Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1995, Page 54

Læknaneminn - 01.10.1995, Page 54
BÓLGUHNÚÐAR Árið 1992 leitaði sjúklingur til munnhols- sérfræðings sem ráðlagði hydrócortisón munn- skol sem verkaði mjög vel og hurfu sár á nokkrum dögum og höfuðverkurinn einnig. Munnskol notaði sjúklingur fram til nóvember 1994 og hafa sár ekki komið eftir það. Haustið 1994 varð sjúklingur úthaldsminni og fann fyrir verk í hægri síðu sem kom frekar seinni part dags, var staðbundinn og breyttist ekki við hreyfingu. Hætti verkur að koma um miðjan desember 1994. Upp úr þessu fékk sjúk- lingur kvefeinkenni og reyndist hafa skútabólgu en hrein lungu. Einkennin gengu niður á íjórum vikum með hjálp amoxicillíns og beclómetasón nefúða. Sjúklingi líður nú ágætlega en lifrarpróf eru brenglaðri en áður (tafla 1) og leggst sjúklingur nú inn til sýnistöku úr lifur. ANNAÐ í HEILSUFARSSÖGU. Húö: Var ljósnæm sem barn, fékk útbrot á framhandleggi og á vanga ef sól skein á húð. Stoðkerfi: Tekið eftir stirðleika í fingur- liðum. Utan þess sem fram kemur í sjúkrasögu er ekki saga um sjúkdóma í hjarta, lungum, melt- ingarfærum, þvagfærum, kynfærum, innkirtlum eða taugakerfi. Notar engin lyf að staðaldri. Hætti að reykja 1988 eftir 10 pakkaár. í ætt er ekki saga um gigtsjúkdóm, krabbamein eða berkla. Ekki er saga um ferðalög utan Evrópu fyrir byrjun sjúk- dómseinkenna. Köttur var á heimilinu á árum áður. Skoöun: Eðlilegt holdafar. Húð fremur föl og slímhúðir eðlilegar, áberandi bláæðateikning á brjóstum og bringubeini. Lítill eitill, mjúkur og hreyfanlegur, þreifast á hálsi ofantil framan við m. sternocleidomastoideus hægra megin, ekki eitlastækkanir í holhöndum eða nárum. 2° slagbils (systoliskt) óhljóð við vinstri brún bringubeins án leiðni. Skoðun annars ómarkverð. Þær rannsóknarniðurstöður sem fengist hafa í gegnum tíðina eru birtar í töflu 2. Grófnálarsýni frá lifur var sent til vefja- rannsóknar. I sýninu kom fram að mestu eðlileg uppbygging lifrarvefs, en talsvert sást af litlum en vel formuðum bólguhnúðum, bæði á portal svæðum og í starfsvef (parenchyma) lifrar (myndir 2 og 3). Bólguhnúðarnir voru upp- byggðir úr þekjulíkum átfrumum með einstaka risafrumum en ekki drepi. Stöku eitilfrumur voru til staðar í tengslum við bólguhnúðana en annars ekki áberandi bólga í vefnum eða bandvefsmyndun. Sérlitanir fyrir sveppum og sýruföstum stöfum voru neikvæðar. Áberandi voru átfrumur, með froðukenndu ríkulegu frymi, á portal svæðum og einnig nokkuð í starfsvef (mynd 4). Lípófúscín efni sást í þeim og einnig í nokkrum mæli í bólguhnúðunum. Ekki greindust veiruinnlyksur í vefnum. I samanburði við lifrarsýni frá 1983 reyndist um svipað vefjaútlit að ræða, en þó var langvinn bólgu- frumuíferð meira áberandi í sýninu frá 1983. 1 heild reyndist ekki unnt að tiltaka sérhæfða orsök fyrir vefjaútliti lifrarinnar en þó var útlitið helst talið líkjast því sem lýst er í sjúkdómnum „chronic granulomatous disease (of child- hood)“. UMRÆÐA. Þegar við tökum ofangreint sjúkratilfelli til umfjöllunar gerum við okkur grein fyrir því að sjúkrasagan tekur yfir tólf ár ogákveðin greining hefur ekki fengist þrátt fyrir ítarlegar rannsóknir margra ára. Við munum því fara vel yfir þær mismunagreiningar sem til greina koma og vonumst til að læra af sjúkratilfelli þessu, sem og að komast að niðurstöðu sem kemur sjúklingnum sjálfum til góða. Að finna bólguhnúða í lifur er mjög ósértækur fundur því orsakir geta verið rnargar. Sjaldnast hafa bóiguhnúðar í lifur mikla þýðingu klínískt því óalgengt er að þeir skemmi lifrina það mikið að starfsemi hennar verði skert. Hins vegar getur fundur bólguhnúða í lifur verið mjög mikilvæg vísbending þess að um ákveðinn 44 LÆKNANEMINN 2. tbl. 1995 48. árg.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.