Læknaneminn - 01.10.1995, Page 40

Læknaneminn - 01.10.1995, Page 40
BLOÐÞYNNING ekki og sé um langvinnt ástand að ræða. Ástæða þessa er hin aukna tíðni heilablóðfalla hjá þessum sjúklingum séu þeir ekki blóðþynntir. Sjúklinga með gáttatif án undirliggjandi sjúk- dórns (lone atrial fibrillation) er þó ekki rétt- lætanlegt að blóðþynna (sjá nánar í grein um gáttatif í þessu blaði). Mikið hefur verið rann- sakað hvort nota eigi aspirín eða warfarín og virðist best að meta hvern sjúkling með tilliti til áhættuþátta. Yngri sjúklingar (< 75 ára) án klínískra áhættuþátta og án rnerkja um segalind í hjarta (metið með vélindaómun af hjarta) ættu að fá aspirín en aðrir sjúklingar þ.e. þeir sem eru eldri en 75 ára, með fyrri sögu um blóðþurrð í heila, sögu um segamyndun í slagæðum, hjartabilun, sykursýki eða háþrýsting, ættu að fá warfarín að áliti höfunda nýlegrar greinar45. Hafi sjúklingur gáttatif og nýleg einkenni blóðþurrðar í heila þá virðist hentugt að stefna á INR 3.0 og varast að fara undir 2.0 og yfir 5.0 60. Oft er rafvendingu beitt á sjúklinga með gáttatif og hafi takttruflunin staðið lengur en 2 daga þá er mælt með blóðþynningu í 3 vikur áður og í 4 vikur eftir að rafvendingin á sér stað. Hugsanlegt er að hægt sé að sieppa blóð- þynningunni fyrir rafvendinguna en framkvæma þess í stað vélindaónrun til að greina sega sem í gáttunum kunna að sitja, en of snemrnt er að segja til um gildi þessarar rannsóknar enn sem komið er. Hinsvegar þarf liklega alltaf að blóð- þynna um nokkurra vikna skeið eftir rafvend- inguna38. HJARTALOKUSJÚKDÓMAR. Míturlokusiúkdómur vegna gigtsóttar ('febris rheumatica). Þessir lokusjúkdómar eru sjald- gæfir hérlendis og er mælt með warfaríni sem blóðþynningu í þessum tilfellum, jafnvel einning með aspiríni. Osœðarlokusiúkdómar. Ekki þarf að blóð- þynna nema einnig sé til staðar míturloku- sjúkdómur, gáttatif eða saga um segarek. Míturloku ..prolaps". Þynna með aspiríni ef saga um TIA af óþekktri orsök. Ef segarek er staðfest eða sjúklingur með gáttatif þá nota warfarin. Kölkun í míturloku. Svipað og míturloku „prolaps“. Hiartaþelsbólga vegna sýkla. Ekki að þynna nema sjúklingur sé með mekaníska gerviloku. Einnig getur verið ástæða til að stöðva blóðþynningu um tíma sé um virka hjarta- þelsbólgu að ræða hjá sjúklingi á blóðþynningu. GERVILOKUR. ..Mekaniskar “ gervilokui: Þessa sjúklinga á undantekningarlítið að þynna og er rnælt með því að stefna á INR 3.0-4.0. og varast gildi lægri en 2.5 og hærri en 4.9. 13. Ef segarek á sér stað þrátt fyrir meðferð með warfaríni þá má bæta við aspiríni (100-150 mg/d) eða dípýrídamóli (Persantin® 400 mg/d). Lífrænar lokur. Þynna í 3 mánuði eftir aðgerð sé lokan í stað mítur- eða aortaloku, en lengur ef sjúklingur er með gáttatif, sega í vinstri gátt eða sögu urn segarek. KRANSÆÐASJÚKDÓMAR. Brátt hiartadrep. Fái sjúklingur ekki sega- leysandi meðferð er mælt með blóðþynningu með heparíni hjá sjúklingum í áhættuhópi fyrir segarek. Slíkir sjúklingar eru m.a. nreð verulega skerðingu á starfi vinstri slegils, hjartabilun, sögu um segarek, merki um sega samkvæmt hjartaómun og gáttatif. Sérstaklega gildir þetta um sjúklinga með framveggsdrep og þá er oft skipt yfir í warfarín sem haldið er áfram í 3 mánuði (INR 2.0-3.0). I ofangreindum tilvikum má nota áðurnefndar vinnureglur fyrir meðferð djúpvenusega og skal stefna á APTT senr er 1.5- 2.5 x upphafsgildi. Einnig er mælt með því að gefa rúmföstum sjúklingum með hjartadrep blóðþynningu uns þeir komast á fætur á ný og skal þá farið eftir fyrrnefndum meðferðar- leiðbeiningum varðandi fyrirbyggjandi meðferð. Fái sjúklingur hinsvegar segaleysandi með- ferð skal farið eftir ofangreindum leiðbeiningum 32 LÆKNANEMINN 2. tbl. 1995 48. árg.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.