Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Blaðsíða 211
217
auðvelt menn eiga með að samsama sig persónum og skapa sambönd af
þessu tagi. Því hefur verið haldið fram að lesendur eigi auðveldara með
samsömun líkist persónurnar þeim sjálfum.37 Önnur atriði sem talin eru
skipta máli eru að persónur séu áhugaverðar, trúverðugar, og/eða flókn-
ar. Þá hefur einnig verið nefnt að ef lesendur hrífist af persónu eigi þeir
auðveldara með samsömun og sömuleiðis ef hún er viðkunnanleg.38
Ljóst er að munur á samsömun með persónum hefur haft áhrif á upp-
lifun lesenda og tilfinningar þeirra í rannsókninni. Viðbrögð myndlistar-
mannanna mörkuðust af miklum skilningi á líðan listakonunnar, sköpunar-
ferli hennar og á listinni. Þeir áttu enda einatt auðvelt með að samsama sig
aðstæðum og sköpunarferlinu. Til dæmis bentu margir á að þeir máluðu í
skorpum eins og Lúna og að oft væri nauðsynlegt að taka sér hvíld á milli
verka, líkt og hún gerði. Ein listakonan samsamaði sig algjörlega textanum
og málverkinu en hún sagði: „Mér fannst eins og hún [þ.e. Viktoría] væri
að horfa á málverk eftir mig.“ Skilningur á listakonunni og listsköpun
hennar var sjaldgæfur hjá samanburðarhópnum; sem rennir stoðum undir
að í þessu tilviki hafi líkindi listamannanna með persónu liðkað fyrir sam-
sömun þeirra.
Listamennirnir voru frekar sammála um að Viktoría væri hlutlaus pers-
óna. Þeir samsömuðu sig henni ekki og fundu hvorki til með henni né
fundu það sem hún fann. Einn listamaðurinn sagði að sér fyndist Viktoría
37 Keith Oatley hefur haldið því fram að lesendur eigi auðveldara með að samsama
sig persónu sem líkist þeim sjálfum. Sjá t.d. Keith Oatley, The Passionate Muse:
Exploring Emotion in Stories, 2012, bls. 180. Í nýlegri grein segir hann þó frá því,
ásamt meðhöfundum sínum Raymond A. Mar og Marta M. Maslej, að rann-
sókn sem þau framkvæmdu hafi leitt í ljós að líkindi með persónum væri ekki
kjarnaatriði fyrir samsömun. Sjá Marta M. Maslej, Keith Oatley og Raymond A.
Mar, „Creating Fictional Characters: The Role of Experience, Personality, and
Social Processes“, bls. 9. Menn hafa líka áður gagnrýnt þessa hugmynd. Sjá t.d.
Vera Nünning, Reading Fictions, Changing Minds: The Cognitive Value of Fiction,
Heidelberg: Universitätsverlag Winter GmbH, 2014, hér bls. 210; og Nurit Tal-
Or og Jonathan Cohen, „Understanding audience involvement: Conceptualizing
and manipulating identification and transportation“, Poetics 4/2010, bls. 402-418,
hér t.d. bls. 406 og 413. Enda ljóst að hægt er að benda á mýmörg dæmi þar sem
lesendur/áhorfendur hrífast af persónum afar ólíkum þeim sjálfum, t.d. má nefna
vinsældir mannætunnar Hannibal Lecter aðalpersónu bókanna og samnefndra
kvikmynda Red Dragon, Silence of the Lambs og Hannibal. Þó það sé umdeilanlegt
hvort líkindi séu kjarnaatriði í samsömun lesenda með persónum er líklegt að í
sumum tilvikum liðki þau fyrir henni.
38 Sjá Marta M. Maslej, Keith Oatley og Raymond A. Mar, „Creating Fictional
Characters: The Role of Experience, Personality, and Social Processes“, bls. 1–2.
SAMLÍðAN OG SÉRFRæðINGAR