkakonungs
yfir kirkjulegum embættum m.a. fest í sessi og ýmis ákvæði eldri samninga
endurskoðuð. Þar í landi varð því raunar til kaþólsk ríkiskirkja áður en
lúthersk kirkja kom fram. Svipuðu máli gilti um Spán. Í þessum kirkjum
myndaðist því ekkert valdatóm á 16. öld og konungsvaldið hafði tryggt
sér þau völd yfir kirkjunni sem Danakonungur og aðrir furstar í lútherska
heiminum hlutu töluvert síðar.76 Þetta flækir myndina af samspili siða-
skiptanna og þróunar einvaldsríkisins.
Samsláttur trúar og pólitíkur í Þýskalandi á siðaskiptatímanum varð
þó ekki fyrst og fremst vegna ásælni veraldlegra valdsmanna heldur allt
eins að frumkvæði kirkjunnar manna. Það kemur t.a.m. glöggt fram í einu
þekktasta siðbótarriti Lúthers An den christlichen Adel deutscher Nation sem
fyrst kom út 1520 en almennt er litið á það ár sem hið eiginlega siðbótarár.
Um þetta leyti var Lúther greinilega orðinn úrkula vonar um að kirkjuleg
yfirvöld yrðu við ákalli hans og bættu úr þeim brestum sem hann hafði
76 per ingesman, „Middelalderen“, Kirkens historie i, Kaupmannahöfn: Hans Reitzels
forlag, 2012, bls. 309–779, hér bls. 681–684.
SEiGFLJótANDi SiðASKipti