Læknaneminn - 01.10.1995, Side 137

Læknaneminn - 01.10.1995, Side 137
ABSTRAKTAR BRCA2 - ÆTTGENGT ÁHÆTTUGEN BRJÓSTAKRABBAMEINS: Horfur sjúklinga og líffrœðileg hegóun œxla. Ingveldur Birna Biörnsciótlir* 1. 2Helgi Sigurðsson, 2Valgarður Egilsson, 2Rósa Björk Barkardóttir, 3Bjarni A. Agnarsson, 3Jón Gunnlaugur Jónasson. 2Krabbameinslækningadeild Landspítalans, SRannsóknastofa Háskólans í Meinafrœði. Inngangur: Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein íslenskra kvenna og um tíunda hver kona má búast við að fá sjúkdóminn. Brjóstakrabbamein kemur fyrir hjá báðum kynjum, en er um hundrað sinnum algengara hjá konum en körlum. Tíðni brjóstakrabbameins er mjög há í vissum ættum, en um það bil 20% brjóstakrabbameinssjúklinga gefa upp ijölskyldusögu og að minnsta kosti 5% eru taldir bera arfgengan þátt sjúkdómsins. Árið 1990 var brjóstakrabbameinsgenið BRCAl staðsett á lengri armi litnings númer 17 og sýna um 45% brjóstakrabbameinsfjölskyldna tengsl við þetta áhættugen. Á síðasta ári var annað áhættugen brjóstakrabbameins, BRCA2, staðsett á lengri armi litnings númer 13 og er tíöni þess talin svipuö og BRCA1. Tilgangur rannsóknarinnar var annars vegar að athuga hvort líffræðileg hegðun æxla brjóstakrabbameinssjúklinga sem bera stökkbreytt BRCA2 gen sé ólík hegöun brjóstakrabbameina almennt, og hins vegar að athuga hvort horfur þessara sjúklinga séu aðrar. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin nær til 43 brjósta- krabbameinssjúklinga úr 5 íslenskum ættum sem allir bera stökkbreytt BRCA2 gen, en viðmiðunarhópurinn samanstendur af öllum sjúklingum sem greindust með sjúkdóminn á árununi 1981-84. Við greiningu var miðtölualdur sjúklinganna í BRCA2 rannsóknarhópnum 46 ár, samanborið við 62 ár hjá viðmiðunarhópnum (p<0,0001). Niðurstöður: Meginniðurstöður okkar eru þær að líffræðileg hegðun æxla sjúklinga í BRCA2 hópnum er verri en almennt gerist hjá sjúklingum með brjóstakrabbamein á sambærilegum aldri. Æxlin í BRCA2 hópnum eru oftar með hormónaviðtaka og þá sérstaklega fyrir estrógeni (p<0,0001). Engu að síður er frumusérhæfingin að öðru leyti greinilega verri hjá BRCA2 hópnum, sem endurspeglast með marktækt verri æxlisgráðu (p=0,02) og mun hærra hlutfalli æxlisfruma í skiptingu (p=0,006). Einnig kom í ljós að horfur sjúklinga sem bera stökkbreytt BRCA2 gen eru marktækt verri en gengur og gerist hjá sjúklingum með brjóstakrabbamein (p=0,01) og eru um 50% meiri líkur á því að þeir látist af völdum sjúkdómsins. Niðurstöður okkar sýna cinnig að þær konur sem tóku getnaðarvarnapillu fyrir fæðingu fyrsta barns greindust að jafnaði með sjúkdóminn um 10 árurn fyrr en ella (p=0,04). Efnisskil: Niðurstöður okkar eru fyrstu upplýsingarnar sem birtar eru um horfur sjúklinga og líffræðilega hegðun æxla í tengslum við áhættugenið BRCA2, og geta vonandi nýst til ráðgjafar og jafnvel fyrirbyggjandi aðgerða.Myelopathiur: KRABBAMEIN í BLÖÐRUHÁLSKIRTLI: HEFUR SJÚKDÓMURINN BREYST? Jóm Tómasson-. Eiríkur Jónsson2, Hrafn Tulinius3 og Laufey Tryggvadóttir4 1 LHÍ, 2Skurðdeild Bsp., 3Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags íslands. Inngangur: Krabbamein í blöðruhálskirtli er algengasta krabbamein hjá íslenskum karlmönnum. Oftast veldur það engum cinkennum og greinist ekki nema við TURP aðgerð (stig A) eða krufningu. Krabbamein á stigi A-1 (huldumein) er í litlu magni og af lágri gráðu. Það er oftast meinlítið og þarfnast ekki meðferðar. Stig A- 2 krabbamein er hins vegar útbreiddara í kirtlinum, niinna þroskað og hefur í för með sér lakari horfur fyrir sjúklinginn. Krabbamein af stigi B er þreifanlegt sem staðbundinn æxlishnútur en krabbamein af stigi C er vaxið út fyrir kirtilinn. Finnist meinvörp í eitlum, beinum eða mjúkvefjum er æxlið komiö á stig D. Sé sjúkdómurinn á stigi A cða B telst hann vera staöbundinn, en útbreiddur, ef hann er á stigi C eða D. Á síðustu 40 árum hefur aldursstaðlaö nýgengi sjúkdómsins á íslandi fjórfaldast (úr 15 í 60 tilfelli/100 þús. karla/ári miðað við heimsstaðal) meðan dánartíðni hefur Rimlega tvöfaldast (úr 8 í 19 dauðsföll/100 þús. karla/ári)). Hvernig stendur á þessu? Er þetta raunveruleg aukning á tíðni sjúkdómsins? Er verið að greina fleiri huldumein (stig A) eða hefur bætt greiningartækni haft áhrif á nýgengi? Til að meta þetta voru bornir saman tveir hópar sjúklinga sem greindust meö krabbamein í blöðruhálskirtli með 10 ára millibili. Efniviður og aðfcrðir: Til rannsóknar voru allir karlmenn sem greindust lifandi meö kirtilfrumukrabbamein (adenocarcinoma) í blöðruhálskirtli árin 1983 ( 77 menn) og 1993 (109 menn). Upplýsingar fengust hjá : Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags íslands, R.H. í meinafræði, úr sjúkraskýrslum og læknabréfum, hjá ísótópa- og röntgendcildum, rannsóknarstofum í blóömeinafræði og hjá sérfræðingum í þvagfæraskurðlækningum. Niðurstöður: Sjúkdómseinkenni sem leiddu til greiningar eru óbreytt. Hins vegar hefur rannsóknaraðferðum fleygt fram á síðustu 10 árum með tilkomu PSA (prostata specific antigen), bættri sýnatöku (transrectal nálarsýnum) og framför í myndgreiningu (t.d. transrectal ultrasonography (TRUS) ). Sjúklingar greinast yngri en fyrr (ekki marktækt). Hlutfall þeirra sem greinast með staðbundinn sjúkdóm hefur aukist frá því 1983. Það er vegna fimmfaldrar aukningar á stig B krabbamcinum, sjá niynd 1. □ 1983 ■1993 45 Sjúkdómsstig Efnisskil: Tíðni huldumeina (stig A) er óbreytt og skýrir ekki vöxt á nýgengi. í ljósi þess að dánartíðni hefur tvöfaldast á síðustu Qörtíu árum hefur sjálfsagt orðið einhver raunveruleg aukning á tíðni eða framsækni sjúkdómsins. Sú aukning dugir þó ekki til aö skýra fimmfalda aukningu B stigs krabbameina yfir tíu ára tímabil. Nærtækari skýring er bætt greining. Hækkun á PSA hvetur menn til að leita bctur og finna jafnvel hnúta sem hefðu að öðrum kosti ekki greinst. TRUS leyfir myndgreiningu blöðruhálskirtils og hjálpar við sýnatöku. Aukið nýgengi á síðustu 10 árum virðist því að mestu vera afleiðing af lækkuðum greiningarþröskuldi. LÆKNANEMINN 2. tbl. 1995 48. árg. 127
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.