Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Side 195
201
Áhrif á empírískar rannsóknir má til dæmis rekja til viðtökufræðinnar
á 7. áratug síðustu aldar sem lagði áherslu á lesandann og viðbrögð hans.
Í því samhengi er vert að minnast skrifa Wolfangs Iser um að brýnt væri
að bókmenntafræðin tæki meira mið af lesandanum og viðbrögðum hans
en áður hafði verið gert, hugmynda Hans Roberts Jauss um mikilvægi þess
að skoða bókmenntasögu með hliðsjón af lesandanum svo ekki sé talað um
lesenda-svörunar-kenningar (e. ReaderResponse Theory) þar sem lesand-
inn og viðbrögð hans eru í brennidepli, sbr. t.d. kenningar Stanleys Fish,
Louise Rosenblatt, Normans Holland og Davids Bleich.8
Áður en rætt verður um rannsóknirnar á textum Vigdísar Grímsdóttur
og niðurstöður þeirra verður fjallað um hvernig ólíkur bakgrunnur, þekk-
ing og reynsla lesenda setur mark sitt á lestrarreynslu þeirra og upplifun
af skáldskap.
Bakgrunnur og skema
Skáldverk orka mismunandi á lesendur. Á meðan einn getur hrifist af
sögu getur annar fundið henni allt til foráttu. Það ætti því að vera ljóst
að skáldverk hefur sérstaka merkingu fyrir hvern og einn sem það les eða
heyrir. Raunar getur merking verks jafnvel verið ólík eftir mismunandi
tímaskeiðum í lífi einstaklings.9 Til að útskýra mismunandi afstöðu hafa
menn gert greinarmun á texta á blaði og frásögninni sem verður til í kolli
lesandans, það er að segja ímyndunum sem hann sér fyrir sér við lestur.10
Sálfræðingurinn og rithöfundurinn Keith Oatley hefur bent á að hver
lesandi „skrifi sína eigin gerð af því sem hann les“11, og verði fyrir vikið
bls. 226–228; Marvin Minsky, „A Framework for Representing Knowledge“, A
Memo for Artificial Intelligence, nr. 306, Massachusetts Institute of Technology,
A.I. Laboratory, júní 1974; Elena Semino, „Schema theory and the analysis of text
worlds in poetry“, Language and literature 4(2)/1995, bls. 79–108.
8 Sjá Bergljót Soffía Kristjánsdóttir, Guðrún Steinþórsdóttir og Sigrún Margrét
Guðmundsdóttir, „„mér fanst ég finna til“: Um empírískar rannsóknir á bók-
menntum og tvær kannanir á tilfinningaviðbrögðum við lestur frásagna“, bls. 85;
Lois Tyson, Critical Theory Today: A User-Friendly Guide, New York: Routledge,
bls. 173–186.
9 Sjá Keith Oatley, Such Stuff as Dreams: The Psychology of Fiction, bls. 57.
10 Sjá t.d. Rick Busselle og Helena Bilandzic, „Fictionality and Perceived Realism in
Experiencing Stories: A Model of Narrative Comprehension and Engagement“,
Communication Theory 2/2008, bls. 255–280, hér bls. 257.
11 Í enska textanum segir: „we write our own versions of what we read“; Keith Oatley,
Such Stuff as Dreams: The Psychology of Fiction, bls. 62.
SAMLÍðAN OG SÉRFRæðINGAR