Læknaneminn - 01.10.1995, Side 139
ABSTRAKTAR
Efniviður og aðferðir. Lungun voru sótt í sláturhús á mánudegi og
þeim komið fyrir í Krebslausn um 10 mínútum eftir að dýrinu var
slátraö. Lausnin hafði áöur verið loftuð með 95% súrefni og 5%
koltvísýringi og kæld í 4°C (pH 7,4). Lungnabcrkjur, um 4 mm í
þvermál, voru klipptar frá lungnavefnum, hreinsaðar í víðsjá við stöðugt
loftflæði og síðan geymdar í kæli allt til föstudags. Við framkvæmd
tilraunarinnar voru þekja, brjósk og bandvefur hreinsuð af berkjubita.
Hann var síðan hafður í kalsíumsnauðri lausn sem innihélt EGTA (lausn
A) og klipptur í 1 mm2búta. Þcir voru settir í tilraunaglas, sem innihélt
lausn með vægum kalsíumstyrk (10 pM) (lausn B), ásamt kollagenasa
(1,14 mg/mL), elastasa (0,14 mg/mL), próteasa (0,08 mg/mL) og BSA
(bovine serum albúmín 2 mg/mL). Lausnin var 32°C og voru bútarnir
haföir í henni í 22 mínútur. Þeir voru síðan skolaðir með lausn A, settir
í lausn B og loks í frysti í um 3 mínútur til að hægja á þeim ensímum,
sem kynnu að vera í lausninni. Aö lokum voru veijabútarnir sogaðir upp
í fína pípettu og losaðir út nokkru sinnum (tritriation) og þannig losaðir
í sundur. Lausnin var síðan skoðuð í smásjá.
Niðurstöður: Með þessari rannsóknaraöferð fengust lifandi
vöðvafrumur, en þær voru í misjöfnu ástandi, þótt margar væru heilar.
Frumurnar voru spólulaga og vel sást móta fyrir kjarna og kornum í
umfrymi. Sumar frumuhimnanna voru lekar, en það sást á bungum á
þeim, seni höfðu að geyma umfrymi. Frumurnar voru hrjúfar á
yfirboröinu og var þar um að ræða leifar stórsameinda.
Efnisskil: Helstu vandkvæði rannsóknarinnar voru að ekki var
hægt að framkvæma bútþvingun á frumunum í Læknagarði og því ekki
hægt að sjá hvort viðtakar og jónagöng í frumuhimnunni störfuöu
eölilega
SAMBAND MENNTUNAR
OG ÁHÆTTUÞÁTTA HJARTASJÚKDÓMA.
Kristián Þ. Gudmundsson1,
Nikulás Sigfússon2 og Þórður Harðarson3.
1LHI, 2Rannsóknarstöð Hjartaverndar,
3Lyflœkningadeild Landspítalans.1
Inngangur: Á síðustu árum hafa verið birtar faraldsfræðilegar
rannsóknir í löndum Norðvestur-Evrópu og Bandaríkjunum sem sýnt
hafa samband milli tíðni hjartasjúkdóma og/eöa áhættuþátta
hjartasjúkdóma og þjóðfélagslegrar stöðu. Talið er að þeir áhættuþættir
sem við þekkjum geti skýrt um 50-60% af þessum mun. Menntun er
sá þáttur scm oftast hefur verið notaður til aó meta þjóöfélagsstöðu
manna í þessum rannsóknum. Hér á landi er lítið vitað um stöðu
þessara mála og var tilgangurinn að kanna samband menntunar og
ýmissa áhættuþátta hjarta og æðasjúkdóma.
Efniviður «g aðferðir: Þessi rannsókn var byggð á hóprannsókn
Hjartaverndar þar sem tæplega 25 þúsund einstaklingum á aldrinum 33
ára til 81 árs og búsettum í Reykjavík og nágrenni var boðin þátttaka.
Þátttakendum var skipt niður í ljóra hópa eftir menntun. Búiö var til
líkan af sambandi menntunar og áhættuþátta hjartasjúkdóma með
línulegri aðhvarfsgreiningu og hóparnir þannig bornir saman.
