Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Síða 209
215
– Það var sem sagt þetta málverk sem kveikti í mér þegar ég las
Morgunblaðið í morgun. Þarna stóð það á trönum í vinnustofunni
hennar og blasti við mér í öllu sínu miskunnarleysi. Ég virti það
fyrir mér um stund án þess að láta hana finna að mér leið hreinlega
illa en síðan sagði ég það eina sem mér kom til hugar:
– Það er varla þornað.
– Ég lauk því fyrir viku og hef ekkert málað síðan, svaraði hún
lágt, taktu nú vel eftir tímanum, Kjartan. Rödd hennar var raunaleg
og ég taldi það stafa af söknuði og þreytu. Hún lét líka alltaf líða
tíma milli myndanna sinna, þeirra sem hún málaði hérna heima að
minnsta kosti, vegna þess að hún sagðist þurfa að jafna sig á tilfinn-
ingunum sem berðust um innra með henni þegar hún málaði. Hún
sagði að það væri einsog hún hyrfi saman við myndefnið og gleymdi
stað og stund. En nú ætla ég að halda áfram að rekja samtal okkar,
Kjartan, því að ég sé að þér er orðið ljóst að ég sit ekki hérna að
gamni mínu.
– Þetta er mjög sterk mynd, sagði ég svo vegna þess að mér
fannst einsog ég yrði að segja það þótt mig langaði ekki til þess.
– Hún er bara ekki til sölu, sagði hún.
– ætlarðu kannski að gefa einhverjum hana?
– Nei, nei, en hún er samt ekki til sölu.
– Það var leiðinlegt, sagði ég þótt mér þætti það alls ekki því ég
hefði ekki viljað eiga myndina þótt hún hefði viljað gefa mér hana.
Slíkur hroði mundi aldrei prýða veggina heima hjá mér.
– Þú getur valið allar aðrar, Viktoría, sagði hún.
– Hún er líka afar dramatísk, sagði ég þá því að mér fannst enn
þá einsog ég yrði að segja eitthvað þótt mig langaði ekki til þess.
– Allar myndirnar mínar eru dramatískar einsog þú veist kannski
manna best.
– En hún er líka óhugnanleg.
– Það fer eftir því hvernig þú lítur á það.
– Myndir af dauðanum eru það oftast.
– Dauðinn er bara staðreynd, ekkert annað, líka í málverkinu.
– Það er líka óvenju mikil harka í pensilförunum og litirnir eru
æpandi.
– Dauðann getur borið að með harkalegum og æpandi hætti,
sagði þá Lúna. Þú veist að hún kallar sig Lúnu, Kjartan. Hún færði
SAMLÍðAN OG SÉRFRæðINGAR