Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Side 196
202
höfundur af hverri þeirri sögu sem hann kemst í tæri við;12 en samkvæmt
honum er fyrri reynsla og þekking grunnurinn að þeim skilningi sem menn
leggja í skáldverk og/eða sögusvið.13
Til að útskýra þetta lestrarferli, og hvernig mismunandi bakgrunnur
markar ólíka upplifun, er gott að sækja til skemakenningarinnar. Hún gerir
ráð fyrir að skemu séu „þekkingarformgerðir sem menn hafa tileinkað
sér“14 og geymi í langtímaminninu. Þessar formgerðir eru bundnar menn-
ingu, samfélagi og tíma og því breytilegar en menn sækja óspart í þær til
að skilja það sem þeir sjá og skynja.15 Skemun leika stórt hlutverk þegar
menn segja frá og rifja upp atburði. Þeir geta ekki munað allt nákvæmlega
svo þeir reiða sig á skemu og nota þar með þekkingu sína og fyrri reynslu
til að fylla inn í eyðurnar.16 Þegar atburðir eiga sér stað, eða hlutir eru
sagðir – hvort sem er í sögum eða raunveruleikanum – fella menn hvoru
tveggja að þeim skemum sem þeir hafa. Sama gerist þegar einstaklingar
standa frammi fyrir hvers kyns listsköpun; ekki er nóg með að þeir með-
taki hana heldur skilja þeir hana jafnframt út frá þeim skemum sem þeir
hafa. Þegar fólk les bækur hafa skemun því mikil áhrif. Eins og fleiri hefur
Oatley bent á að lesendur verða virkir við lestur en það sem hann á við er
að vegna þess að ógjörningur er að lýsa öllu nákvæmlega sem gerist innan
12 Sjá Keith Oatley, „Emotions and the Story Worlds of Fiction.“, bls. 43; Keith
Oatley, „Að skrifaoglesa: Framtíð hugrænna skáldskaparfræða“, þýðendur Jóhann
Axel Andersen og Sigrún Margrét Guðmundsdóttir, Ritið 3/2012, bls. 163–181,
hér bls. 169–171.
13 Sjá Keith Oatley, Such Stuff as Dreams: The Psychology of Fiction, bls. 61.
14 Bergljót Soffía Kristjánsdóttir, „Þegar blindgatan opnast til allra átta: Um Gesta-
komur í Sauðlauksdal“, Hug⁄raun, Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2015, bls. 93–110,
hér bls. 100.
15 Sjá sama heimild, bls. 100; Vyvyan Evans og Melanie Green, Cognitive Linguistics an
Introduction, Edinburgh, Edinburgh University Press Ltd., 2006, bls. 135–136.
16 Skemakenningin er iðulega rakin til sálfræðingsins Frederic Bartlett. Árið 1932
greindi hann frá rannsókn sem hann gerði á minni manna þar sem hann bað þátt-
takendur um að lesa sögu frá öðrum menningarheimi tvisvar sinnum yfir og endur-
segja hana síðan korteri síðar eins nákvæmlega og þeim var unnt. Niðurstöðurnar
leiddu ekki aðeins í ljós að lesendur mundu ekki alla söguna, heldur breyttu þeir
henni einnig markvisst svo að hún varð líkari sögu sem gæti gerst í þeirra eigin
menningarheimi. Bartlett útskýrði niðurstöðurnar með hjálp skemakenningarinn-
ar; menn muna sjaldnast nokkuð nákvæmlega heldur beita þeir skemum til að muna
útlínur þess sem gerst hefur og fylla síðan upp í eyðurnar út frá skemum þekkingar
og reynslu. Sjá Keith Oatley, Such Stuff as Dreams: The Psychology of Fiction, bls.
58–60.
Guðrún SteinþórSdóttir