Gátt - 2009, Síða 40
40
F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S
G Á T T – Á R S R I T – 2 0 0 9
Á atvinnuleysistímabili síðasta ára-
tugar tuttugustu aldar urðu fámennu
byggðarlögin með sitt einhæfa
atvinnulíf oft hart úti og atvinnuleysi
var árvisst þegar fiskvinnslan brást.
Fólk með stutta formlega
skólagöngu stóð verr að vígi á
vinnumarkaði en aðrir. Þá, eins og
í atvinnuleysinu núna, var gripið til
ýmissa úrræða til að styrkja stöðu
atvinnuleitenda, m.a. með nám-
skeiðum sem haldin voru í samvinnu
Vinnumálastofnunar, stéttarfélaga
og símenntunarmiðstöðva víða um
land. Um ýmiss konar námskeið var að ræða og þjónuðu þau
margvíslegum tilgangi. Þau juku þekkingu einstaklinga og
höfðu auk þess félagslegt gildi og minnkuðu hættu á ein-
angrun atvinnuleitenda. Námskeiðin voru hins vegar flest
einskorðuð við 20 kennslustunda áfanga og efnisinntak og
fjármagn til þeirra var takmarkað. Þannig voru t.d. tölvunám-
skeið vinsæl og talsvert fjölbreytt, kenna mátti matreiðslu og
bútasaum en hvorki matjurtarækt né garðyrkju. Uppbygging
einstaklingsins var ekki markviss og litlar kröfur voru í raun
gerðar til þess að hann tæki ábyrgð á eigin þroska og skoð-
aði hlutverk sitt í samfélaginu.
Þessi námskeið voru þau einu sem símenntunarmið-
stöðvar gátu boðið og ekki var möguleiki á neins konar
nýbreytni eða tilraunastarfi. Þegar úrval námskeiða, sem stóð
Farskóla Norðurlands vestra til boða, var um það bil uppurið
og atvinnuleysi enn við lýði var farið að skoða aðrar leiðir til
uppbyggingarstarfs. Þá beindust sjónir að Evrópusamband-
inu, nánar til tekið að Leonardo da Vinci-starfsmenntaáætl-
uninni, en þangað gafst færi á að sækja um stuðning til allt
að 75% kostnaðar við menntunar- og þjálfunarverkefni, frá
einu til þriggja ára að lengd.
Síðan þetta var hefur margt breyst í fræðslumálum og
fjölmargar leiðir opnast fólki sem vill byggja sig upp og bæta
þannig möguleika sína á vinnumarkaði.
H O F S Ó S
Hofsós var eitt þeirra fámennu byggðarlaga sem glímt hafði
við árvisst og árstíðabundið atvinnuleysi en atvinnulífið þar
einkenndist af útgerð smábáta, fiskvinnslu og þjónustu við
landbúnað nærsveitanna. Og eins og í öðrum byggðarlögum
við svipaðar aðstæður fækkaði íbúum jafnt og þétt. Hofsós
„ V I Ð E R U M B E T R I E N Á Ð U R O G E I G U M B E T R I
N Á G R A N N A “
H V A Ð G E T U R R E Y N S L A N A F „ B R E Y T U M B Y G G Ð “ K E N N T
O K K U R ?
ANNA KRISTÍN GUNNARSDÓTTIR
Anna Kristín Gunnarsdóttir
Árið 2000 fékk Farskólinn, miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra, hæsta styrk sem komið hafði til menntunar-
verkefnis á Íslandi úr Leonardo da Vinci-starfsmenntaáætlun Evrópusambandsins. Styrkurinn var til þriggja ára
verkefnis Breytum byggð, samstarfsaðilar voru átta og frá fimm löndum.
Íbúum byggðarlaga, sem bjuggu við samdrátt í hefðbundnum atvinnugreinum, var boðin ókeypis kennsla í greinum
sem talið var að myndu auðvelda innkomu eða breytingu á vinnumarkaði. Megináherslan var á að auka sjálfstraust
og samheldni íbúanna en stjórnandi verkefnisins var þess fullviss að forsenda þess að fólk nýti hæfileika sína sér
og samfélaginu til framdráttar sé að það trúi á getu sína til að menntast og til að takast á við ný verkefni.
Markmiðið var þríþætt:
1. Að skapa námssamfélag með því að reyna að ná til sem flestra og ólíkra einstaklinga í samfélaginu.
2. Að efla færni og samkeppnishæfni einstaklinga með því að skapa jákvætt viðhorf til breytinga og nýrrar
þekkingar.
3. Að auka gæði símenntunar og aðgengi að starfsþjálfun og símenntun.
Þátttaka var mikil og andrúmsloft í byggðarlaginu breyttist smám saman. Sex árum eftir að verkefninu lauk er það
mat íbúa á svæðinu að það hafi haft varanleg áhrif á samfélagið á Hofsósi, bæði félagslega og samfélagslega, og
enn eru verkefni í gangi sem sprottið hafa upp úr þessari vinnu.