Læknaneminn - 01.10.1995, Page 82

Læknaneminn - 01.10.1995, Page 82
DANIEL A. DANIELSSON OG LJÓÐAÞÝÐINGAR HANS Þórarinn Hjartarson Daníel Á. Daníelsson læknir á Dalvík lést 22. nóvember síðastliðinn. Hann átti að baki langan og giftudijúgan stafsdag sem héraðslæknir, en áður lauk var hann þó þekktari fyrir ritstörf sín, nánar tiltekið ljóðaþýðingar. Að beiðni Lœknanemans geri ég hér örlitla samantekt um ævi hans og ljóðasmíðar. Hann fæddist að Hóli í Mosvallahreppi í Önundarfirði en fluttist 11 ára að Suðureyri í Súgandafírði. Sjómannsíjölskylda, faðirinn sjómaður og smiður, og bræður Daníels þrír allir sjómenn og sjálfur stundaði hann sjóinn allnokkuð á unglingsárum. Eldri bræðumir tveir dmkknuðu ungir. En Daníel braut sér aðra leið, gegnum menntun. Hann hélt tvítugur að aldri í Samvinnuskólann í Reykjavík undir stjóm Jónasar Jónssonar, tvo vetur, 1922-24. Síðan dvaldi hann í Bandaríkjunum 1925-30, íyrst við menntaskólanám og tók svo fyrstu áfanga í læknisfræði. Hann vann algjörlega fyrir sér meðffam náminu, en árið 1930 var það orðið ómögulegt fyrir kreppu og hann hrökklaðist heim vegna íjárskoits. Fra 1930 nam hann við læknadeild Háskóla Islands og lauk prófi 1935. Hann kostaði sig til námsins á þessum kreppuámm með því að koma upp og reka hænsnabú í Fossvogi, ásamt Ólafi Halldórssyni, læknanema frá Vestmannaeyj iun. Kandídatsárið sitt, 1936-37 vann hann á Land- spítalanum. Þar kynntist hann Dýrleifu Friðriksdóttur, ljósmóður, og kvæntist henni 1938, þá orðinn 36 ára. Hann varð héraðslæknir á Hesteyri í JökuHjörðum 1938-39. Samgöngur og vinnuskilyrði læknis í því héraði þættu býsna erfið nútildags. Þá vann hann 5 ár sem sjúkrahússlæknir á Siglufirði, 1939-44. Höfundur er Svarfdœlingur, sagnfrœðingur, búfræðingur og plötu- og ketilsmiður. Héraðslæknir varð Daníel í Svarfdælalæknishéraði 1944. Þaðan flutti hann aldrei, þar ólu þau Dýrleif upp börnin sin þijú og héraðinu hélt hann til 1972, er hann varð sjötugur. Daníel var farsæll og dugmikill héraðslæknir. Og ósérhlífinn í betra lagi. Til dæmis þá vék hann nánast aldrei af starfsvettvangi sínum. Á Siglufjarðarárunum var hann eitt sinn frá eina viku, en á Dalvík, segja kunnugir, var hann lengst einn og hálfan sólahring að heiman! Hann fór raunar afar sjaldan af bæ nema vegna starfsins. Á mannamótum sást hann eiginlega aldrei. Þetta segir auðvitað heilmikla sögu um staif héraðs- lækna áður og fyrrum. Ekki síður segir það nokkuð um staðfasta trúmennsku Daníels í starfi. En Daníel lagaði sig að aðstæðunum og bætti sér upp ákveðna einangrun í starfi og félagslegum samskiptum - gegnum lestur. Hvað fagið snerti las hann læknablöðin ítarlega og kynnti sér nýjungar í læknisífæðinni. En þar fyrir utan átti hann sér annað líf, líf sem gaf honum ærinn félagsskap án þess hann færi á mannamót; það var í heimi fagurbókmenntannna. Þangað leitaði hann eftir amstur vinnudagsins. Þar hafði hann stöðugt samneyti við andans jöfra ljær og nær, í tíma og rúmi, jafhffamt því að vera á bakvakt. Eftir að hann fór í „langa íríið“ fyrir aldurs sakir varð þetta hans aðallíf. Daníel var mikill fagurkeri og snemma hneigður til lista. Einhvers staðar lærði hann að spila á orgel og hafði mikið yndi af tónlist. Jafnífamt Samvinnuskólanáminu lærði hann teikningu hjá Mugg í Reykjavík og var góður teiknari, auk listteikningar teiknaði hann a.m.k. tvö hús fyrir sig og ljölskyldu sína. En bókmenntimar urðu hans svið meðal listanna. Sem málamaður góður fór hann ferða sinna vítt og breitt um heims- bókmenntirnar. Þar kom að honum nægði ekki að njóta 72 LÆKNANEMINN 2. tbl. 1995 48. árg.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.