Gátt - 2009, Qupperneq 97

Gátt - 2009, Qupperneq 97
97 A F S J Ó N A R H Ó L I G Á T T – Á R S R I T – 2 0 0 9 vetur. Þar sem tölvu- og upplýsingatækni var stór hluti af náminu ákvað Oddgeir að slá til þar sem hann taldi sig geta bætt við sig á því sviði. Þegar Oddgeir er spurður út í hverjar hafi verið vænt- ingar til námsins þá svarar hann því til að þær hafi aðal- lega tengst því að auka færni sína í tengslum við tölvur og verða sjálfstæðari notandi sem skilaði sér í betri nýtingu á ýmsu forritum. Oddgeir sagðist hafa verið að upplifa að hann kunni ýmislegt í sambandi við tölvu- og upplýsingatækni en var samt sem áður lítið að bæta við sig einhverjum nýj- ungum. Hann gæti vel bjargað sér en langaði að læra meira og auka enn við færni sína þannig að þekkingin yrði ekki einungis miðuð við það sem hann kæmist af með. Oddgeir sagði að í náminu hafi verið komið á móts við væntingarnar hans og meira til. Hann viðurkenndi að hann hefði í fyrstu ekkert verið voða spenntur að setjast á skóla- bekk þarna um vorið en segist ekki sjá eftir því núna. Fyrir utan að bæta við færnina í tölvu- og upplýsingatækni þá fannst Oddgeiri mikilvægt að fara í gegnum færnimöppu og ferilskrá. Honum fannst mjög gott að sjálfsstyrking væri einn liður í náminu því allir þurfi á því að halda að styrkja sig á einn eða annan hátt. Oddgeir nefndi að hann hefði gjarnan viljað enn meiri þjálfun í að koma fram og auka færni sína í að markaðssetja sjálfan sig í tengslum við atvinnuleit. Aðspurður um hvort eitthvað stæði upp úr sagði Oddgeir það aðallega tengjast því hversu skemmtilegt þetta tímabil hafi verið og hversu vel hópurinn hafi náð saman. Um var að ræða ólíka einstaklinga með mismunandi reynslu í farteskinu en þrátt fyrir það var alveg ljóst frá byrjun að allir sem þarna voru ætluðu sér að fá sem mest út úr náminu. Jákvæðni, góð mæting og samviskusemi hafi virkað hvetjandi fyrir hópinn í heild sinni og fyrir alla sem komu að náminu með einum eða öðrum hætti. Tölvukennslan var einstaklingsmiðuð sem var mikill kostur því þannig gátu þeir sem bjuggu yfir meiri færni farið hraðar yfir en hinir gefið sér aðeins meiri tíma. Að lokum sagði Oddgeir að gott viðmót starfsfólks og afslappað umhverfi hafi hjálpað til við að gera þetta að góðum tíma. Það var um miðjan júní sem síðasti hópurinn útskrifaðist frá Skólaveginum, húsinu sem hefur þjónað okkur svo vel í gengum árin og var vel við hæfi að þar færi þessi jákvæði og glæsilegi hópur úr námsleiðinni Sterkari starfsmaður. U M H Ö F U N D I N N Anna Lóa Ólafsdóttir starfar sem verkefnastjóri og náms- og starfsráðgjafi hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum. Hún hefur B.Ed.-próf frá Kennaraháskóla Íslands, próf í náms- og starfsráðgjöf frá Háskóla Íslands auk eins árs í trúarbragða- fræði við guðfræðideild HÍ. Anna Lóa er í mastersnámi í náms- og starfsráðgjöf við HÍ.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Gátt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.