Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Page 208
214
bæði aðstæðu– og söguheimslíkön vegna þess að of djúp gjá var á milli
þekkingar þeirra á tónlist í hinum raunverulega heimi og þess sem lýst
var í textanum. Ef til vill gengi þessum lesendum betur að smíða hugar-
líkön fengju þeir færi á að lesa meira af skáldsögunni og þar með tækifæri
til að kynnast og venjast aðstæðum, söguheimi og persónum betur. En
einnig má vera að aldur tónlistarmannanna kunni líka að einhverju leyti að
útskýra harkalegar viðtökur þeirra. Ungt fólk í tónlist hefur gjarnan eytt
megninu af tíma sínum í að æfa tæknileg atriði en eldri kynslóðinni hefur
gefist kostur á að eyða lengri tíma í að þjálfa sig í túlkun – en slíkt kann að
hafa áhrif á viðtökur. Þær kynnu því að verða aðrar væri sami texti lagður
fyrir hóp af eldri tónlistarmönnum.
„Ég held að hún sé bara geðveik, geðveikur listmálari“
Eins og fram hefur komið var í seinni rannsókninni rætt við tíu mynd-
listarmenn og svör þeirra borin saman við tíu einstaklinga sem hafa enga
myndlistarmenntun að baki. Markmiðið var að kanna hvort annar hópur
með ákveðna listreynslu að baki myndi bregðast við á svipaðan máta og
tónlistarmennirnir. Eins og fyrr segir var í þessari rannsókn notast við
brot úr skáldsögunni Þegar stjarna hrapar eftir Vigdísi Grímsdóttur. Í text-
anum segir frá því þegar Viktoría hittir lögreglumanninn Kjartan og segir
honum frá heimsókn sinni til listakonunnar Lúnu og samskiptum þeirra á
milli.34 Hér má sjá textabrotið sem þátttakendurnir lásu:
Að taka í útrétta hönd
En það var sem sé satt. Hann hafði gleymt að kynna sig. Kjartan
Gunnarsson, sagði hann og rétti Viktoríu höndina. Hún tók um
hana og fannst hún styrk, lófinn stór og heitur, neglurnar vel hirtar.
Fallegar hendur og sterkar og bentu til þess að honum væri annt um
útlit sitt, neglurnar báru alltaf vitni um það. Enginn karlmaður sem
hafði vel klippt naglabönd kærði sig kollóttan um útlit sitt og það
var líka augljóst að hann vildi koma vel fyrir.
– Þú þarft ekki að kynna þig. Ég bað um að fá að tala við þig,
svaraði hún og vandaði brosið. Tennurnar voru stuttar en sterklegar
og þegar hann brosti til hennar á móti var hún nokkuð viss um að
óþægindin á milli þeirra hefðu horfið.
34 Sjá Vigdís Grímsdóttir, Þegar stjarna hrapar, Reykjavík: JPV útgáfa, 2003, bls. 29-
31. Eftirleiðis verður vísað til sögunnar með blaðsíðutali einu í sviga.
Guðrún SteinþórSdóttir