Gátt - 2009, Qupperneq 41

Gátt - 2009, Qupperneq 41
41 V I N N U M A R K A Ð U R I N N G Á T T – Á R S R I T – 2 0 0 9 hafði þó eitt umfram önnur byggðarlög en það var Vest- urfarasetrið sem verið hafði í uppbyggingu um nokkurra ára skeið og leiddi vaxandi fjölda ferðamanna til Hofsóss á hverju sumri. Íbúar svæðisins höfðu þó fremur lítið af þeim að segja þar sem starfsreynsla og þekking flestra byggðist ekki á þeim grunni sem nýttist beint við ferðaþjónustu. Uppbyggingin var því ekki endilega fagnaðarefni hinum almenna íbúa þar sem atvinnutækifæri fylgdu ekki í kjölfarið. Þessar aðstæður urðu kveikjan að hugmyndinni sem var uppistaðan í þriggja ára tilraunaverkefni sem á íslensku fékk nafnið „Breytum byggð“ en „Learning Community“ (Samfé- lag í námi, LearnCom) á ensku og fékk hæsta styrk frá Leon- ardo da Vinci-áætluninni sem komið hafði til Íslands. H V A Ð V A R „ B R E Y T U M B Y G G Ð “ ? Kjarnahugmyndin var í stuttu máli að auka sjálfstraust og samheldni íbúanna. Markmiðið var þríþætt: 1. Að skapa námssamfélag með því að reyna að ná til sem flestra og ólíkra einstaklinga í samfélaginu. 2. Að efla færni og samkeppnishæfni einstaklinga með því að skapa jákvætt viðhorf til breytinga og nýrrar þekkingar. 3. Að auka gæði símenntunar og aðgengi að starfsþjálfun og símenntun (Jón Torfi Jónasson og Kristín Erla Harðar dóttir. 2004). Áhersla var lögð á að efla sjálfstraust þátttakenda gagnvart námi og auka samheldni þeirra til að takast á við breyt- ingar með jákvæðum hætti. Með verkefninu var íbúum, sem bjuggu við samdrátt í hefðbundnum atvinnugreinum, boðin kennsla í greinum sem talið var að myndu auðvelda nýja inn- komu og/eða breytingar á vinnumarkaði, s.s. í tungumálum (ensku), tölvufærni, ferðamálafræðslu, sjálfs- og hópefli; allt greinar sem hagnýtar eru hvar sem er í samfélagi nútímans. Auk þess upplifðu þátttakendur sig sem hluta af stærri heild þar sem verið var að takast á við sama eða svipað vandamál í fjórum öðrum löndum. Þ Á T T T Ö K U S T O F N A N I R Stofnanirnar, sem þátt tóku í verkefninu, voru átta frá fimm löndum: Farskóli Norðurlands vestra (FSNV), sem stjórnaði verkefninu, Háskólinn á Hólum og Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands frá Íslandi, matsstofnun og símenntunar- miðstöð í grennd við Gävle í Svíþjóð, símenntunarmiðstöð í Lungau-héraði í Austurríki, símenntunarmiðstöð í Zaragoza á Spáni og Háskólinn í Patras í Grikklandi. Allar símenntunar- miðstöðvarnar starfræktu verkefnið í dreifbýli. Hver og ein stofnun bar ábyrgð á vissum verkþáttum: FSNV stjórnaði og bar ábyrgð á fjárhagsmálum og verkefninu í heild, Háskólinn á Hólum samdi námsefni og kenndi ferða- málafræði á Íslandi, Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands fylgdist með og mat verkefnið frá upphafi til enda. Sænska matsstofnunin vann með símenntunarmiðstöðinni þar að mati á sjálfseflisverkþættinum sem var að hluta saminn af starfsfólki miðstöðvarinnar í Gävle og í Lungau en að mestu hjá FSNV. Símenntunarmiðstöðin á Spáni bar ábyrgð á náms- efni í ensku sem sérstaklega var fyrirhugað að snerist um þjónustu við ferðamenn og Háskólinn í Patras bar ábyrgð á vefsíðu verkefnisins og samskiptaleiðum nemenda, kennara og stjórnenda. Þar var einnig samið kennsluefni sem notað var við fjarkennslu í Grikklandi. M A R K H Ó P U R I N N Markhópurinn, sem skilgreindur var í umsókn til Leonardo da Vinci-starfsmenntaáætlunar Evrópusambandsins, var tvenns konar: 1. Atvinnuleitendur með stutta formlega skólagöngu. 2. Vinnandi fólk sem þurfti nýja þekkingu til að auðvelda því hreyfingu á vinnumarkaði. Hugmyndin var að höfða sérstaklega til þeirra sem bjuggu yfir kunnáttu sem var að missa mikilvægi sitt vegna breyt- inga á hefðbundnum vinnumarkaði. Þegar upp var staðið reyndust markhópar í hverju landi fyrir sig aðeins mismun- andi og ýmist var um frjálsa þátttöku að ræða eða atvinnu- leitendur, fatlaða eða aðra bótaþega. Í einstaka tilfellum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Gátt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.