Læknaneminn - 01.10.1995, Side 33

Læknaneminn - 01.10.1995, Side 33
BLÓÐÞYNNING getur lengt APTT og því eru þær mælingar óhentugar til að meta árangur hinnar upphefjandi meðferðar. FRÁBENDINGAR FYRIR NOTKUN HEPARÍNS. Frábendingar fyrir notkun heparíns má flokka í algjörar og afstæðar. AIgiörar. Ef mjög mikil hætta á alvarlegum blæðingum er til staðar t.d. blæðandi sár í meltingarfærum. Svæsnir blæðingarsjúkdómar s.s. mikil dreyrasýki. Slæmur, ómeðhöndlaður háþrýstingur. Nýleg blæðing innan höfuðkúpu. Afstceðar. Séu ekki til staðar algjörar frábendingar þarf að meta vægi frábendinga og ábendinga þ.e. hvort réttlætanlegt sé að nota heparín. Til afstæðra frábendinga má t.d. telja nýlega skurðaðgerð, skerðingu á starfi lifrar eða nýrna eða fyrri ofnæmissvörun. LÉTTHEPARÍN753 66. Sem fyrr sagði þá er heparín samsett úr misstórum sameindum og er verkan þess á thrombín sérstaklega háð sameindastærðinni sem þarf að vera nægileg til að heparín-thrombín- ATIII-komplex geti myndast. Sameindaþungi léttheparíns er ekki nægilegur til að þetta geti átt sér stað og fæst blóðþynnandi verkunin því að mestu fram með áhrifúm á storkuþátt Xa. Vegna þess hve lítil áhrif léttheparín hafa á thrombín (og þar af leiðandi blóðflögur), verða litlar breytingar á APTT og blæðitíma við notkun á þeim. Því er ekki hægt að nota APTT við mat á þynningunni. Léttheparín eru nokkuð mismunandi að eiginleikum hvað varðar m.a. sameindaþunga, virkni og skammtastærð og verður því að fara eftir leiðbeiningum frá framleiðanda við notkun þeirra. Aðalkostir þeirra eru m.a. lítil áhrif á blóðflögur (hafa sennilega lægri tíðni blæðinga sem fylgikvilla), langur helmingunartími (þarf einungis að gefa einu sinni á dag í sumum tilfellum) og að ekki þarf að fylgjast sérstaklega með storkuprófum við notkun þeirra. Auk þess þolast þau mun betur en óbrotið heparín. Hámarksblóðþéttni næst innan 2-3 klst. og helmingunartími er um 4 klst. Aðgengi (bio- availability) er um 90% (um 20% hjá heparíni) þegar lyfið er gefið undir húð. Ekkert sértækt mótefni er til gagnvart verkun þeirra þó að prótamínsúlfat hafi verið notað með árangri. Virkni léttheparína sem segavörn er ótvíræð og er að minnsta kosti jafngóð og væri lágskammta heparín notað. Það er jafnvel virkari vörn eftir bæklunarskurðaðgerðir7. Léttheparín hafa verið notuð með góðum árangri í blöndum með díhýdróergótamíni sem segavörn hjá sjúk- lingum í mikilli hættu á djúpvenusegum. Einnig hafa léttheparín verið notuð með góðum árangri í meðferð djúpvenusega jafnvel þó þeir liggi nærlægt (proximalt)49, og virðast þar jafngóð, ef ekki betri en heparín, sérstaklega ef með- ferðarlengdin er meiri en vika.Taka ber fram að ekki eru notaðir sömu skammtar í fyrirbyggjandi meðferð eins og í meðferð á djúpvenusegum. Sumar rannsóknir á léttheparínum benda til þess að þau hafi einhverja segaleysandi verkun og það hefur verið sýnt fram á minnkun blóðsega í djúpum bláæðum eftir meðferð með þeim42, sértaklega hafi meðferðarlengd verið meiri en vika. Vegna þess hve fljótt er skipt yfir í p.o. meðferð þá nýtist þessi eiginleiki ekki sem skyldi. I nýlegri rannsókn voru niðurstöður 16 saman-burðarrannsókna á virkni léttheparína og óbrotins heparíns í meðferð á djúpvenusegum teknar saman42. Þar kom fram tilhneiging til lækkunar á dánartíðni og endurteknum sega- myndunum/blóðreki væru léttheparín notuð. Einnig reyndust þau vera öruggari í notkun ef litið var á tíðni aukaverkana. Þetta var þó ekki tölfræðilega marktækt en ætti að hvetja til frekari rannsókna. Nýleg rannsókn bendir þó til þess að heparínorsökuð blóðflögufæð ásamt segamynd- unum sé óalgengari séu léttheparín notuð í stað óbrotins heparíns63. Samantekið eru léttheparín því mun þægilegri í notkun og þurfa ekki sérstakra storkuprófa við. LÆKNANEMINN 2. tbl. 1995 48. árg. 25
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.