Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Page 212

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Page 212
218 og Kjartan vera smáborgarar og annar benti á að Viktoría væri dæmi um staðalímynd þess fólks sem vildi ekki hafa listaverk með átökum hangandi uppá vegg hjá sér. Viðbrögðin gefa vísbendingar um að persónu-líkönin sem þessir listamenn hafa skapað um Viktoríu og Kjartan byggist að ein- hverju leyti á staðalímyndum og að þeim hafi ekki fundist persónurnar nægilega flóknar eða áhugaverðar til að samsama sig þeim. Ef til vill myndi afstaðan breytast fengju lesendur tækifæri til að lesa meira um persónurnar og kynnast þeim nánar. Í grófum dráttum má segja að viðbrögð fólks í samanburðarhópnum gagnvart Viktoríu hafi verið þrennskonar: 1) menn ræddu hvorki hegð- un hennar eða viðbrögð, 2) þeir samsömuðu sig henni eða 3) hún fór í taugarnar á þeim. Eftirfarandi eru ummæli þátttakenda sem samsama sig Viktoríu þegar hún reynir að gera sér upp áhuga á verki Lúnu: „Þetta er mjög dæmigert fyrir það sem ég myndi gera, segja eitt- hvað þó mig langi ekki til þess.“ „Þetta er mjög skemmtilegt, ég myndi örugglega gera þetta líka, spyrjast fyrir um eitthvað þó ég hefði ekki áhuga á því til að láta líta út fyrir að ég hefði áhuga á því.“ „Maður er alltaf að reyna að þóknast öllum og segir það sem maður heldur að hinn vilji heyra.“ „Nú lýgurðu! Ég hefði nú kannski líka gert það. Það er lítið mál að ljúga þessu fyrst hún er ekki að segja neitt.“ Eins og svörin vitna um gátu þessir þátttakendur vel ímyndað sér sjálfa sig í þessum aðstæðum. Skýringin kann að vera sú að þeir eigi auðveldara með að sjá fyrir sér að þeir séu í sporum þess sem kaupir listaverk en þess sem skapar. Einnig má vera að mönnum finnist rétt að vera kurteisir við annað fólk og liður í því sé að láta ekki upp skoðanir sem kunna að særa aðra. Í samanburðarhópnum voru tveir tónlistarmenn sem létu hegðun Viktoríu fara í taugarnar á sér en þeir brugðust meðal annars svona við: „Þetta virkar pínu eins og hálfgerður aumingi en samt ekki, ein- hver sem manni langar að sparka í rassinn á, einhver sem hugsar of mikið, segir hluti þó hann langi ekki til þess.“ Guðrún SteinþórSdóttir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.