Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Side 210
216
sig nær mér, stóð fyrir aftan mig, lagði hendurnar á axlir mínar
og horfði svo með mér á þetta ömurlega málverk af ungum manni
með óvenju gula húð. Á brjósti hans lá stálgrátt hjarta sem hlaut að
vera tákn um mikla vanlíðan eða dauða. Myndmál hennar er allt-
af mjög afdráttarlaust. Nema hvað, maðurinn lá allsnakinn ofan á
fjórum svörtum dekkjum sem höfðu verið negld á ljósbrúnan fleka.
Naglarnir sáust. Hann var reyrður niður á dekkin með vír og það
skein í bein og blóðið lagaði úr fótum, höndum og hálsi. Höfuðið
var hálfklofið frá búknum en samt var hann brosandi. Himinninn
var djúpblár á myndinni og á honum miðjum beint fyrir ofan höfuð
hans voru tvö hálffull tungl sem héldust í hendur. Við hlið þeirra
hrapaði rauð stjarna. Flekinn lá í grýttri fjöru og við hlið hans dökk-
klædd kona. Mér fannst í fljótu bragði einsog ég kannaðist við andlit
hennar þótt ég kæmi því ekki fyrir mig. Ungi maðurinn var með
gulan klút vafinn um augun og á klútinn hafði Lúna skrifað þetta:
Fyrr eða síðar rekur alla að landi. (29–31)
Munur var á viðtökum hópanna tveggja en hann fólst einkum í mis-
jafnri afstöðu þeirra til kvennanna tveggja, Viktoríu og Lúnu, og greinilegt
var að hann markaðist ekki síst af bakgrunni þátttakenda. Þegar menn lesa
sögur og tilflytjast inn í söguheiminn, láta þeir sem hann sé raunverulegur
og persónurnar sem þar lifa manneskjur af holdi og blóði. Í þessu ferli sam-
sama lesendur sig oft persónum, setja sig í þeirra spor og finna það sem þær
finna og geta í kjölfarið skapað einhliða samband (e. parasocial relationship)
við persónuna. Slíkt samband minnir á raunveruleg tengsl manna á milli
því lesandi vill skilja persónuna og skapar sér þess vegna hugarlíkan sem
byggir á persónuleika hennar.35 Sambandið er kallað einhliða því persónan
getur vitaskuld aldrei kynnst lesandanum.36 Vissulega er misjafnt hversu
35 Sjá Marta M. Maslej, Keith Oatley og Raymond A. Mar, „Creating Fictional
Characters: The Role of Experience, Personality, and Social Processes“, bls. 1.
36 Hugtakið einhliða samband var áður eingöngu notað yfir sambönd sem menn
mynda við fræga einstaklinga með því að eyða tíma í að hugsa um þá og fræðast
og jafnvel skapa ímyndaðar samræður við án þess að sá frægi viti um tilvist ein-
staklingsins. Sjá t.d. Jaye L. Derrick, Shira Gabriel og Brooke Tippin, „Parasocial
relationships and self-discrepancies: Faux relationships have benefits for low
self-esteem individuals“, Personal Relationships 15/2008, bls. 261–280, hér bls.
261–262 og Tracy R. Gleason, „Imaginary Relationships“, The Oxford Handbook of
the Development of Imagination, ritstj. Marjorie Taylor, Oxford: Oxford University
Press, 2013, bls. 251–271, hér bls. 258–259.
Guðrún SteinþórSdóttir