Læknaneminn - 01.10.1995, Page 119
SJONBRAUTIR
Mynd 2.
Sjónrænt vakin
heilarafsvör, skráð frá
þremur einstaklingum
með skákborðs-mynstri
(8.5 cpd). A. Monocular
svar þar sem merktir eru
helstu þœttir eftir venju,
þ.e. miðað við skautun
og dvöl (í msek.) B.
Samanburður á mono-
cular og binocular svari
frá öðrum einstaklingi.
C. Monocular svar
skráð J'rá þriðja
einstaklingi, meðan
gagnstœtt (contralateral)
auga var aðlagað að
rökkri. Tölur vinstra
megin við skráningar
segja hversu margar
mínútur hafa liðið af
aðlögun er skráning var
tekin. I öllum
skráningum á mynd er
negatíft upp á við. (Að
hluta breytt eftir
Eysteinsson o.fl. (1993))
amacrine frumum af flestum ef ekki öllum
gerðum, GABAb eingöngu á afmörkuðum hópi
amacrine fruma, s.k. „viðvarandi“ (sustained)
amacrine frumum (41), og GABAc eingöngu á
bipolar frumum í ýmsum tegundum dýra (15,42).
GABAb agonistinn baclofen veldur lækkun í b-
bylgju sjónhimnurits en hefur lítil sem engin
áhrif á sveifluspennur, meðan GABAa agonistar
eins og aminovaleric sýra hafa sérhæfð áhrif á
sveifluspennur (fjarlægja þær) við lágan styrk
(4). Áhrifa GABA á sveifluspennur (34) er því
ekki miðlað um GABAb viðtaka, og afar ólíklegt
að sustained amacrine frumur hafi nokkuð með
þær að gera, heldur „skammærar“ (transient)
frumur. Þáttur GABAc viðtaka, og þá bipolar
fruma er enn óljós í sveifluspennum og sjón-
himnuriti almennt. Ef sú tilgáta okkar að sveiflu-
spennur eigi sér uppruna í transient amacrine
frumum er rétt, eru sveifluspennur afar sérhæfð
mæling á virkni takmarkaðs hóps fruma í aftari
hluta sjónhimnu. Sýnt hefur verið fram á að
engin tengsl eru milli sveifluspenna og mynstur-
ERG (PERG), þessar mælingar eiga sér ólíkan
uppruna í mönnum (23), þannig að saman gefa
þessar mælingar mynd af starfsemi aðskildra
hópa af taugafrumum í innra flókalagi (inner
plexiform layer) sjónhimnu.
Sveifluspennur sjást í flestum hryggdýrum,
bæði þeim er hafa æðar í sjónhimnu og hinum er
ekki hafa þær (t.d. kanínur og marsvín), en í
spendýrum virðast þær sérstaklega næmar fyrir
röskun í æðakerfi augans. Mynd 2. sýnir dæmi
um sveifluspennur í sjónhimnuriti annars vegar
vatnakörtu (xertopus laevis), og hins vegar
sjálfboðaliða úr hópi læknanema. í báðum til-
vikum eru sveifluspennur 4 aðskildar sveiflur í
spennu, og eru að grunntíðni (samkvæmt s.k.
Fourier-tíðnigreiningu) á bilinu 100-150 Hz.
LÆK.NANEMINN 2. tbl. 1995 48. árg.
109