Læknaneminn - 01.10.1995, Page 43
BLÓÐÞYNNING
hvað varðar ástand sjúklinga. Sjúklingar sem
fengið hafa meðferð með tPA hafa greinilega
gagn af heparíni sem viðbótar-meðferð en óvíst
er um gagnsemi heparíns sé það gefið ásamt
streptókínasa nema ef um er að ræða stórt
framveggsdrep. Á Borgarspítalanum hefur sú
leið þó verið valin að gefa flestum sjúklingum
heparín sem fá segaleysandi meðferð hamli
frábendingar ekki. Sumir takmarka þó heparín-
meðferðina meira og beita henni fyrst og fremst á
þá hjartadrepssjúklinga sem fengið hafa fram-
veggsdrep og vegna þess þurft streptókínasa.
Eindregið er mælst til þess að allir sjúklingar
með hjartadrep fái aspirín (150-300 mg) um leið
og grunur um hjartadrep hefur vaknað. Eftir þetta
ættu þessir sjúklingar að taka 75-150 mg aspiríns
daglega það sem eftir er ævinnar. Fari sjúklingur
einnig á heparín er óhætt að gefa aspirín ásamt
því, en sennilega er rétt að bíða með aspirín-
meðferð hjá sjúklingum sem taka warfarín uns
þeir hafa lokið þeirri meðferð.
Mælt er með warfarínmeðferð í urn það bil 3
mánuði ef hætta á segareki er aukin t.d. skerðing
á starfi vinstri slegils, fyrra segarek eða
staðfestur segi í hjarta. Sjúklingar með gáttatif
ættu þó að fara á ævilanga meðferð.
Verið er að meta gagnsemi thrombín anta-
gonista og GPIIb/IIIa antagonista í meðferð á
bráðu hjartadrepi og lofa þeir góðu í vissum
tilfellum og er bent á nýlega grein um þátt
blóðþynnandi lyfja undir þessum kringum-
stæðum26.
Hvikul hiartciöng12'44. Aspirín á að gefa öllum
sjúklingum sem grunaðir eru um þetta ástand og
þeim sjúklingum sem eru á sjúkrahúsi á einnig
að gefa heparín þannig að stefnt sé á APTT 1.5-
2.5 x upphafsgildi. Þessu á að halda áfram uns
verkir eru horfnir.
Athyglisvert er að í nýlegri rannsókn þá virtist
léttheparín ásamt aspiríni vera virkara en óbrotið
heparín ásamt aspiríni í meðferð hvikullar
hjartaangar24. Þetta kallar þó á frekari rannsóknir
áður en hægt er að mæla með þessari meðferð.
Hérlendis er nú verið að rannsaka gagnsemi
GPIIb/IIIa antagonistans lamifíbans í tjölþjóða-
rannsókninni PARAGON. Líklegt er að slík lyf
ásamt thrombin antagonistum muni í framtíðinni
setja svip sinn á meðferð þessa sjúkdóms.
Hiartaöng. Sjúklingar með hjartaöng sem
ekki er óstöðug, með einkennalausa blóðþurrð í
hjartavöðva og einkennalausir einstaklingar eldri
en 50 ára ættu að taka aspirín daglega (75-150
mg). Gagnsemi aspirínmeðferðar hjá síðast-
nefnda hópnum er þó umdeild2.
Kransœðahiáveita ÍCABG). Þessum sjúk-
lingum er ráðlagt að taka aspirín að aðgerð
lokinni og halda því áfram ævilangt. Þoli
sjúklingur ekki aspirín er mælt með ticlopídíni
(250 mg x 2).
Víkkun kransæða með „blásnineu" ÍPTCA).
Aspirín ber að gefa sólarhring áður en aðgerðin
er framkvæmd og skal sjálf aðgerðin framkvæmd
í heparín blóðþynntum sjúklingi. Heparíngjöf er
venjulega hætt um 2-4 klst. eftir vel heppnaða
aðgerð en blóðþynning með því skal vara lengur
(í 16-24 klst.) hafi sjúklingur ijölæðasjúkdóm,
hvikula hjartaöng, slæma þrengingu á kransæð
eða ef árangur aðgerðar er ófullkominn. Miklar
rannsóknir fara nú fram á notagildi annarra
blóðþynnandi lyfja við þessa aðgerð og má þar
nefna thrombín antagonista (t.d. hirudin55 og
hirulog10), ancrod og GPIIb/lIIa antagonista og
lofa sumar þeirra góðu.
Nýlega voru nýjungar í blóðþynnandi með-
ferð á kransæðasjúkdómum tíundaðar í góðri
yfirlitsgrein51 sem mælt er með til frekari
lesningar.
SJÚKDÓMAR EÐA AÐGERÐIR
Á ÆÐUM.
Sjúklingar með sjúkdóma í æðum útlima eða
þeir sem farið hafa í hjáveituaðgerðir eða aðrar
viðlíka aðgerðir ættu að taka aspirín því að þessir
sjúklingar eru oftast með útbreidda æðakölkun
og því í verulegri hættu á alvarlegum æðaáfollum
þ.e. hjartadrepi og heilablóðfalli.
LÆK.NANEMINN 2. tbl. 1995 48. árg.
33