Læknaneminn - 01.10.1995, Qupperneq 107
SLÉTTIR VÖÐVAR
rannsóknir hafa þó bent til að undirflokkarnir séu
íjórir, og hafa þeir verið kallaðir ala, a,b, a,, og
0Cid. Til að forðast rugling hefur verið lagt til að
viðtakar sem ákvarðaðir eru með lyfja-
íræðilegum aðferðum verði nefndir með
hástöfum (aIA, a1B) en þeir viðtakar sem ákvarð-
aðir eru með aðferðum sameindalíffræðinnar
veröi nefndir með lágstöfum(ala, alb). Með
tímanum kemur í ljós hvort samræmi er á milli
þessara nafngifta og munu þessar nafngiftir þá
sennilega renna saman.
Með lyfjafræðilegum aðferðum hefur verið
sýnt að nokkrir nýir antagonistar, t.d. 5-methyl-
urapidil, hafa mesta sækni í aIA-viðtaka eða 10
sinnum meiri en í a,c-viðtaka og 100 sinnum
meiri en í aIB-viðtaka. A hinn bóginn eru bæði
oc!Bog alc rnjög næmir fyrir antagonistanum
chloroethylclonidine, sem alkylerar viðtakana og
blokkerar þá óafturkræft, en a1A er ónæmt fyrir
chloroethylclonidine. Enn er visst ósamræmi
milli nafngiftanna í lyfjafræðilegum rannsóknum
á þessum viðtökum og þeim sem hafa verið
rannsakaðir með sameindafræðilegum aðferðum.
Að einhverju leyti kann að vera að þessi munur
sé vegna þess að rannsóknirnar hafa farið fram á
mismunandi dýrategundum (tafla 1).
Undirflokkar oc2-viðtaka
Tafla 1 Samrœmi milli eiginleika þeirra arviðtaka er fundist hafa meö endurroðun og lyfjafrœði rannsóknum
.cDNA dýrategund lyfjafræði
uia/d menn *
rottur *
aib menn UIB
rottur alB
hamstrar U1B
öic menn
rottur alA
nautgripir *
* Niðurstöður stangast á. — Engar upplýsingar til. Eftir Bylund et al, 1994.
Allir a2 viðtakar virðast tengjast hömlun á
adenylate cyclasa sem einni af innri boðleiðum
(en ekki þeirri einu). Alla a2-viðtaka má hindra
nreð yohimbine og rauwolscine. Ekki hefur verið
sýnt fram á mun hvað varðar sækni adrenalíns
eða noradrenalíns í þessa viðtaka. cDNA hefur
verið einangrað fyrir þrjá mismunandi a2 viðtaka
(a2a, a2bog a2c) úr manni, rottu og mús. Sam-
ræmast þeir í flestum tilfellum þeim viðtökum
sem ákvarðaðir hafa verið með lyfjafræðilegum
aðferðum (tafla 2). Lyfjafræðilega var fyrst greint
á milli a2Aog a2Bþegar kom í ljós að prazosin,
sem hafði verið talinn sértækur a, antagonisti,
sýndi sækni í ákveðnar tegundir a2-viðtaka í
frumurækt. Við frekari rannsóknir kom í Ijós að
prazosin sýnir meiri sækni í a2A-viðtaka en
a2B-viðtaka. Einnig hefur komið í Ijós að öfugt
við praosin hefur partial agonistinn
oxymetazoline meiri sækni í a2A-viðtaka en
a2B-viðtaka. Hvað aðra undirflokka varðar þá er
enn nokkur ruglingur varðandi greiningu milli
a2B og a2C viðtaka og einnig milli a2A og a2D
viðtaka. Þetta er ef til viil vegna mismunandi
dýrategunda sem eru notaðar í rannsóknirnar.
Undirflokkar þ-viðtaka
Skipting 6-viðtaka í tvo undirflokka, B, og B,,
hefur verið viö lýði frá 1967, en upplýsingar um
Tafla 2
Samrœmi milli eiginleikaþeirra a2-viðtaka er fundist
hafa með endurröðun og lyfjafrœði rannsóknum________
cDNA dýrategund lyfjafræði
a2a menn a2A
svín a2A
rottur a2D
mýs a2D
a2b menn a2B
rottur a2»
mýs a2it
a2c menn a2C
rottur a2C
mýs a2C
pokarottur a2C
Eftir Bylund et al, 1994.
LÆKNANEMINN 2. tbl. 1995 48. árg.
97