Læknaneminn - 01.10.1995, Page 43

Læknaneminn - 01.10.1995, Page 43
BLÓÐÞYNNING hvað varðar ástand sjúklinga. Sjúklingar sem fengið hafa meðferð með tPA hafa greinilega gagn af heparíni sem viðbótar-meðferð en óvíst er um gagnsemi heparíns sé það gefið ásamt streptókínasa nema ef um er að ræða stórt framveggsdrep. Á Borgarspítalanum hefur sú leið þó verið valin að gefa flestum sjúklingum heparín sem fá segaleysandi meðferð hamli frábendingar ekki. Sumir takmarka þó heparín- meðferðina meira og beita henni fyrst og fremst á þá hjartadrepssjúklinga sem fengið hafa fram- veggsdrep og vegna þess þurft streptókínasa. Eindregið er mælst til þess að allir sjúklingar með hjartadrep fái aspirín (150-300 mg) um leið og grunur um hjartadrep hefur vaknað. Eftir þetta ættu þessir sjúklingar að taka 75-150 mg aspiríns daglega það sem eftir er ævinnar. Fari sjúklingur einnig á heparín er óhætt að gefa aspirín ásamt því, en sennilega er rétt að bíða með aspirín- meðferð hjá sjúklingum sem taka warfarín uns þeir hafa lokið þeirri meðferð. Mælt er með warfarínmeðferð í urn það bil 3 mánuði ef hætta á segareki er aukin t.d. skerðing á starfi vinstri slegils, fyrra segarek eða staðfestur segi í hjarta. Sjúklingar með gáttatif ættu þó að fara á ævilanga meðferð. Verið er að meta gagnsemi thrombín anta- gonista og GPIIb/IIIa antagonista í meðferð á bráðu hjartadrepi og lofa þeir góðu í vissum tilfellum og er bent á nýlega grein um þátt blóðþynnandi lyfja undir þessum kringum- stæðum26. Hvikul hiartciöng12'44. Aspirín á að gefa öllum sjúklingum sem grunaðir eru um þetta ástand og þeim sjúklingum sem eru á sjúkrahúsi á einnig að gefa heparín þannig að stefnt sé á APTT 1.5- 2.5 x upphafsgildi. Þessu á að halda áfram uns verkir eru horfnir. Athyglisvert er að í nýlegri rannsókn þá virtist léttheparín ásamt aspiríni vera virkara en óbrotið heparín ásamt aspiríni í meðferð hvikullar hjartaangar24. Þetta kallar þó á frekari rannsóknir áður en hægt er að mæla með þessari meðferð. Hérlendis er nú verið að rannsaka gagnsemi GPIIb/IIIa antagonistans lamifíbans í tjölþjóða- rannsókninni PARAGON. Líklegt er að slík lyf ásamt thrombin antagonistum muni í framtíðinni setja svip sinn á meðferð þessa sjúkdóms. Hiartaöng. Sjúklingar með hjartaöng sem ekki er óstöðug, með einkennalausa blóðþurrð í hjartavöðva og einkennalausir einstaklingar eldri en 50 ára ættu að taka aspirín daglega (75-150 mg). Gagnsemi aspirínmeðferðar hjá síðast- nefnda hópnum er þó umdeild2. Kransœðahiáveita ÍCABG). Þessum sjúk- lingum er ráðlagt að taka aspirín að aðgerð lokinni og halda því áfram ævilangt. Þoli sjúklingur ekki aspirín er mælt með ticlopídíni (250 mg x 2). Víkkun kransæða með „blásnineu" ÍPTCA). Aspirín ber að gefa sólarhring áður en aðgerðin er framkvæmd og skal sjálf aðgerðin framkvæmd í heparín blóðþynntum sjúklingi. Heparíngjöf er venjulega hætt um 2-4 klst. eftir vel heppnaða aðgerð en blóðþynning með því skal vara lengur (í 16-24 klst.) hafi sjúklingur ijölæðasjúkdóm, hvikula hjartaöng, slæma þrengingu á kransæð eða ef árangur aðgerðar er ófullkominn. Miklar rannsóknir fara nú fram á notagildi annarra blóðþynnandi lyfja við þessa aðgerð og má þar nefna thrombín antagonista (t.d. hirudin55 og hirulog10), ancrod og GPIIb/lIIa antagonista og lofa sumar þeirra góðu. Nýlega voru nýjungar í blóðþynnandi með- ferð á kransæðasjúkdómum tíundaðar í góðri yfirlitsgrein51 sem mælt er með til frekari lesningar. SJÚKDÓMAR EÐA AÐGERÐIR Á ÆÐUM. Sjúklingar með sjúkdóma í æðum útlima eða þeir sem farið hafa í hjáveituaðgerðir eða aðrar viðlíka aðgerðir ættu að taka aspirín því að þessir sjúklingar eru oftast með útbreidda æðakölkun og því í verulegri hættu á alvarlegum æðaáfollum þ.e. hjartadrepi og heilablóðfalli. LÆK.NANEMINN 2. tbl. 1995 48. árg. 33
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.