Læknaneminn - 01.10.1995, Page 100
100 ÁRUM EFTIR PASTEUR
TAFLA II. MIKILVÆGIR SÝKLAR SEM HAFA KOMIÐ SÉR UPP FJÖLÓNÆMI (RAÐAÐ í STAFRÓFSRÖÐ; ÓNÆMI FYRIR A.M.K. 3 SÝKLALYFJAFLOKKUM).
Sýkill Helstu sýkingar
Enterococcus Sárasýkingar, þvagfærasýkingar
Escherichia coli Þvagfærasýkingar, spítalasýkingar
Haemophilus influenzae Öndunarfærasýkingar, heilahimnubólga.blóðsýkingar
Mycobacterium tuberculosis Berklar
Neisseria gonorrhoea Lekandi
Plasmodium falciparum Malaría
Pseudomonas aeruginosa Spítalasýkingar
Salmonella typhi Taugaveiki
Shigella dysenteriae Blóðkreppusótt
Staphylococcus aureus Húð- og sárasýkingar, ígerðir
Streptococcus pneumoniae Lungnabólga, heilahimnubólga, eyrnabólga
Koch, Joseph Uister o.fl, hófst gullöld sýkla-
fræðinnar (1857-1914). Á þessum tíma var
skammt á milli merkra uppgötvana og framfarir í
sýklafræði og nreðferð smitsjúkdóma voru
miklar. Hugarfar manna breyttist með tilkomu
sýklafræðinnar og smitgát og sýkingavarnir urðu
til. Súlfalyfið Prontosil var fyrst framleitt af
Klarer og Mietzsch, 1932, og áhrif þeirra á
streptókokkasýkingar urðu ljósar 1935 með
uppgötvunum Domagk. Fleming uppgötvaði
penicillín 1929, en það var fyrst árið 1941 sem
það vargefið sjúklingi. I síðari heimsstyrjöldinni
jókst framleiðsla lyfsins og má segja að með því
hafi gullöld sýklalyþanna hafist. Otrúlegur fjöldi
sýklalyfja fannst á árunum 1940-1965 og töldu
margir að með því væru vandamál tengd sýking-
um úr sögunni. Á sama tíma minnkaði áhugi
manna á sýklafræði. Því miður hófst þá slæmur
kafli í sögu sýklafræði og snritsjúkdóma, þar sem
sýklalyf voru notuð ósparlega og oft að óþörfu.
Strax eftir tilkomu penicillíns fór að bera á
ónæmum bakteríum. Þrátt fyrir varnaðarorð hafa
menn haldið áfram að nota sýklalyf þar sem
gagnsemi þeirra er lítil eða vafasöm. Fjöl-
Mynd 2. Tilraunir á kindum með bólusetningu við
miltisbrandi.
90
LÆKNANEMINN 2.tbl. 1995 48. árg.