Gátt - 2009, Side 86

Gátt - 2009, Side 86
86 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S G Á T T – Á R S R I T – 2 0 0 9 „ A U M I N G J A P A B B I Þ U R F T I A Ð S E G J A M É R U P P “ V I Ð T A L V I Ð M A G N Ú S Þ Ó R S I G M U N D S S O N , N E M A N D A Í T Æ K N I S K Ó L A N U M BJÖRGVIN ÞÓR BJÖRGVINSSON Það er fallegur haustdagur, 6. október 2009 og nákvæmlega ár er liðið frá hruninu. Ég mæli mér mót við ungan mann, Magnús Þór Sigmundsson, sem einmitt varð fórnarlamb íslenska bankahrunsins. Kannski er ekki rétt að segja fórnar- lamb nema til skamms tíma því að atvinnumissir hans haustið 2008 varð í raun og veru að tækifæri. Það að Magnús Þór missti sitt starf varð til þess að hann fór í raunfærnimat hjá IÐUNNI fræðslusetri og stefnir á að klára sveinsprófið í húsasmíði um næstu jól. Eftir stutt spjall okkar um fast- eignamarkaðinn og rjúpnaveiðar ákvað ég fá að heyra sögu Magnúsar Þórs. Ungur að árum byrjaði Magnús Þór að vinna við smíðar hjá föður sínum í sumarvinnu og hefur síðan unnið meira og minna hjá honum. Magnús Þór segist ekki hafa ætlað að verða smiður en innst inni hafi samt verið sterk löngun að feta í fótspor föður síns, sem er húsasmiður, þó svo að hann hafi reynt að sannfæra sig um annað, m.a. með því að fara í grunndeildina í málmiðnaðnum strax eftir grunnskólann. „Eftir mörg góð ár fór verkefnum að fækka hjá íslenskum byggingarverktökum og það sama átti við um okkur pabba. Vegna minnkandi verkefna vorum ég og félagi minn farnir að ræða það okkar á milli að skella okkur upp í Tækniskóla og taka sveinsprófið í húsasmíðinni. Það vantaði samt einhvern neista til að kveikja í okkur. Með hruni bankanna í október 2008 fraus allt og aumingja pabbi þurfti að segja mér upp,“ segir Magnús Þór. Hvernig var sú tilfinning að vera allt í einu orðinn atvinnulaus eftir að hafa haft alltaf nóg að gera? Magnús Þór segir það hafi tekið sig nokkrar vikur að átta sig á stöðu mála á þessum miklu umbrotatímum. „Það var mjög erfitt að horfast í augu við þá staðreynd að vera allt í einu orðinn atvinnulaus. Eins og áður segir var ég að vinna við smíðar hjá pabba og þetta var ekki auðveld ákvörðun fyrir hann en samt ákvörðun sem hann þurfti að taka,“ segir Magnús Þór. Hann segir þann tíma, sem hann var í atvinnuleit, hafa verið erfiðan, sérstaklega tímann frá jólum fram á vor. „Ég veit ekki hvað ég sótti um vinnu á mörgum stöðum. Það sem mér fannst einna erfiðast var þegar atvinnuumsóknum mínum var einfaldlega ekki svarað og það var oftast þannig.“ Magnús Þór segist hafa heyrt af raunfærnimatinu á svipuðum tíma og hann missti vinnuna: „Það má segja að raunfærnimatið hafi komið á besta tíma fyrir mig haustið 2008, einmitt þegar ég var orðinn einn af þessum stóra hópi atvinnuleitenda og lítið framboð af vinnu á markaðnum. Ég frétti af þessu í gegnum félaga minn eftir ábendingu frá kon- unni hans. Hún taldi að þetta gæti hentað okkur en á þeim tíma hafði ég aldrei heyrt minnst á þetta og vissi ekkert út á hvað þetta gekk. Eftir áhugaverðan kynningarfund hjá náms- og starfsráðgjöfum IÐUNNAR fræðsluseturs í byrjun nóvember var ég sannfærður að þetta væri málið. Hérna var neistinn kominn,“ segir Magnús Þór. En hvernig skyldi raunfærnimatið og framkvæmd þess hafa gengið? „Matið, sem ég fékk, var mjög í samræmi við sjálfsmat mitt og þá verð ég að hrósa matsaðilum fyrir þeirra framlag. Þessir heiðursmenn voru ekkert að taka mann á taugum í sjálfu matinu, voru mjög sanngjarnir í einu sem öllu, voru ekkert að halda aftur af manni og ég upplifði samtal okkar sem samtal jafningja. Ekki má gleyma framlagi þeirra Iðunnar Kjartansdóttur og Eddu Jóhannesdóttur, náms- og starfsráðgjafa IÐUNNAR fræðsluseturs, en þær voru alltaf til reiðubúnar að hjálpa okkar strákunum í raunfærnimatinu,“ segir Magnús Þór sem lauk raunfærnimatinu hjá IÐUNNI fræðslusetri í lok árs 2008. Þar fékk hann 48 einingar metnar og hóf hann í kjölfarið nám í húsasmíðum í kvöldnámi í Tækniskólanum. Við förum nú nokkur ár aftur í tímann og Magnús Þór segir mér frá mótlæti því sem hann mætti sem nemandi í grunnskóla, m.a. vegna skrif- og lestrarerfiðleika: „Þegar ég Magnús Þór Sigmundsson við heimanámið.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Gátt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.