Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Síða 188
193
hans sem viðbrögð við upp komnu neyðarástandi sem skapast hafði þegar
valdatómarúm myndaðist í kirkjunni og hún var fyrirsjáanlega að klofna í
kjölfar aðgerða hans á árunum 1517–1520. Afleiðingar þess ástands urðu
þó langvarandi og eimir eftir af þeim hér á landi, í Danmörku og víðar þar
sem lúthersk siðaskipti urðu.
Þungvæg rök eru fyrir því að Kristján iii Danakonungur hafi einmitt
litið svo á að hann væri að bregðast við ákalli siðbótarfrömuðarins er hann
beitti sér fyrir siðaskiptum fyrst í hertogadæmi sínu, síðar í Danmörku
sjálfri og loks hér norður á útjaðri ríkisins.81 Þá hefur höfundur þessarar
greinar einnig fært rök að því að sá lénsmaður konungs sem hvað mest
beitti sér fyrir uppbyggingu lúthersks kristnihalds í landinu í kjölfar siða-
skipta hafi líka skilið þetta hlutverk sitt trúarlegum skilningi. Er hér átt við
pál Stígsson höfuðsmann sem var æðsti trúnaðarmaður konungs á landinu
á árunum 1560–1566. Hann leit greinilega svo á að hann bakaði sér reiði
Guðs ef hann léti hjá líða að veita hinni nýju trúartúlkun og kirkjuskipan
liðsinni.82
Jafnvel hér úti á Íslandi, þar sem siðaskiptin hafa eins veraldlegt, póli-
tískt og efnahagslegt yfirbragð og raun ber vitni virðist þannig blasa við að
siðaskiptaþróunin fólst í seigfljótandi ferli sem bæði teygðist yfir veraldlegt
og trúarlegt svið að nútíma skilningi. Slíkur aðskilnaður kann á hinn bóginn
að hafa verið framandi fyrir Kristjáni iii, páli höfuðsmanni og öðrum 16.
aldar mönnum. Hér er svo við þann vanda að glíma að slá föstu hvor kom
á undan og var þungvægari, hin pólitíska/efnahagslega hlið eða hin trúar-
lega/kirkjulega? Þar kann að vera um „álitamál“ að ræða sem í eðli sínu sé
sambærilegt spurningunni um eggið og hænuna. Svarið við spurningunni
um hver drifkraftur siðaskiptanna hafi verið hér á landi og annars staðar og
þeirra á milli. Konungar og aðrir valdstjórnarmenn fóru með hið veraldlega vald
eða „ríki“ og höfðu það hlutverk að verja líf og velferð fólks. Klerkar fóru með hið
andlega „ríki“ og höfðu það hlutverk að ábyrgjast hina andlegu velferð. Hvorki
mátti rugla „ríkjunum“ saman né tengja um of. Carl Henrik Martling, Svenskt
kyrkolexikon: En kortfattad teologisk uppslagsbok, Skellefteå: Artos, 2005, bls. 276.
81 Martin Schwarz Lausten, Christian den 3. og kirken 1537–1559, Studier i den danske
reformationskirke 1, Kaupmannahöfn: Akademisk forlag, 1987, bls. 9–12, 31–33.
Martin Schwarz Lausten, Kirkens historie i Danmark: Pavekirke, kongekirke, folke-
kirke, 2. útg., Árósum: Landsforeningen af menighedsrådmedlemmer, 2008, bls.
32–33. Hjalti Hugason, „Hvenær urðum við lúthersk?“, bls. 80–81.
82 Hjalti Hugason, „Skyldur lúthersks yfirvalds. páll Stígsson og siðbótin á Íslandi“,
Áhrif Lúthers: Siðaskipti, samfélag og menning í 500 ár, ritstj. Hjalti Hugason, Loftur
Guttormsson og Margrét Eggertsdóttir, Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag,
2017, bls. 19–41.
SEiGFLJótANDi SiðASKipti