Læknaneminn - 01.10.1995, Page 6
BEINMERGSFLUTNINGAR
BEINMERGSFLUTNINGAR
r
Asgeir Haraldsson
INNGANGUR.
Saga beinmergsflutninga (BMF) er ekki löng.
Fyrir u.þ.b. 30 árum hófust tilraunir til að talca
beinmerg úr heilbrigðum einstaklingum og
græða í sjúklinga. Tilraunir þessar mistókust,
enda voru vefjaflokkar nánast óþekktir. Aður
höfðu verið gerðar tilraunir á dýrum, og fyrir
einni öld voru sjúklingar látnir drekka beinmerg
dýra við nrismunandi sjúkdómum.
Árið 1968 náðist árangur er BMF tókust í
fyrsta sinn hjá mönnum. Það ár voru þrjú börn
meðhöndluð, eitt í Evrópu og tvö í Banda-
ríkjunuum (1-3). Tvö barnanna höfðu alvarlegan
samsettan ónæmisbrest (severe combined
immunodeficiency, SCID), eitt hafði heilkenni
Wiskott-Aldrich. Öll börnin læknuðust og eru
enn á lífi.
Næsta áratug voru BMF notaðir við meðferð
nokkurra sjúkdóma. Fyrst og fremst var um að
ræða börn með alvarlega ónæmisbresti, en einnig
sjúklinga með vanmyndunarblóðleysi (severe
aplastic anemia, SAA). Eftir því sem þekking óx
og reynsla varð meiri, náðist stöðugt betri
árangur. Eftir 1980 var svo farið að beita BMF
við ákveðnar tegundir af hvítblæði, og hefur
fjöldi BMF vaxið mikið (4). Á síðustu árum
hefur jafnframt opnast möguleiki að nota
beinmerg úr óskyldum einstaklingum, sem þó
hafa samskonar vefjagerð (MatchedJLJnrelated
Donor, MUD). Aðferð þessi er erfið, flókin og
nokkuð áhættusöm, en árangur oft góður.
Höfundur er prófessor í barnalœkningum
við Læknadeild Háskóla Islands
og forstöðulæknir Barnaspítala Hringsins.
Á þeim tæpu þremur áratugum sem liðnir eru
frá því að fyrstu beinmergsflutningarnir tókust,
hafa framfarir orðið miklar í þessari meðferð og
fjölda einstaklinga hefur verið hægt að lækna á
þennan hátt.
TEGUNDIR BMF.
I stórum dráttum má skipta BMF í þrjá
flokka, eftir því hver beinmergsgjafinn er.
í fyrsta lagi eru BMF þar sem notaður er
beinmergur úr systkini sem hefur þá sömu
vefjaflokkun (allogeneic FILA identical trans-
plantation). I slíku tilfelli eru nákvæmlega sömu
genin að baki vefjaflokkunum og vefjaflokkarnir
því nákvæmlega þeir sömu (HLA - genotypically
identical). Um þriðjungur BMF er af þessum
toga (5).
Næst eru BMF þar sem notast er við frumur
úr eigin beinmerg eða stofnfrumur sem ná má úr
blóði sjúklingsins (autologous transplantation). í
þessu tilfelli er því ekki um raunverulega
“transplantation” að ræða. Ef um hvítblæði er að
ræða, þarf sjúklingur fyrst að ganga í gegnum
lyfjameðferð til að eyða svo miklu sem kostur er
af illkynja frumum í beinmerg. Þá er beinmerg
eða stofnfrumum úr blóði safnað, og þessar
frumur frystar. Sjúklingur fær í kjölfarið mikla
lyfjameðferð sem á að drepa allar beinmergs-
frumur, illkynja sem heilbrigðar. I kjölfarið er
eigin beinmergur eða stofnfrumur gefnar á ný.
Oft er mergurinn meðhöndlaður in vitro ( eða ex
vivo) t.d. nreð krabbameinslyfjum til að eyða
hugsanlegum, illkynja frumum. Einnig er mögu-
legt að velja úr stofnfrumur t.d. CD 34+ frumur,
sem gefnar eru til baka. Aðrar firumur, þar með
4
LÆKNANEMINN 2.tbl. 1995 48. árg.