Niðurstöður: Skoöaðir voru áhættuþættir eins og kólesteról,
þríglýseríð, slagbilsþrýstingur. lagbilsþrýstingur, hæð, fastandi
blóðsykur, 90 mínútna blóðsykur, þyngdarstuðull og reykingar. I
flestum tilfellum var aukin áhætta hjá minnst menntuðum miðað við þá
sem voru meira menntaðir hjá báöum kynjum . Hjá körlum var enginn
munur á áhættuþáttum milli hópa í einungis þremur tilfellum
(kólesteról, fastandi blóðsykur, pípu og vindlareykingar), og hjá konum
í einungis tveimur tilfellum (90 mínútna blóðsykur, pípu og
vindlareykingar). Aukin áhætta hjá meira menntuðum körlum kom fyrir
í tveimur tilfellum (þríglýseríð og 90 mínútna blóðsykur) og hjá meira
menntuðum konum í einu tilfelli (25 sígarettur eða meira á dag). Allar
tölfræðilegir útreikningar töldust marktækir ef p<0.05 í tvíhliða prófi.
Efnisskil: Þessar niðurstöður samræmast aó miklu leyti því sem
menn hafa verið að komast að í nágrannalöndum okkar. Ekki liggur
alveg ljóst fyrir hvaða beina þýðingu þcssar tölur hafa í sambandi við
hjarta og æðasjúkdóma hjá mismunandi menntahópum hér á landi, en ef
um svipaða tíónidreyfingu er að ræða hér og hjá nágrannalöndum okkar
gæti það gefió tilefni til pólitískrar umræöu og aógerða. Það er m.a. eitt
af stefnumálum alþjóða heilbrigóismálastofnunarinnar (WHO) fyrir árið
2000 að draga úr þjóðfélagslegum mun milli stétta í heilsufarslegu
samhengi.
THE EFFECTS OF NITRIC OXIDE
--------------ON C\-l CELLS LVÞRESSING bcl-2-----------------------
Kristián Orri Helvason-.
Bernard Murray2, Snorri S. Þorgeirsson2.
'LHÍ, 2Laboratory of Experimental Carcinogenesis, NCI, NIH
Introduction: Apoptosis is essential to the normal development
and homeostasis of multicellular organisms. Failure to regulate this
process can result in degenerative diseases like Alzheimer’s (too much
apoptosis) or proliferative diseases like cancer and autoimmune
disorders (too little apoptosis). Intense research in this field has
revealed a wealth of information regarding apoptosis and has pointed to
certain genes and stimuli which either induce or protect cells from
apoptosis.
bcl-2 is a protooncogene. When overexpressed it can extend cell
survival through inhibition of apoptosis induced by various stimuli
(including DNA damaging agents utilised in cancer chemotherapy, free
radical induced DNA damage, X-irradiation, etc).
Nitric oxide (NO) is an unusual and pluripotent physiological
mediator synthesised throughout the body by the enzyme nitric oxide
synthase (NOS) and affecting a wide variety of cell types. Its functions
span from vasodilation to the killing of tumour cells by inflammatory
cells. Recent studies have shown that NO can induce apoptosis in a
variety of cells. The aim of this study was to investigate whether
overexpression of bcl-2 protects against NO induced apoptosis.
Materials and Methods: Monkey kidney cells (CV-1 cells) were
transfected with a cDNA encoding human bcI-2 under eukaryotic
promotion and then selected. To ascertain whether the CV-1 cells
contain and express bcl-2, Southern blotting and immunofluorescence
were performed on the selected cells. CV-1 cells expressing bcl-2 will
be exposed to NO by two different methods i) addition of an NO donor
(SNAP) to the culture medium; and ii) transient transfection with a
cDNA encoding mouse nitric oxide synthase (NOS).
The transfection was performed by CaP04 coprecipitation and thc
plasmid expression vectors used for the bcl-2 and NOS cDNA’s were,
respectively, pBK-RSV and pBK-CMV It was necessary to create pBK-
RSV-bcl-2 by subcloning bcl-2 from pBluescriptII(KS)-bcl-2 into pBK-
RSV.
Apoptosis analysis is performed by observing the characteristic
morphology of cells undergoing apoptosis (condensed chromatin,
blebbing of the membrane), searching for the classic DNA ladder (due
to an endonuclease activated during the apoptotic process) and end-
labelling of DNA strand breaks.
Results: Most of the work done already has been of a preparatory
nature with the actual experiment commencing as of now. To begin with
it must be demonstrated that normal CV-1 cells undergo apoptosis when
exposed to NO either by the addition of an NO donor or after expression
of NOS following transfection. This is currently under investigation.
Morphological changes consistent with apoptosis are currently being
observed in CV-1 cells treated with SNAP, but this has yet to be
confirmed with further testing.
Discussion: With the realisation that NO is utilised by the immune
system to kill tumour cells, the outcome of this research may be relevant
to the potentia! addition of NO to the therapeutic arsenal of cancer
LÆKNANEMINN 2. tbl. 1995 48. árg.
129