Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Side 216
222
ingum á sínu sérsviði. Eins og niðurstöður sýna var sú ekki raunin, mynd-
listarmennirnir voru mun jákvæðari og áttu auðveldara með að lifa sig inn
í textann – en hvers vegna? Ýmislegt kann að útskýra þessi misjöfnu við-
brögð en hér skal drepið á fáein atriði sem kunna að hafa haft áhrif.
Fyrir það fyrsta má nefna listina sjálfa. Munurinn á listinni í textabrot-
unum var ekki aðeins sá að lýst var tónlist í öðru þeirra en myndlist í
hinu heldur að í tónlistar–textanum var sagt frá raunverulegum og afar
þekktum tónverkum á meðan málverkið í myndlistar–textanum er hugar-
burður Vigdísar Grímsdóttur, það er að segja málverk sem ekki er til í
raunveruleikanum. Lesendur hafa þar með ekki haft tækifæri til að skoða
málverkið með eigin augum og fyrir vikið er heldur engin ríkjandi umræða
eða skoðanir til um það sem gætu litað skoðanir og upplifun þátttakenda
eins og möguleiki væri á ef lýst væri þekktu verki á borð við Mónu Lísu eftir
Leonardo Da Vinci eða Ópinu eftir Edvard Munch. Vegna þess að tónlist
Tchaikovsky sem lýst er í tónlistartextanum er vel þekkt má vera að ákveð-
in orðræða – ekki síst líkingar –, mótuð af félagslegu og menningarlegu
samhengi, sé bundin umfjölluninni um hana og af því að orðræðan sem
notuð er í textabrotinu var ekki í samræmi við vissar hefðir og venjur innan
tónlistarheimsins (sbr. t.d. athugasemdirnar um víólu– og kontrabassa-
líkingarnar) hafi flestir tónlistarmennirnir, bæði meðvitað og ómeðvitað,
átt erfitt með að lifa sig inn í söguheiminn og upplifa tilfinningar honum
tengdar.
En fleira kemur til. Bakgrunnur listamannanna sjálfra, eða öllu held-
ur skólun þeirra, kann að skipta máli þegar kemur að því að skýra mun-
inn á ólíkum viðbrögðum. Menntun tónlistarmanna er líklega fastmót-
aðri en myndlistarmanna að því leyti að þeir venjast frá unga aldri bæði
aga og að æfa ákveðin tónverk, oftast þekkt og klassísk. Með tíð og tíma
öðlast þeir reynslu og bæta sinni eigin túlkun og tjáningu við verkið.
Myndlistarmennirnir fá aftur á móti líklega meira frelsi í sínu námi, strax
frá upphafi, því þeir læra iðulega ýmsar gerðir sköpunar (t.d. að mála með
ýmsum gerðum málningar t.d. olíulitum, akríllitum og kolum, vinna með
leir, búa til skúlptúra og framkvæma gjörninga) auk þess sem þeir mála
sjaldnast málverk eftir öðrum málverkum þó vitaskuld læri þeir vissa tækni
sem felst til dæmis í því að mála og teikna uppstillingar og módel. Þjálfunin
í tónlistinni og í sömu mund orðræðan um hana er því ef til vill fastskorð-
ari en hjá myndlistarmönnum.
Þá má einnig nefna að reynsla höfundar, Vigdísar Grímsdóttur, kann
Guðrún SteinþórSdóttir