Læknaneminn - 01.10.1995, Side 132
ABSTRAKTAR
KNS er meira innan sjúkrahúsa en utan þeirra og hefur það verið tengt
notkun cefalósporína, beta-laktamasaþolinna penici llína og
amínóglýkósíða innan sjúkrahúsa.
Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna næmi K.NS á Lsp og
athuga hvort tengsl væru við sýklalyíjanotkun. Auk þess að stofngreina
fjölónæma stofna til að fá fram hvort um sama stofn gæti verið að ræða
í mörgum tilvikum.
Efniviður og aðferðir: Farið var yfir ræktunarniðurstöður
sýklafræóideildar Lsp frá 01.01.92-03.05.95. Skráöir voru samtals 489
stofnar. Skráð var dags. sýnatöku, deild, fæðingard. sjúklings, tegund
sýnis, Qöldi ræktana og næmi fyrir penicillíni, methicillíni, gentamícíni,
erythromýcíni og clindamícíni. Upplýsingar um sýklalyfjanotkun voru
fengnar hjá apóteki Lsp (skilgreindir dagskammtar DDD).
Fylgnireikningar voru notaðir til að kanna samband sýklalyfjanotkunar
deilda (DDD/legudag) og ónæmis á viðkomandi deild.
47 fjölónæmir stofnar voru valdir úr til stofngreiningar með
næmisprófum (skífupróf) fyrir 13 lyfjum og lífefnahvörfum með API
Staph og ID32 Staph fjölþátta greiningarprófum.
Niðurstöður: Hlutfall ónæmra stofna var eftirfarandi; penicillin
82%, methicillin 35%, gentamícín 37%, erýthrómýcín 37%,
clindamýcín 17%. MethiciIlín ónæmi var mismunandi milli deilda,
mest á gjörgæsludeild (66%), handlækningadeildum (47-80%),
vökudeild (51%) og krabbameinslækningadeild (46%). Methicillín
ónæmi var minna á lyflækningadeildum (26-36%) og barnadeildum (24-
38%) en minnst á bráðamóttöku (13%). Marktækt meira ónæmi fyrir
methicillíni (p<0,0001), gentamícíni (p<0,0001), erýthrómýcíni
(p<0,05) og clindamícíni (p<0,001) var frá stofnum ræktuðum frá
legudeildum heldur en frá bráðamóttöku. Marktækt meira ónæmi var
fyrir penicillíni, gentamícíni, erýthrómýcíni og clindamícíni hjá
methicillín ónæmum stofnum en hjá methicillin næmum (p<0,0001).
Þeir stofnar sem ræktuðust oftar en einu sinni í blóði (líklegir
sýkingavaldar) höfðu einnig marktækt meira ónæmi fyrir penicillíni
(p<0,05), methicillíni og gentamícíni (p<0,0001) heldur en þeir sem
aðeins ræktuðust einu sinni (líklega mengun). Jákvæð fylgni var á milli
notkunar cefalósporína og methicillin og ónæmis (r=0,73 , p<0,05) en
engin fylgni var á milli methicillin ónæmis og annara sýklalyfjaflokka.
Stofngreiningin benti til þess að íjölónæmir KNS á Lsp séu margstofna.
Efnisskil: Sýklalyfjaónæmi KNS er mikið á Lsp og er algengara á
legudeildum en á bráðamóttöku. Á legudeildum er ónæmi mest á þeim
deildum sem nota mikið af cefalósporínum. Athygli vekur að notkun
beta-laktamasaþolinna penicillína virðist ekki auka methicillín ónæmi.
KNS sem eru sýkingavaldar eru ónæmari en mengunarvaldar.
HLUTFALLSLEG TÍÐNI ABO BLÓÐFLOKKA HJÁ
SJÚKLINGUM MEÐ MAGAKRABBAMEIN Á ÍSLANDI,
1960-1993.
Elín Fanney Hialtalín1.
Jónas Hallgrímsson2, Sveinn Guðmundsson3,
Hrafn Túliníus4, Laufey Tryggvadóttir4.
'LHÍ, 2Rannsóknarstofa Háskólans í meinafræði,
3Blóðbankinn, 4Krabbameinsskrá íslands.
Inngangur: Fjölmargar rannsóknir benda til tengsla á milli
magakrabbameins og blóðflokka, á þann hátt að hlutfallslega fleiri
af blóðflokki A en af blóðflokki O séu í hópi sjúklinga með
magakrabbamein. Tíðni magakrabbameins hefur í fyrri
rannsóknum reynst vera há meðal Islendinga og hærri en hjá
flestum öðrum þjóðum heims. Tilgangur rannsóknarinnar var að
kanna tengsl magakrabbameins og blóðflokka hjá íslendingum og
athuga tengsl blóðflokka við mismunandi veíjagerðir
magakrabbameins.
