Læknaneminn - 01.10.1995, Page 71

Læknaneminn - 01.10.1995, Page 71
LÆKNISFRÆÐI- RAUNGREIN EÐA HÚMANÍK? Elsa B. Valsdóttir Fyrir nær tuttugu árum skrifaði Björn Björnsson, þáverandi prófessor, grein í Lækna- nemann er hét „Siðfræði og störf heilbrigis- stétta“. Bjöm benti þar á ýmsa snertifleti siðfræði og læknisfræði og mikilvægi þess að hafin yrði kennsla í læknisfræðilegri siðfræði í læknadeild. Þótt síðan hafi umræða um læknisfræði og siðfræði aukist meðal heilbrigðisstétta og sú umræða eflaust haft áhrif á vinnubrögð og hugsunarhátt þeirra sem umgangast sjúka, hefur þeirra áhrifa lítt gætt í kennsluháttum deildar- innar. Af þeim tæplega 2000 fyrirlestrum, 1600 verklegu tímum auk verklegs náms í lyf- og handlæknisfræðum sem stúdentum í læknadeild er ætlað að sækja, eru einungis 4 fyrirlestrar helgaðir siðfræði og siðfræðilegum vandamálum. A sama tíma eru 510 tímar í eðils- og efnafræði og 193 tímar í lyljafræði. Án þess að verið sé að gera lítið úr mikilvægi þessarra greina hljóta þessar tölur að vekja ýnrsar spurningar. Læknar, líkt og annað heilbrigðisstarfsfólk, standa daglega frammi fyrir ýmsum siðfræði- legum álitaefnum. Á alltaf að segja sjúklingnum sannleikann um það sem amar að? Á að segja aðstandendum sjúklings hvað amar að ef sjúklingur biður mann að gera það ekki? Á læknir að gefa lögreglu upplýsingar um refsivert athæfi sem hann uppgötvar í starfi sínu? Á alltaf að veita alla þá meðferð sem völ er á eða er í einhverjum tilfellum réttlætanlegt að takmarka meðferð? Á alltaf að endurlífga alla sem fara í hjarta- eða öndunarstopp? Eru fóstureyðingar Höfundur er læknanemi við Háskóla íslands læknisaðgerð eða morð? Leyfist lækni að deyða sjúkling sem æskir þess sjálfur? Á kostnaður að ráða einhverju um hvaða meðferð er veitt og þá hverjum? Svona mætti halda lengi áfram, en ljóst er að til þess að takast á við þessi og önnur vandamál þarf viðkomandi að byggja á sterkum, siðfræðilegum grunni. Umræðan um siðfræði og læknisfræði er alltaf að aukast hér á landi. Það sást t.d. á ráðstefnu Siðfræðiráðs Læknafélags íslands í mars 1994. Sex þeirra erinda sem þar voru flutt voru birt í Læknablaðinu í janúar 1995 og ijalla þau um meðferð, ákvarðanatöku, líknarmeðferð og fleira. Læknanemar eru heldur ekki með öllu áhugalausir um siðfræði, því í niðurstöðu kennslumálaráðstefnu F.L. 1995 segir: „Kennsla í siðfræði mætti vera meiri og praktískari. Vilji er fyrir því að fá Vilhjálm Árnason heimspeking til að kenna siðfræðina. Hentugt fyrirkomulag væri að hann héldi nokkra fyrirlestra á 2. ári en tæki svo tilfelli þar sem um væri að ræða siðferðileg vandmál seinna í náminu (4.-6. ári) í minni hópum.“ Hvar stendur þá hnífurinn í kúnni? Ef almennur áhugi er á siðfræði og læknanemar óska eftir að henni verði bætt inn í námsefnið, af hverju hefur þá lítið sem ekkert breyst í þessum málum frá tímum Björns Bjarnasonar? Er staðreyndin kannski sú, að tæknihyggjan sem ráðið hefur ríkjum í læknisfræðilegri hugsun undanfarna áratugi sé svo rótgróin í læknadeild Háskóla íslands að þar sé ekkert svigrúm fyrir ferska vinda? Er það virkilega viðhorf ráðamanna deildarinnar til læknisfræðinnar að LÆKNANEMINN 2. tbl. 1995 48. árg. 61
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.