Læknaneminn - 01.10.1995, Side 141

Læknaneminn - 01.10.1995, Side 141
ABSTRAKTAR experiments. After some optimization of substrate-beads and reagents the assay was established and demonstrated good specificity. However, in occasional cases colonies recorded as negative turned out to produce IgAl protease when examined by traditional techniques. This discrepancy may be explained by lack of release of the IgA I protease from the bacterial surface of some streptococci. If the agar plates contained too many bacterial colonies the relatively large spots observed were insufficiently separated. Finally, color variation in the spots, in some cases, made it difficult to distinguish between positive and negative reactions. In conclusion the immunoassay is useful for screening biological samples for IgAl protease-producing bacteria which can be further tested with other traditional methods but is not suitable for exact calculation of the proportion of IgAl protease- producing bacteria in biological samples. ENTERAL NÆRING STRAX AÐ LOKINNI SKLRÐAÐGERÐ Á KVIÐARHOLI. Ótíar Bergmann'. Jónas Magnússon1, Tómas Jónsson', Birgit Eriksen2, Inga þórsdóttir2 1 LHÍ/Handlœkningadeilcl Lsp, 2Nœringarráðgjöf Lsp. Inngangur: Á handlækningadeild Landspítalans hafa sjúklingar fengið glúkósa í æð í 1 viku eftir kviðarholsaðgerðir og Kabimix® næringarlausn eftir það. Með enteral næringu fá sjúklingar nóg af nauðsynlegustu næringarefnum og minni líkur eru á alvarlegum fylgikvillum. Ráðist var í frumherjarannsókn á enteral næringu gefinni um nálar-ásgirnisslöngu (needle catheter jejunostomy) strax að lokinni aógerð með það að markmiði að koma aðferðinni inn í reglubundna vinnu deildarinnar. Efniviður og aðferðir: 7 sjúklingar (3 magakrabbamein, 2 krabbamein í ristli, 1 krabbamein í endaþarmi, og 1 krónísk brisbólga), 3 karlar og 4 konur á aldrinum 45-89 ára fengu ásgirnisslöngu í lok aðgerðar og Peptison® næringu. Fylgst var með köfununarefnisjafnvægi, blóðsykri, insúlíni, próteinum, elektrólýtum og nýrnastarfsemi daglega í 5 sólarhringa auk þess sem skráðir voru fylgikvillar. Niðurstöður: Orkugjöf var áætluð 1300-2400 kCal á dag í vaxandi magni en ekki náðist nema 75,1-95% af því. Sjúklingarnir náðu jákvæðu köfnunarefnisjafnvægi u safngildi á 5. degi. Blóðsykur var hár eða 15 mMól/L að meðaltali að kvöldi aðgerðardags og um 10 mMól/L eftir það. Insúlín lækkaöi úr 60 U/L í byrjun, í 30 U/L í lok rannsóknar. Albúmín og heildarprótein voru lág í byrjun vegna vannæringar og illkynja sjúkdóms og lækkuðu fyrstu dagana en hækkuóu aftur þegar á leió þegar orkugjöf varð fullnægjandi. Nýrnastarfsemi og elektrólýtar reyndust innan viðmiðunarmarka allt tímabilið. Fylgikvillar aðferóarinnar voru: Ógleði (5), uppköst (1), uppþemba (4) og niðurgangur (1), leki á næringu í umbúðir (1). Efnisskil: Aðferðin reyndist vel og má segja að markmiðum hafi verið náö. Markmiö orkugjafar náðust ekki vegna fylgikvilla sem voru tengdir hraða inndælingarinnar og má því telja víst að farið hafi verið of geyst í aukningu á inndælingarhraða. Erfitt er að greina á milli hvort ógleði, uppköst og uppþemba voru fylgikvillar aðgerðar eða næringar. Hinn hái blóðsykur í byrjun skýrist af tauga-innkirtla viðbragði áverka og síðar af háu kolvetnahlutfalli næringarinnar sem var notuð. Hátt insúlín í byrjun skýrist af litlu insúlinnæmi vefja eftir áverka sem lagast þegar lengra líður frá aðgerð. Hægt er að ná sama árangri með færri fylgikvillum með því aó auka inndælingarhraóan hægar og bæta sjúklingum það sem upp á vantar í orkuþörf fyrstu dagana með gjöf glúkósa í æð. JÁRNBIRGÐIR BLÓÐGJAFA ÁÆTLAÐAR ÚT FRÁ MÆLINGU Á SERUM FERRRITIN OG ÁKVÖRÐUN Á HVAÐA ÞÆTTIR RÁÐA MESTU STÆRÐ JÁRNBIRGÐA Pétur Vignir Revnisson* 1. Sveinn Guðmundsson2, Bjarni Þjóðleifsson3, Sigmundur Magnússon4. 