Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Page 218
224
sakendur nýtt sér til að kanna frekar hvernig skáldskapur hefur áhrif á til
dæmis vitsmuni lesenda, ímyndunarafl, tilfinningar og skyldar kenndir. Í
rannsóknum af þessu tagi er gagnlegt að ræða við lesendur sem ekki hafa
grunn í bókmenntafræði því túlkun þeirra á upplifun sinni er líklega ólík
skrifum margra bókmenntafræðinga sem kannski setja fyrr annað en til-
finningalega upplifun sína og líkamsviðbrögð við skáldskap í brennidepil.
Með því að skoða ólíkan skilning, upplifun og tjáningu má vonandi öðlast
víðari skilning á lestri, bókmenntum og lesskilningi en fyrr.42
Ú T D R Á T T U R
Samlíðan og sérfræðingar
Eigindlegar rannsóknir á viðbrögðum fólks við brotum
úr sögum Vigdísar Grímsdóttur
Í greininni er greint frá helstu niðurstöðum úr tveimur eigindlegum rannsóknum
þar sem viðtökur við brotum úr skáldsögum Vigdísar Grímsdóttur voru kannaðar
og þá einkum tilfinningaviðbrögð fólks og samlíðan. Í hinni fyrri var brot úr Þögn
inni (2000) lagt fyrir 20 manna hóp, annars vegar tíu einstaklinga sem menntaðir
voru í tónlist, hins vegar 10 manns sem ekki höfðu tónlistarnám í farteskinu. Í ljós
kom að bakgrunnur tónlistarmannanna hafði önnur áhrif á viðbrögð þeirra við text-
anum en gert hafði verið ráð fyrir. Því var ákveðið að kanna viðbrögð 10 myndlist-
armanna með því að leggja fyrir þá brot úr skáldsögunni Þegar stjarna hrapar (2003)
og bera saman við viðbrögð 10 einstaklinga sem ekki eru menntaðir í myndlist.
Textarnir úr sögunum tveimur eiga það sameiginlegt að í þeim er fjallað um ákveðið
listform, tónlistina í Þögninni en myndlistina í Þegar stjarna hrapar. Með hliðsjón af
hugrænum fræðum, einkum skemakenningunni, verður rætt um hvernig bakgrunn-
ur þátttakenda markar viðbrögð þeirra og hvaða vísbendingar eigindlegar rannsókn-
ir af þessu tagi kunna að gefa um aðra þætti en þá sem bókstaflega er spurt um.
Lykilorð: Eigindlegar rannsóknir, tilfinningaviðbrögð, viðtökur, hugræn fræði,
skemu, Vigdís Grímsdóttir
42 Ég vil þakka Bergljótu Soffíu Kristjánsdóttur kærlega fyrir gagnlegar athugasemdir
og ábendingar við ritun greinarinnar.
Guðrún SteinþórSdóttir