Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Síða 206
212
tortryggnir gagnvart textanum og virtust fyrst og fremst hafa hugann við
ákveðnar mýtur tónlistarheimsins. Hér skal drepið á nokkur slík dæmi.
Fyrsti hluti textans hefst á þessum orðum: „Ég hafði aldrei séð neinn
deyja enda alltaf haldið að síðasta andvarpið væri djúpt og voldugt
einsog kraftmikill hljómur kontrabassans.“ (20) Tónlistarmönnunum
fannst þessi lýsing ýmist áhugaverð og/eða fyndið/kaldhæðið að tengja
kontrabassann og lokaandvarpið saman. Einn sagði til að mynda:
„Bassinn, hljómur hans er fyndinn, ég samt efa það að andvarp geti
hljómað eins og kontrabassi kannski getur bassi hljómað eins og and-
varp.“
Við upphafi annars hluta textans: „En dauðastuna ömmu líktist helst
hlýjum og áreynslulausum víólutónum.“ (20) brugðust menn meðal
annars við á þennan hátt:
„Já það er aftur um seinasta andardráttinn. Ég tengi ekki alveg
við að víólutónar séu áreynslulausir, en allt í lagi. Þetta er ster-
iótýputengingin úr tónlistarheiminum að víólufólkið er ekki beint
áreynslulaust, oft gert grín að þeim, til margir brandarar um víólu-
leikara, ég man engan í svipinn, en það er gert grín að því að þeir
kunni ekki að spila, allt þurfi að vera auðvelt, svo ef það eru áreynslu-
lausir víólutónar þá er það sjaldgæft en þetta er kósý að tónlistin
vefji sig um manneskjuna.“32
„Þetta er líka kaldhæðið, fyndið að líkja þessu saman við víólu-
tóna. Það er fyndið af því að ja það er góð spurning, þetta á bara
ekkert saman!“
32 Til gamans má geta að í lok rannsóknarinnar mundi þátttakandinn eftirfarandi
brandara um víóluleikara: Hvað er líkt með víólu og eldingu? Þeim slær aldrei
niður á sama stað. Vert er einnig að nefna að svo margir brandarar eru til um víólur
að skrifuð hefur verið BA-ritgerð hérlendis í þjóðfræði sem fjallar um brandara
tónlistarfólks þar sem meðal annars er sérstakur kafli um brandara um víólur og
víóluleikara. Sjá Arndís Hulda Auðunsdóttir, „„Víólur eru falskar, það er bara
staðreynd.“ Staðalímyndir og brandarar meðal tónlistarfólks í íslensku samfélagi“,
BA-ritgerð í þjóðfræði við Háskóla Íslands, 2012, aðgengileg á vefnum Skemman:
https://skemman.is/handle/1946/11858, hér bls. 28–37. Allmargar vefsíður, bæði
tónlistarvefsíður og brandaravefsíður, hafa líka sérstakar undirsíður helgaðar víólu
bröndurum sbr. t.d.: Viola Jokes: http://www.mit.edu/~jcb/jokes/viola.html; Jokes
4 Us: http://www.jokes4us.com/miscellaneousjokes/musicjokes/violajokes.html;;
Viola Central: https://violacentral.com/best-viola-jokes/.
Guðrún SteinþórSdóttir