Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Qupperneq 200
206
ólíka skólun. Markvisst var þó reynt að hafa rannsóknarhópana blandaða,
einkum hópana þar sem þátttakendur höfðu enga listmenntun, en erlendis
hefur það gjarnan tíðkast að ræða við nemendur úr einu ákveðnu fagi, til
dæmis sálfræði eða bókmenntafræði.23
Í fyrri rannsókninni var frásögninni skipt niður í hluta eftir ýmsum
atriðum, meðal annars eftir því hvort sjónarhorn eða stemmning breyttist,
hvort sögupersónum væri lýst, hvort þær væru einar eða í samskiptum við
aðra og fleiru í þeim dúr. Útbúin voru sérstök spjöld sem hlutarnir voru
skrifaðir á. Rannsóknin fór þannig fram að hverjum og einum þátttakanda
var fylgt að borði þar sem var bunki af spjöldum sem innihéldu frásögn.
Þátttakendur fengu þau fyrirmæli að þeir ættu að lesa eitt spjald í einu og
lýsa því sem næst kæmi fyrstu hugsuninni eða tilfinningunni sem kæmi í
huga þeirra eftir lestur hvers hluta fyrir sig.24 Í seinni rannsókninni lásu
þátttakendur frásögn frá upphafi til enda og svöruðu síðan spurningum
um viðbrögð sín gagnvart textanum bæði tilfinninga- og samlíðunarvið-
brögð. Ástæðan fyrir ólíkum aðferðum í rannsóknunum var einkum sú
að í seinna skiptið þótti ástæða til að kanna hvort viðbrögð manna yrðu
sterkari eða öðruvísi væri athygli þeirra ekki rofin reglulega.25 Viðtölin við
þátttakendur fóru fram á heimavöllum þeirra, þ.e. ýmist á heimilum þeirra
eða vinnustöðum.
Markmiðið með rannsókninni var fyrst og fremst að fá innsýn í hvernig
lesendur bregðast tilfinningalega við skáldskapartexta, hvernig þeir meta
eigin tilfinningar, hvort þeir finni til samlíðanar og/eða hafi samúð með
23 Sjá t.d. David Miall og Don Kuiken, „Foregrounding, Defamiliarization, and
Affect: Response to Literary Stories“, Research in the Teaching of English, 29(1)/1995,
bls. 37–58.
24 Þessi aðferð var til dæmis notuð í fyrrnefndum rannsóknum okkar Sigrúnar Mar-
grétar Guðmundsdóttur og Bergljótar Soffíu Kristjánsdóttur, sjá Bergljót Soffía
Kristjánsdóttir, Guðrún Steinþórsdóttir og Sigrún Margrét Guðmundsdóttir,
„„mér fanst ég finna til““, bls. 91
25 Báðar aðferðir hafa verið notaðar í rannsóknum á viðbrögðum lesenda við skáld-
skap en sumir telja að þátttakendur eigi erfiðara með að setja sig inn í þá frásögn
sem þeir lesa, samsama sig persónum og upplifa tilfinningar sé lestur þeirra rofinn
með spurningum. Sjá t.d. Bergljót Soffía Kristjánsdóttir, Guðrún Steinþórsdóttir
og Sigrún Margrét Guðmundsdóttir, „„mér fanst ég finna til““, bls. 107; Marta M.
Maslej, Keith Oatley og Raymond A. Mar, „Creating Fictional Characters: The
Role of Experience, Personality, and Social Processes“, Psychology of Aesthetics,
Creativity, and the Arts, vefútgáfa: http://dx.doi.org/10.1037/aca0000094, 2017,
bls. 1–14, hér bls. 1.
Guðrún SteinþórSdóttir