Læknaneminn - 01.10.1995, Side 26

Læknaneminn - 01.10.1995, Side 26
BLÓÐÞYNNING eingöngu notaðar til stjórnunar á bióðþynningu og hafa mismunandi viðmiðunargildi. í upphafi meðferðar endurspeglar PT þó fyrst og fremst bælingu á framleiðslu storkuþáttar VII en hann hefur stystan helmingunartíma hinna ijögurra K- vítamínháðu storkuþátta, einungis 5 klst. Því getur PT gefið falskt gildi fyrstu dagana og þannig ofmetið raunverulega blóðþynningu. Vegna mismunandi hvarfefna sem notuð eru við mælingarnar getur PT verið mismunandi milli rannsóknarstofa þó að um sömu blóðþynningu sé að ræða. Þetta hefur verið reynt að leiðrétta með svokölluðu „international normalized ratio“ eða INR. INR er fundið út samkvæmt eftirfarandi formúlu: INR = (PT sjúklings/PT control)ISI ISI er „international sensitivity index“ sem er mælikvarði á þau hvarfefni sem notuð eru við PT mælinguna. Þannig fæst mat á blóðþynningunni sem á að vera sambærilegt milli rannsóknarstofa í hinum ýmsu heimshornum1Þetta gildi á að vera gefið upp ásamt öðrum og eldri gildum í rannsóknarsvörum og verður mikið miðað við INR gildið í þessari grein. Vilji menn tjá INR á annan máta er hægt að fá breytingatöflur sem breyta INR yfir í TT eða PP. Rétt er að hafa það í huga að talsverðan tíma þarf til að ná fullri blóðþynningu með warfaríni eða allt frá 1 og upp í 7 daga m.a. vegna mis- munandi helmingunartíma storkuþáttanna. A þeim tíma þarf oft að beita annars konar þynningu t.d. með heparíni eða skyldum lyfjum. Eftir að blóðþynningu með warfaríni er hætt þá líður talsverður tími þar til storkugeta blóðsins er komin í eðlilegt horf. INR fellur í veldisfalli (exponentialt) eftir að gjöf er hætt en mikill munur er þó milli sjúklinga. Með hækkandi aldri telcur lengri tíma að ná eðlilegum storkugildum á ný. Þurfi sjúklingur á warfaríni t.d. að gangast undir aðgerð þá þarf að hætta gjöf þess 96-115 klst áður en sú aðgerð fer fram til að vera viss um að INR sé komið undir 1.5 á aðgerðardag en það gildi er viðunandi með tilliti til blæðingarhættu. Þetta gildir líklega um allflesta sjúklinga sem eru með þynningargildi INR 2.0-3.0. Lengri bið er nauðsynleg séu gildin hærri í upphafi. Þó skal tekið fram að góð regla er að fá alltaf viðeigandi storkupróf fyrir aðgerðir nema ef blæðingarhætta er hverfandi65. A síðari árum hefur verið tilhneiging til þess að lækka þynningarmörkin og mikið verið reynt að finna æskileg viðnriðunargildi. Það hefur sýnt sig að líta má á tengsl blóðþynningar og fylgikvilla hennar sem U-laga feril þar sem líkurnar á vandkvæðum aukast ef um er að ræða of litla eða of mikla þynningu. A INR bilinu 3.0- 4.9 þá er þessi kúrfa tiltölulega flöt og vandkvæði í lágmarki. Þess ber þó að geta að u.þ.b. helmingur allra blæðingartilfella hjá sjúklingum á warfaríni á sér stað þegar INR er á lækningalegu bili. Það hefur gefist vel að stefna á ákveðið INR gildi innan hins lækningalega bils og þannig hægt að minnka líkurnar á því að blóðþynningargildin skríði yfir á hina bröttu hluta U-ferilsins20. Umdeilt er hversu háa skammta á að gefa í upphafi en sennilega er rétt að gefa lítinn hleðsluskammt u.þ.b. tvöfaldan viðhaldsskammt. Stórir hleðsluskammtar hafa enga kosti umfram smærri skammta en bjóða frekar heim hættu- legum aukaverkunum. Ef ekki liggur mikið á að hefja meðferð t.d. í langvinnu gáttatifi þá má t.d.byrja með skammtinn 5 mg á dag. Þannig má ná tilætluðum áhrifum á 5-7 dögum. Aldraðir sjúklingar og sjúklingar sem eru með lifrar- sjúkdóma eða illa nærðir ættu að fá lægri upphafsskammta. Þeir sem hafa verið á sýkla- lyljakúrum geta oft svarað warfaríni hraðar en aðrir vegna þess að þeim bakteríum sem fram- leiða K-vítamín í iðrum þeirra hefur fækkað. Ef meira liggur á þá er rétt að beita annars konar blóðþynningu t.d. með heparíni sem svo er hætt þegar INR er orðið viðunandi. Þegar heparíni er hætt þá má búast við dálítilli lækkun á INR þar eð heparín getur aukið það gildi. Blóðþynninguna er gott að meta daglega fyrstu 5 dagana, svo 2-3 í viku í 1-2 vikur og 20 LÆKNANEMINN 2. tbl. 1995 48. árg.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.