Efniviður ug aðferðir: Rannsóknin byggist á 1146
einstaklingum sem greindust með magakrabbamein á árunum
1960-1993. Hjá Rannsóknarstofu Háskólans í meinafræði höfðu
veijasýni úr þessum einstaklingum veriö endurskoðuð og flokkuð
samkvæmt veíjaflokkun Lauréns í intestinal og diffuse
vefjagerðir. Frá Krabbameinsskrá Islands fengum við á tölvutæku
formi skrá yfir nöfn og kennitölur þessara einstaklinga ásamt
niðurstöðum um vefjaflokkun æxlanna. Niðurstöður ABO
blóðflokkunar viðkomandi sjúklinga voru skráðar þar sem þær
voru fáanlegar í gögnum Blóðbankans eða sjúkraskýrslum
sjúkrahúsa. Samanburður var gerður á hlutfallslegri tíðni
blóðflokka hjá magakrabbameinssjúklingum og íslenska þýðisins
skv. rannsókn á tíðni blóðflokka hjá Islendingum frá 1973.
Ennfremur var tíðni blóðflokka eftir mismunandi veíjaflokkun
Lauréns skráð.
Niðurstöður: Úr hópi 1146 sjúklinga með magakrabbamein
voru niðurstöður ABO blóóflokkunar tiltækar hjá sjúklingum.
Tíðni A blóðflokks hjá magakrabbameinssjúklingum var 33,96%
en þessi blóðflokkur er til staðar hjá 31,65% í íslenska
samanburóarþýðinu. Tíðni A blóðflokks hjá sjúklingum með
magakrabbamein reyndist ekki marktækt aukin (odds ratio 1,11;
95% vikmörk 0,96-1,28; p>0,05). Hins vegar reyndist tíðni A
blóðflokks hjá magakrabbameinssjúklingum með æxli af diffúse
gerð vera 41,18%, sem er marktækt hærri tíðni en hjá íslenska
samanburðarhópnum (odds ratio 1,53; 95% vikmörk 1,11-2,11;
p<0,01). Engin marktæk aukning er á tíðni A blóðflokks hjá
sjúklingum með magakrabbameinsæxli af intestinal geró (32,0%)
í samanburði við íslenska samanburóarhópinn (odds ratio 1,01;
vikmörk 0,86-1,19 fyrir 95% öryggisbil; p>0,01).
Efnisskil: Rannsókn á hlutfallslegri tíðni blóðflokka hjá
sjúklingum með magakrabbamein leiddi ekki í ljós aukna tíðni A
blóðflokks hjá þessum sjúklingahópi, í samanburði við íslenskan
viðmiðurnarhóp. Hins vegar þegar skoðuð voru tengsl A
blóðflokks viö mismunandi vefjagerðir magakrabbameins, benda
niðurstöður okkar til að A blóðflokkur tengist diffuse
magakrabbameini en hafi engin tengsl við intestinal æxli. Þetta
styrkir þá tilgátu að diffuse æxli tengist erfðaþáttum en intestinal
æxli orsakist fremur af umhverfisþáttum. Skýringin á því að við
fáum ekki marktækan mun á tíðni A blóðflokks í
magakrabbameinssjúklingum í heild, gæti verið sú að Islendingar
hafa mjög háa tíðni intestinal æxla 76% en lága tíðni diffuse æxla
18%. Vegna þessara háu tíðni intestinal æxla á íslandi getur verið
að áhrif A blóðflokks á magakrabbamein þynnist út. En
rannsóknir hafa sýnt að tíðni intestinal magakrabbameins hefur
lækkað mikið á undanförnum áratugum og ef heldur fram sem
horfir þá stefnir í að þessar tvær vefjagerðir nálgist í tíðni, og þá
mætti búast við því að tengsl A blóðflokks við magakrabbamein
kæmi skýrar fram á íslandi.
EFFECT OF CANNABINOIDS AND ARACHIDONIC ACID ON
AORTIC CONTRACTION
Elín Margrét Thorlacius1.
2A. Nelemans, 2A. den Hertog
'LHÍ. 2Groningen Institute for Drug Studies (GIDS)
Dept. of Clinical Pharmacology, University of Groningen, The
Netherlands
Introduction: Arachidonic acid (AA) causes an increase in
internal Ca2+ in smooth muscle cells derived from hamster vas
deferens. This increase is caused mainly by Ca2+ entry through voltage
independent La3+ sensitive Ca2+ channels, but it is unknown how AA
opens these channels. The cannabinoids d9-tetrahydrocannabinol (d9-
THC), the most active compound of marihuana, and anandamide
(arachidonic acid ethanolamide), the only known endogenous ligand for
cannabinoid receptors, induce release of phospholipid bound AA in
122
LÆKNANEMINN 2. tbl. 1995 48. árg.