'LHI, 2BIóðbankinn við Barónstíg, 3Lyflœkningadeild Landspítalans, 4Rannsóknastofa Landspítalans í blóðmeinafræöi. Inngangur: Áætlað er að járninnihald í líkama karla sé um 50 mg/kg líkamsþyngd og um 35 mg/kg líkamsþyngd hjá konum. Járnbirgðir karla taldar vera um 1 g en járnbirgðir kvenna eru taldar vera um 2-400 mg, skýrir þetta muninn á járninnihaldi kynjanna. Um 70% af járni líkamans er í hemóglóbíni rauðra blóðkorna, því tapast alltaf nokkurt járn við allar blæðingar út úr líkamanum. Mannslíkaminn tapar stöðugt járni til umhverfisins, sem nemur um lmg/dag hjá körlum og 0,8 - 2,4 mg/dag meðal kvenn'a. Undir eðlilegum kringumstæðum ríkir jafnvægi á milli þess járns sem tapast og þess sem er tekið upp úr fæðunni. Við blóðgjöf eru 450 mL blóðs teknir, sem samsvarar 250 mg járns. Blóðgjafir auka því mikió á járntapið. Efniviður og aðferðir: Öllum blóðgjöfum sem komu í Blóðbankann á tímabilinu 01.02 - 28.04.95 var boðið að taka þátt í rannsókninni. Þáttakendur fylltu út spurningalista fyrir blóðgjöfina, en að henni lokinni voru tekin tvö blóðsýni til mælingar á serum-ferritín og status (almenn blóðrannsókn). S-ferritín og status voru mæld á Rannsóknastofu Landsspítalans í blóðmeinafræði. Auk þess voru notuð gögn sem þegar voru til í gagnagrunni Blóðbankanns. Fjöldi þáttakenda í rannsókninni var 2959. Þar sem mikill munur er á járnbirgöum kynjanna, þá var ákveðið að halda kynjunum aðskyldum í útreikningum með járn. í útreikningum ferritín var notað loglO af ferritín, þar sem það er normaldreift. Niðurstöður: S-ferritín karla var 35,6 pg/L (95%CI 9,1-140,6) aó meðaltali hjá þeim sem höfðu gefið áður, en 74,1 pg/L (95%CI) hjá þeim sem voru að gefa í fyrsta skiptið. Meðaltal s-ferritín kvenna mældist 18,3 pg/L (95%CI 4,9-69,0) hjá þeim sem höfðu gefið áður, en 24 pg/L (95%CI 9,2-61,5) hjá nýjum blóðgjöfum. Marktækur munur er á milli hópanna, p<0,001 hjá báðum kynjum. í Ijós kom að sterkari tengsl eru á milli tíðni blóógjafa sl. 2 ár og s-ferritín, en heildarfjölda blóðgjafa yfir ævina r=-0,383 á móti - 0,2360 (p<0,001 fyrir bæði), þrátt fyrir sterk tengsl heildarfjölda blóðgjafa yfir ævina og sl. 2 ár (r=0,608 p<0,001). í ljós kom lélegt samræmi milli hemoglobins mælt í Blóóbankanum og á Rannsóknastofunni. Að meðaltali mældust blóögjafarnir 11 g/L (95% CI 10,7-11,3) hærri í Blóðbankanum. Efnisskil: Vanir blóðgjafar mældust með marktækt lægri járnbirgðir en nýir blóðgjafar hjá báðum kynjum, því má ætla aö blóðgjafir hafi umtalsveró áhrif á járnbúskap blóðgjafanna. Ætla má aö karlmaður sem gefur Qórum sinnum á ári tapi þrefalt meira járni á ári en karlmaður sem ekki gefur blóð. Tíðni blóðgjafa viröist hafa mest áhrif á járnbirgðirnar af þeim þáttum sem rannsakaðir voru. Konur sem gefa blóó eru meö marktækt minni járnbirgðir en karlar. Hugsanlegt er að physiólógískt járntap kvenna er meira vegna tíðablæðinga og einnig minni járninntaka en meðal karla. í framhaldi af þessari rannsókn veróur lögó ríkari áhersla en áóur á notkun járnuppbótar hjá blóögjöfum í formi járntafla. Einnig hafa verið skilgreindir undirhópar meðal blóógjafa sem þurfa sérstakt eftirlit. LÆKNANEMINN 2. tbl. 1995 48. árg. 131
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.