Læknaneminn - 01.10.1995, Síða 144

Læknaneminn - 01.10.1995, Síða 144
ABSTRAKTAR fylgikvillarnir. Hjá 12 sjúklingum (22.6%) var um líknandi aógerð að ræða, eftir stóðu þá 53 sjúklingar sem gengust undir læknandi aðgerð. Fimm ára lifun þeirra sem höfðu önnur æxli en carcinoid æxli var 37.8% (49 sjúkl.). Lifun þeirra sem höfðu einkenni (31 sjúkl.) var 27.0% samanborið við 55.6% hjá einkennalausum (18 sjúkl.), marktækur munur fékst þó ekki (p = 0.18). Lifun þeirra sem höfðu flöguþekjukrabbamein (22 sjúkl.), var 42.3% samanborið við 29.6% hjá sjúklingum með kirtilkrabbamein (19 sjúkl.), munur var ekki marktækur. 81.8% sjúklinga með flöguþekjukrabbamein höföu sjúkdóminn á stigi 1 samanborið við 63.2% sjúklinga með kirtilkrabbamein. Einungis einn af þeim 7 sjúklingum er höfðu stórfrumukrabbamein var á lífi eftir 60 mánuði, en lést úr krabbameininu tæpum 65 mánuðum eftir aðgerð. Sá eini sjúklingur er hafði smáfrumukrabbamein læknaðist og lifði í tæp 10 ár eftir aðgerð. Þeir 4 sjúklingar er höfðu carcinoid æxli eru allir á lífi, liðin eru frá 3.5 upp í 9.5 ár frá aðgerð. Efnisskil: Tíðni fylgikvilla(21.2%) og spítaladauða (4.5%), og 5 ára lifun (37.8%) er í samræmi við niðurtöður erlendra rannsókna sem sýna að tíðni fylgikvilla er frá 19.1% upp í 27%, spítaladauði frá 3.8% upp í 10.4% og 5 ára lifun frá 27.6% upp í 34.6%. Það sem kemur á óvart samanborið við rannsóknir erlendis er að mun fleiri eru einkennalausir frá lungum og greinast fyrir tilviljun, einnig hafa færri flöguþekjukrabbamein, eða 44.9% af þeim sem gangast undir læknandi aðgerð samanborið við 58-80% í erlendum rannsóknum, og hjá einungis 21.2% sjúklinga þurfti að íjarlægja allt lungað, en sambærilegar tölur víða erlendis eru frá 30 upp í 57%. Það sem telja má hagstætt í minni rannsókn m. 1.1. lifunar er að hlutfallslega margir greinast fyrir tilviljun og hafa sjúkdóminn á lægri stigum, einnig eru hlutfallslega fáir sem gangast undir lungnabrottnám, en margar rannsóknir benda á aö spítaladauði er mestur eftir slíkar aðgerðir. Það sem telja má óhagstætt í þessu tilliti er að hlutfallslega færri hafa flöguþekjukrabbamein hér en erlendis. Þó ekki hafi fengist marktækur munur á 5 ára lifun milli sjúklinga með flöguþekjukrabbamein (42.3% 5 ára lifun) og kirtilkrabbamein (29.6%) þá sýna flestar rannsóknir fram á bestu lifunina meðal flöguþekjukrabbameinssjúklinga. AFDRIF SJÚKLINGA MEÐ AÐSVIFSKENND Þórdís Guðmundsdóttir1. Jóhann Ragnarsson2, Gizur Gottskálksson2. ILHI, 2Borgarspítali. Inngangur: Aðsvif (syncope) er algengt fyrirbæri sem mikið hefur verið rannsakað. Um aðsvifskennd (near syncope) finnst hins vegar fátt ritað. í flestum tilfellum liggja sömu orsakir að baki. Vitað er að horfur sjúklinga með aðsvif eru mismunandi eftir orsök þeirra og hafa hjartasjúklingar slæmar horfur. Það er því áhugavert að kanna afdrif sjúklinga með aðsvifskennd, hvort þeir fái hana endurtekið og hvort orsakir hennar séu þær sömu. Efnivióur og aðferðir: Á Borgarspítala var gerð rannsókn á orsökum aðsvifa og aðsvifskenndar. Allir er komu á tímabilinu mars 1988 til mars 1989 og uppfylltu ákveðin skilyrði um aðsvif og aðsvifskennd voru rannsakaðir. í aðsvifshópinn féllu 160 en með aðsvifskennd 83. Afdrif þessara 83ja voru könnuð. Voru karlar 47 (57%) og konur 36 (43%). Meðalaldur var 58 ár og aldursdreifing 14-92 ár (miðgildi 65). Sjúklingarnir voru flokkaðir í hópa, eftir aðalorsökum aðsvifs og aðsvifskenndar, þá sömu og upphafleg sjúkdómsgreining færði þá í; aðsvifskennd vegna skreyjutaugarertingar, hjartasjúkd.,CNS sjúkd., efnaskiptasjúkd., orthostatísks láþrýstings, lyfja, eða óþekkt orsök. Fjöldi látinna frá hverjum hópi var athugaður og dánarorsök fengin með dánarvottorði og læknabréfum eða krufningarskýrslu. Einnig var tímabilið frá aðsvifskennd til andláts skráð og hlutfall látinna fyrir og eftir 