Gátt - 2009, Síða 92

Gátt - 2009, Síða 92
92 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S G Á T T – Á R S R I T – 2 0 0 9 inu, hafa snúist um að fá mat á stöðu sinni og skoða mögu- leika á því að fara í meira nám. Í upphafi tala þátttakendur gjarnan um að þeir hafi ekkert gert, „bara unnið í banka“ í mörg ár og ekkert menntað sig. Einnig tala þeir um að hafa byrjað í framhaldsskóla og svo hætt, t.d. vegna barneigna eða fengið góða vinnu og hafa svo aldrei komið sér af stað aftur. Margir þeirra stefna á að fara í meira nám og flestir hafa talað um að byrja á að styrkja stöðu sína með því að taka framhaldsskólaáfanga og halda svo áfram. Sumum finnst þeir verði að ljúka stúdentsprófi því að það hafi alltaf verið mark- miðið. Í ferlinu hefur þetta viðhorf breyst hjá nokkrum þar sem þeir átta sig betur á hversu fjölbreyttir námsmöguleikar eru fyrir hendi í framhaldsskólum, háskólum og hjá ýmsum fræðsluaðilum í dag og ekki lengur endilega þörf á að hafa hefðbundið stúdents próf. Náms- og starfsráðgjafar hafa aðstoðað þátttakendur við að finna nám og leiðir sem vekja áhuga þeirra og margir hafa haldið áfram námi. Á vorönn 2008 voru til að mynda fimm konur frá sama fjármálafyrirtæki. Fjórar héldu áfram í nám, t.d. í framhaldsskólum, með það fyrir augum að styrkja stöðuna betur og undirbúa sig fyrir frekara nám. Ein fór með möppuna sína í Menntaskólann við Hamrahlíð og fékk 14 einingar metnar og hóf þar fullt nám í öldungadeild í kjölfarið. Önnur fór með pappírana sína fyrir matsnefnd Fjöl- brautarskólans í Breiðholti til að vita hvað hún ætti eftir í stúdentinn og fór líka á fullt að safna þeim einingum sem á vantaði. Nokkrir þátttakendur hafa átt þess kost að hefja nám í Háskólanum í Reykjavík, t.d. með því að bæta við sig nokkrum einingum í stærðfræði og ensku. Tveir hafa nú þegar byrjað í námi í viðskiptafræði í HR og gengur námið vel að þeirra sögn. Að auki má nefna að ein stúlka úr hópnum vorið 2009, sem var komin með allmargar einingar til stúdents prófs, sagði að ferlið hefði orðið til þess að hún hóf nám á ný og stefnir nú á viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Í hópnum vorið 2008 var tveimur konum sagt upp störfum meðan ferlið var í gangi. Það var vitaskuld mikið áfall fyrir þær en báðar töluðu þær um að það væri gott að vera í þessu verkefni fyrst svona fór og fá þann stuðning sem þær gátu fengið með þátttöku sinni. Önnur fékk aðstoð náms- og starfsráðgjafa við gerð ferilskrár og við að sækja um önnur störf. Hin fékk aðstoð við að sækja um nám í fram- haldsskóla sem hún hafði lengi velt fyrir sér. Hún hafði svo samband aftur um haustið til að fá aðstoð vegna námsins og mats inn í námið. Hún sagði þá að færnimappan hafi hjálpað mikið og orðið til þess að hún fékk meira metið en ella. Sagð- ist hún hafa skellt möppunni á borðið, full af sjálfstrausti og þá loksins var farið að hlusta á hana og fékk hún lífsleikni og fleira metið. Á haustönn 2008 töluðu þátttakendur mikið um hvað þeir væru heppnir að vera í verkefninu á þessum tíma þegar miklar breytingar áttu sér stað í bönkunum. „Þetta væri spark til að fara aftur af stað.“ Einnig var þetta áberandi við- horf í hópnum sem var vorið 2009, þar töluðu næstum allir þátttakendur um að fara í áframhaldandi nám. Þó svo ekki hafi farið fram formleg könnun á því hvernig þátttakendur hafa nýtt sér raunfærnimatið þá má segja að markmiðum verkefnisins hafi verið náð. Einstaklingar taka saman þekkingu sína og færni og gera hana sýnilega. Þátt- taka í ferlinu verður mörgum hvatning til dáða og opnar nýjar dyr til náms- og starfsþróunar. U M H Ö F U N D I N N : Arnheiður Gígja Guðmundsdóttir hefur starfað sem náms- og starfsráðgjafi hjá Mími-símenntun frá hausti 2007. Hún tekur þátt í verkefninu náms- og starfsráðgjöf á vinnustað og hefur verið verkefnastjóri í verkefnum um raunfærnimat banka- manna. Gígja er með MA-próf frá Háskóla Íslands í náms- og starfsráðgjöf og diplóma nám í sama fagi frá Háskólanum í Þrándheimi í Noregi. Hún er með BA-próf í uppeldis- og menntunarfræði frá H.Í. og kennsluréttindi frá sama skóla. Gígja starfaði áður sem náms- og starfsráðgjafi í grunn- og framhaldsskólum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Gátt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.