Læknaneminn - 01.10.1995, Blaðsíða 57
BÓLGUHNÚÐAR
Langvinnar eitlabólgur á hálsi og fistilmynd-
un eru vel þekktar í tengslum við berlcla og heitir
scrofula. Eru þær algengastar í eitlum á hálsi.
Algeng orsök scrofula í börnum eru M. scro-
fiulaceum og M. intracellulare.
Bólguhnúðar í lifur sjást í einungis fáum
þeirra sem hafa lungnaberkla, en í nær öllum
tilfellum við útbreidda (miliary) berkla en í 3/4
einstaklinga með berkla utan lungna. Mjög
misjafnt er hversu lifrarpróf brenglast mikið en
venjulegast er einungis um væga hækkun að
ræða á alkalískum fosfatasa (ALP), aspartate
transamínasa (ASAT) og gammaglutamyla
transpeptíðasa (GGT).
Það að sjúklingur hafi verið útsettur fyrir
hinni óvenjulegu (atypisku) berklabakteríu M.
szulgai leiðir hugann að því hvort hún er
hugsanlegur meinvaldur. Þessi baktería er mun
sjaldgæfari en M. tuberculosis, þó hefur þessi
baktería ræktast nokkrum sinnum hér á landi.
Sjúkdómsgangur þeirra er sýkjast af M. szulgai
er svipaður þeim sem gerist með M. tuberculosis,
þ.e. flestir hafa lungnasjúkdóm.
Þekktir eru bólguhnúðar í lifur við notkun
berkla bóluefnisins bacille Calmette-Guérin
(BCG).
Þó holdsveiki sé ekki á þeim lista sem birtist í
töflu 3, er þess virði að hugsa um hana. Síðasti
sjúklingurinn setn hafði holdsveiki á íslandi lést
árið 1979 en hafði greinst með sýkinguna á yngri
árum og því líklegast fengið endurvakningu á
holdsveiki skömrnu fyrir andlátið. A hverju ári
flytjast til landsins einstaklingar frá landlægum
svæðum svo sem Indlandi eða Mexíkó. Einnig er
algengt að íslendingar ferðist um þessi svæði.
Orsakavaldurinn er Mycobacterium leprae og
smitast með snertismiti. Meðgöngutími er 3-5 ár
og eru til tvö form holdsveikinnar; „lepro-matous
leprosy“ sem veldur útbreiddari sjúkdóm en hitt
formið „tuberculous leprosy". Sýkingin verður
helst á yfirborði líkamans, í húð og taugum er
liggja grunnt, einkennandi staðir eru n.peronealis
eða n. ulnaris og framhluti augans. Fyrstu ein-
kennin eru litlausir húðblettir og þreifanlega
stækkaðar taugar. Þessi ákoma á taugarnar veldur
minnkuðu skyni og vöðvarýrnun, sérstaklega í
höndum, sem síðan skaddast af völdum áverka
og síðkominna sýkinga með tilheyrandi fingur-,
útlimamissi eða blindu, ef réttrar meðferðar
verður ekki komið við.
Sjaldgæfari orsök bólguhnúða í lifur af
völdum baktería eru Salmonellosis sem algeng-
ast er að komi fram senr bráður niðurgangur,
blóðsýking, ígerð, heilahinmubólga, bein- eða
liðsýking, hjartaþelsbólga eða sem einkennalaus
sýking. Smitast fólk við að borða sýktan mat svo
sem egg eða mjólk.
Listeria monocytogenes er gram jákvæð
stafbaktería og orsakar listeriósis. Listeriósis er
sjaldgæf sýking. Nýgengi á íslandi er
0.83/100.000/ári. Hún er algengust í nýburum og
eldri einstaklingum og birtist oftast sem
heilahimnubólga (3/4 greindra tilfella), en einnig
sem hjartaþelsbólga, augn-, húð- og lífhimnu-
sýking ásamt ígerðar myndun. Bólguhnúðar
greinast einna helst í sjúkdómsformi nýbura sem
sýkjast á meðgöngu, „granulomatosis infanti-
septica“.
Óvíst er hvort kattarklórssjúkdómur hafi
greinst á Islandi. Orsakavaldur er stafbakterían,
Bartonella henselae og eru sjúkdómseinkenni
sýking í húð á kattarklórsstað, svæðisbundnar
eitlastækkanir og mismunandi almenn einkenni
svo sem hiti og slappleiki. Yfir 90% smitaðra eru
undir 18 ára aldri.
Sveppir geta valdið bólguhnúðum í lifur, en
vegna veðurfars og landfræðilegra skilyrða eru
ýmsar sveppasýkingar ekki eins algengar á
Islandi og í heitari löndum.
Cryptócoccósis er af völdum Cryptococcus
neofiormans, sem talinn er smitast með öndunar-
færasmiti. Hann getur valdið sýkingu í lungum
sem takmarkar sig venjulegast sjálf og eru
sjúklingar oftast einkennalausir en einnig getur
sveppurinn dreifst víðar um líkamann. Algengast
er að sjúklingar fái heila- eða heilahimnubólgu
sem við þekkjum best í tengslum við alnæmis-
sjúklinga en um 3/4 allra sem sýkjast af
LÆKNANEMINN 2. tbl. 1995 48. árg.
47