12 mánuði. Samband var haft við eftirlifandi bæöi bréfleiðis og símleiðis og kannað hvort um endurtekna aðsvifskennd hefði verið að ræða og/ef hvenær, hversu oft, innlögn á spítala, rannsóknir og meðferð. Einnig var fengin fram lýsing á aðdraganda aðsvifskenndarinnar. Niðurstöður: Upplýsingar fengust um 81, einn gaf ófullnægjandi upplýsingar og ekki náðist í einn. Af 83 höfðu 16 látist (19,2%); 9 karlar og 7 konur, meðalaldur við andlát var 84 ár. Dánartíðni hópsins var mun hærri en þýðisins (p<0.01) Helstu niðurstööur sýna að þeir sem létust voru flestir með hjartatengda orsök aósvifskenndar eöa 10 (43,4%). Hlutfall þeirra er létust innanl2 mánaða eða síöar var 3 og 13. í fyrri hópnum dóu allir úr hjartasjúkdómum. Úr hópi með skreyjutaugarertingu dóu fáir eða 2 (6,4%) og meóalaldur þeirra 94 ár. Alls fengu 19 (22,9%) aftur aðsvifskennd einu sinni eða oftar, flestir úr hópi þar sem skreyjutaugarerting var orsök fyrri aðsvifskenndar, 13 af sömu orsök og upphaflega en 6 af annarri orsök. Einn með óþekkta orsök fékk nýja greiningu og var því kominn með þekkta sjúkdómsorsök. Aðsvif kom fyrir hjá 5, 2 af sömu orsök, 1 af óþekktum toga og 2 fengu nýja greiningu. Þrjú aðsvif komu fyrir hjá sjúklingum með lyfjatengda aðsvifskennd. Efnisskil: Aðsvifskennd er algengust þar sem skreyjutaugarerting er orsök fyrir aðsvifskennd. Dánartíðni þar er lág og má telja víst að að um saklaust fyrirbæri sé að ræða í flestum tilfellum. Langflestir er létust höfðu hjartatengda orsök aðsvifskenndar eða 43,4 % þess hóps og rúmur helmingur þeirra dó úr hjartasjúkdómum. Meðalaldur þeirra var 76 ár. Inn í þessa háu dánartíðni fléttast bæði hár aldur og alvarlegir undirliggjandi sjúkdómar; lífshorfur þessara sjúklinga eru ekki góðar. Einn sjúklingur með óþekkta orsök aðsvifskenndar fékk nýja greiningu, meóferð og læknaðist af endurtekinni aðsvifskennd. Líklegt er að sama orsök hafi verið í bæði skiptin. Veriö gæti að eftirlit með lyfjagjöf hafi verið ábótavant hjá þeim er fengið höfðu lyQatengda aðsvifskennd og fengu nú aðsvif af sömu orsök. Horfur sjúklinga með aðsvifskennd eru ekki betri en þeirra er fengið hafa aðsvif. Þýðingarmikið er að greina orsakir hennar. Aósvifskennd getur verið mikilvægt teikn um alvarlega undirliggjandi sjúkdóma er þarfnast meðferðar og eftirlits. GERÐ ERFÐABREYTTRAR MÚSAR MED HITANÆMU AFBRIGÐI AF SIMÍAN VÍRUS 40 (SV40) STÓRA ÆXLISVÆKINU (Generation ofTransgenic Mice Harboring a Temperature Sensitive(ts) Simian Virus (SV40) Large Tumor(T) Antigen(Ag)). Þórir Auöólfsson1. ILHÍ. Inngangur: Frumulínur hafa reynst ómetanlegar vió ýmsar rannsóknir í frumulíffræði og gert mönnum kleift aö gera hluti sem annars væru óhugsandi. Þær eru oftast myndaðar meó æxlisfrumum eða með því að koma æxlisgeni fyrir í viökomandi frumum. Þaö hefur ætíð verið erfiðleikum háð og því er takmarkað framboð á frumulínum, sérlega þeim sem sýna þroskaóa myndgerð. Eitt þeirra gena, sem mikið hefur verið notað til að mynda frumulínur in vitro, er cDNA af Simían vírus 40(SV40TAg) stóra æxlisvækinu. Það virkar meó því aö bindast m.a. Rb og p53 bælispróteinunum. Það er hins vegar æxlishvetjandi in vivo. Til að sneiða hjá þessu vandamáli notum við hitanæmt afbrigði af þessu geni. Próteiniö er þá brotið niöur viö 39,5°C og að mestu við líkamshita músarinnar en ekki við 33°C. Þetta minnkar magn virka próteinsins in vivo og músin ætti að geta lifað án óeðlilegrar æxlismyndunar. Til að mynda frumulínur eru því frumur teknar úr vefjum músarinnar og ræktaðar við 33°C. Æxlisgen hafa einnig áhrif á þroska frumnanna. Með því að hafa æxlisgenið hitanæmt er hægt að „slökkva“ á geninu með því að hækka hitastigið og geta þá frumurnar þroskast Tilgangur þessarar rannsóknar er að skapa erfðabreytta mús 134 LÆKNANEMINN 2. tbl. 1995 48. árg.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.