Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Side 201
207
persónum.26 Aukamarkmið var að afla vísbendinga um hvort munur væri á
milli fólks sem hefði sérþekkingu á efninu og annarra lesenda.
Megintilgátur beggja rannsókna voru eftirfarandi:
Sérþekking þátttakenda hefur áhrif á viðtökur þeirra og upplifun af •
textanum.
Munur er á tilfinningalegum viðbrögðum eftir ólíkum bakgrunni.•
Menn upplifa fremur neikvæðar tilfinningar en jákvæðar. •
Textarnir vekja upp samlíðan hjá einhverjum þátttakendum.•
Textarnir vekja upp samúð hjá einhverjum þátttakendum.•
Þess ber að geta að eitt megineinkenni eigindlegra rannsókna eru fáir
þátttakendur en því er tilgangur þeirra ekki að alhæfa um niðurstöður frá
úrtaki yfir á þýði, eins og í megindlegum rannsóknum, heldur fyrst og
fremst að fá nákvæman skilning á persónulegri reynslu fólks og læra af
henni. Þátttakendur eru því ávallt færri í eigindlegum rannsóknum en í
megindlegum.27 Þar með eru niðurstöður rannsóknanna sem hér verður
greint frá einvörðungu vísbendingar um hvernig lesendur kunna að bregð-
ast við textabrotunum, hvað hefur mest áhrif á þá, hvernig þeir lýsa við-
brögðum sínum og hvort bakgrunnur þeirra hefur áhrif á upplifunina.
26 Brýnt er að aðgreina hugtökin ,samlíðan‘ (e. empathy), og ,samúð‘ (e. sympathy) þar
sem þeim er gjarnan ruglað saman. Í stuttu máli felst samlíðan í „að finna til þess
sem aðrir finna“ (92) eða nánar til tekið er hún „,hæfni einstaklings til að átta sig
vitsmunalega á því hvað annar einstaklingur hugsar og í sömu mund finna til hins
sama og hann finnur til á ákveðnum tímapunkti‘“ (100) en samúð er „að finna til
þegar öðrum líður illa eða þeir eiga bágt“ (101). Nánar má fræðast um muninn á
þessum hugtökum og fleirum í Bergljót Soffía Kristjánsdóttir og Guðrún Stein-
þórsdóttir, „„samkennd er … stundum kölluð samlíðun“: um þýðingar á ýmsum
erlendum fræðiorðum“, Skírnir 1/2016, bls. 91–111.
27 Sjá Marilyn Licthman, Qualitative Research in Education, a User´s Guide, Los
Angeles, London, New Delhi, Singapore, Washington DC: Sage, 2013, þriðja
útgáfa, hér bls. 191–192. Vegna þeirra sem ekki hafa sett sig inn í orðfæri sem nýtt
er um eigindlegar og megindlegar rannsóknir, skal sérstaklega tekið fram að þýði
(e. population) er „nákvæmlega skilgreindur hópur einstaklinga, fyrirbæra eða atriða
sem gefur til kynna allt það mengi staka sem áhugi er á að öðlast upplýsingar eða
alhæfa um. Í langflestum tilfellum er ekki raunhæft að athuga allt þýðið og því látið
nægja að afla upplýsinga um úrtak úr því.“ (81) Sem dæmi um þýði mætti til dæmis
nefna íslensku þjóðina. „Úrtak [e. sample] er tiltölulega lítill hópur einstaklinga
eða atriða sem er valin úr þýði í því skyni að afla upplýsinga um eiginleika þess.
Þegar álykta á um þýði á grunni úrtaks er mikilvægt að úrtaksgerðin sé rétt.“ (100)
Guðmundur B. Arnkelsson, Orðgnótt: orðalisti í almennri sálfræði, Reykjavík: Há-
skólaútgáfan, 2006, fimmta útgáfa, hér bls. 81 og 100.
SAMLÍðAN OG SÉRFRæðINGAR