Læknaneminn - 01.10.1995, Side 29

Læknaneminn - 01.10.1995, Side 29
BLÓÐÞYNNING SKAMMTAR OG STJÓRNUN ÞEIRRA. Verkun heparíns á storkukerfið fæst strax eftir gjöf þess í æð en er síðkomnari sé það gefið undir húð en þá næst hámarksverkun eftir u.þ.b. 3 klst. og endist í 12 klst. eða lengur. Helm- ingunartími heparíns er skammtaháður. Eftir gjöf 5000 ein. af óbrotnu heparíni í æð er meðal- helmingunartími um 60 mínútur en þó mjög mismunandi milli einstaklinga og fer einnig eftir sjúkdómsástandi, t.d. losa sjúklingar með lungnablóðrek sig hraðar við heparín úr blóðrásinni. Vegna hættu á staðbundnum blæðingum er óæskilegt að gefa heparín í vöðva. Þegar heparín er gefið vegna blóðsega t.d. í djúpvenusega þá er best að gefa það í sídreypi en sé það gefið í endurteknum bólusum þá snarhækkar tíðni aukaverkana. Best er að stjórna gjöf heparíns með mælingu á „activated prothrombin time“ (APTT) en sú mæling metur áverkan heparíns á storkukerfið þ.e. á thrombín, Xa, og IXa. Það hefur sýnt sig að nái APTT að hækka í sem nemur >1.5 x upphafs-APTT (sem mælt er við upphaf meðferðar) innan 1 -2 daga frá byrjun, þá er lítil hætta á því að djúpvenusegar eða lungnablóðrek endurtaki sig. Það þarf venjulega að gefa um 33.000 ein. af heparíni á sólarhring til að ná APTT upp í u.þ.b. 1.5 x upphafsgiidi sé það gefið í æð en um 35.000 ein./sólarhring sé það gefið undir húð tvisvar á dag. U.þ.b. 25% sjúklinga þurfa meira en 35.000 ein./sólarhr. í sídreypi og einstaka sjúklingur þarf meira en 45.000 ein. á sólarhring. Sé lyfið gefið undir húð þá nást sambærileg áhrif og við gjöf í æð séu nægilega stórir skammtar notaðir. Gjöf undir húð er því oft hentug hjá vissum hópi sjúklinga og getur stytt legutíma þeirra verulega. Samkvæmt nýlegum rann- sóknum þá gæti verið betra að skammta heparín í samræmi við þyngd sjúklings50. Það virðist bæði flýta því og tryggja betur að sjúklingar fái tilætlaða blóðþynningu. Með þetta i huga eru lesendur hvattir til að kynna sér leiðbeiningar þess efnis og er þá sérstaklega bent á „Leið- beiningar um fulla blóðþynningu með óbrotnu heparíni fyrir lækna Landspítalans“ sem rannsóknastofa Landspítalans í blóðmeinafræði gafút í nóvember 1994. Áður en heparín er gefið skal mæla APTT, PT, blóðhag og telja blóðflögur. Heparín má ekki gefa í dreypi með öðrum lyfjum. AUKAVERKANIR HEPARÍNS. 1. Blœðinear.Ýmsir þættir hafa áhrif á blæðingar af völdum heparíns og má þar nefna skammtastærð, svar sjúklings við heparíni (metið með APTT), aðferð við gjöf (varast endurtekna bólusa) og þættir tengdir sjúklingi sjálfum t.d. undirliggjandi sjúkdómar. Einnig má nefna þætti eins og mikla áfengisneyslu, blóðflögufæð, segaleysandi ástand (t.d. eftirgjöf streptókínasa) og aðra blæðingarsjúkdóma. Aspirín eykur á blæðingarhættu en það er ekki mikil aukning séu notaðir venjulegir skammtar heparíns og ætti því óhikað að nota þessi lyf saman þar sem það á við t.d. í óstöðugri hjartaöng. Skv. einni rannsókn var hætta á meiriháttar blæðingum vegna heparínmeðferðar um 0,8% á hvern dag meðferðarinnar39. 2. Blóðflögufæð4'15'68. Algengi þessarar auka- verkunar er ekki með öllu ljóst en líklegt er að það sé á bilinu 1-3%. Þessari aukaverkun hefur einnig verið lýst eftir notkun léttheparína þó það sé sennilega fátíðara en af völdum óbrotins heparíns63. Vegna þessarar aukaverkunar er rétt að mæla blóðflögur (blóðhag) við upphaf meðferðar, næstu 3 daga og svo á þriggja daga fresti. Þessari blóðflögufæð má skipta í 2 gerðir. Gerð 1. Líklegt er að heparín valdi kekkjun blóðflaga in vivo sem leiðir til þess að kekkirnir eru hreinsaðir út í milta og/eða af átfrumum i reticuloendothelial kerfinu. Þetta er venjulega frekar væg blóðflögufæð sem á sér stað á fyrstu LÆKNANEMINN 2. tbl. 1995 48. árg. 23
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.