Læknaneminn - 01.10.1995, Side 97

Læknaneminn - 01.10.1995, Side 97
ALZHEIMERSJÚKDÓMURINN OG APOLIPOPRÓTEIN E. Finnbogi R. Þormóðsson Elliglöp af Alzheimers gerð eru talin hrjá einn af hverjum tíu Bandaríkjamönnum, 65 ára og eldri og næstum helming þeirra sem náð hafa 85 ara aldri. Hlutfall einstaklinga sem ná 85 ára aldri fer ört vaxandi í þjóðfélaginu og að sama skapi fjöldi Alzheimer tilfella. I Bandaríkjunum er aætlað, að um það bil 4 milljónir þjáist af þessum einkennum og að árlegur kostnaður, sem því fylgir, nálgist 100 milljörðum dollara. Lítið brot Alzheimers tilfella koma fram fyrir 60 ára aldur (minna en 5%) og eru flest þeirra rakin til erfðagalla í öðru af tveimur óskylduni genum. Annað genið er fyrir svokallað mýlildisforprótein (amyliod precursor protein eða APP) á litningi 21 og hitt er óþekkt gen á litningi 14. Einnig er dæmi um fjölskyldu, þar sem sjúkdómurinn tengist óþekktum erfðagalla, sem er hvorki á •itningi 21 né 14. Það vakti rnikla athygli þegar galli uppgöt- vaðist í geni fyrir APP er gæti átt þátt í uppkomu Alzheimers sjúkdómsins. Astæðan var sú að beta-prótein, sem er óeðlilegur niður-brotsbútur ur APP, er aðal einkennisefnið í svokölluðum elliskellum (plaques), sem finnast í ríkulegu magni í heilavef Alzheimersjúklinga. Elliskellur eru myndaðar af mýlildi (amyliod), sem eru torleystar próteinútfellingar gerðar úr bcta- próteini (í öðrum sjúkdómum geta önnur prótein myndað mýlildi) auk annarra efna og finnast utan frumna í heilanum. Rannsóknir á Alzheimer sjúkdómnum hafa snúist að mestu um beta-próteinið og mýlildisút-fellingarnar. Mjög margir virðast aðhyllast þá hugmynd að óeðlilegt niðurbrot APP og myndun mýlildis sé frumþáttur í sjúkdóms-ferlinum. Höfundur er sérfrœðingur á Rannsóknarstofu i líffærafræði. Beta-próteinið er talið ákvarðandi í þessu sambandi þrátt fyrir að við langsamlega al- gengustu gerð sjúkdómsins (það er í meira en 95% tilfella þar sem sjúkdómseinkenna verður ekki vart fyrr en eftir að 65 ára aldri er náð) hafi engin tengsl fundist við APP genið og enginn APP erfðagalli þekktur. Hins vegar hefur þetta algengasta form Alzheimer sjúkdómsins verið tengt geni fyrir apolipoprótein E (ApoE) á litningi 19. ApoE er úr fjölskyldu próteina, sem flytja fitusýrur um líkamann og finnst í ríku mæli í heila, mest á meðan heilinn er í vexti og í þeim tilfellum sem hann skaddast. Þrjú afbrigði ApoE eru þekkt hjá mönnum: það er ApoE2, ApoE3 og ApoE4. ApoE3 er lang algengast, minna af ApoE4 og minnst af ApoE2. Áframhaldandi rannsóknir Allen D. Roses og félaga, sem uppgötvuðu tengsl sjúkdómsins við ApoE gcnið, leiddu í ljós að einstaklingar með annað eða bæði ApoE genin af gerð ApoE4 höfðu mun meiri líkur að fá Alzheimer sjúkdóm en aðrir. Og einkennin komu fram fyrr á ævinni. ApoE2 genið minnkar líkurnar mjög mikið, en ApoE3 er einhverstaðar á milli. í stuttu máli gengur kenning Roses og félaga út á það að ApoE próteinið gegni mikilvægu hlutverki í viðhaldi og verndun taugafrumna og að þessar þrjár gerðir próteinsins hafi mis- munandi mikla hæfileika til að þjóna þessum tilgangi. Samkvæmt þessari kenningu fá allir Alzheimer einkenni, lifi þeir nógu lengi, en ApoE2 próteinið, og ApoE3 í minna mæli, geta frestað því. HEIMILDIR: Allen D. Roses. The Metabolism ol'the Mind. Odysscy, 1:44-51 (1995). Allen D. Roses. A|X)li|xiprotein E and Alzlieimer Disease. Scienti/ic Amerícan SCIENCE & MEDICINE 2 (SeptJOct.): /6-25(1995). Allen D. Roses. Apolipoprotein E aflects the rate of Alzheimerdisease expiiessio: beta-amyloid burden is a secondary consequence dependent on APOE genotype and duration of disease. Jounial ofNeumpatholog\> and Experímental Neumlog}’ 53:429- 437 (1994). LÆKNANEMINN 2. tbl. 1995 48. árg. 87
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.