Úrval - 01.02.1962, Blaðsíða 26
34
ÚR VAL
sjúkdóma eftir lögmáli Mendels,
Ágústinusarmunksins, sem setti
kenningar sínar fram á síðustu
öld.
Ein af niðurstöðum Mendels
var svohljóðandi: Ef eiginleik-
arnir eru vikjandi, sem eiga sök
á erfðasjúkdómi, eru líkurn-
ar til aS barnið fái sjúkdóminn
(í þvi tilfelli) einn á móti fjórum.
Ef rikjandi eiginleiki á sök á
erfðasjúkdómnum, er áhættan
einn á móti einum.
En nú á tímum eru flestir
erfðafræðingar ásáttir um, að
flestir algengir erfðasjúkdómar
séu háðir fleiru en einföldum
erfðalögmálum; það séu fyrst
og fremst sjaldgæfu sjúkdóm-
arnir, sem fari að miklu leyti
eftir lögmáli Mendels.
Þess vegna er hættan á að sjúk-
dómar gangi í erfðir í flestum
tilfellum mildu minni en lögmál
þetta gefur til kynna.
Fæstir barnasjúkdómar eru
teknir að erfðum. Þeir geta staf-
að af fjölmörgum orsökum, eins
og ógætilegri röntgengeislun um
meðgöngutímann og lélegu fæði
móðurinnar.
Kleppfótur, til dæmis, getur
jafnt stafað af óeðlilegri legu
fóstursins og erfðum. Mislingar
móðurinnar á fyrstu mánuðum
meðgöngutímans geta veriS or-
sök blindu, heyrnarleysis eða
andlegrar vöntunar hjá barninu.
Enda þótt fjöldinn allur af
barnasjúkdómum komi næstum
aldrei oftar fyrir en einu sinni
hjá börnum sömu foreldranna,
þá verður það ekki sagt um alla
slika sjúkdóma og líkamslýti.
Holgómur, skarð í vör, klepp-
fótur og viss tegund af vansköp-
un á hrygg, svo dæmi séu nefnd,
hafa tilhneigingu til að endur-
taka sig.
ErfSafræSingarnir halda því
fram til dæmis, að móðir, sem
hefur alið barn með skarð i vör,
sé í nokkurri hættu með að það
sama endurtaki sig á næsta barni,
— likurnar séu fjórir af hundr-
aði eða einn á móti tuttugu og
fimm. SvipuSu máli er að gegna
um kleppfót.
Stundum getur erfðasjúkdómi
skotið upp, enda þótt hans hafi
ekki orðiS vart í fjölskyldunni.
Tökum Shermans-hjónin sem
dæmi. Þau eignuðust hviting
(albinóa).* Fjölskyldulæknirinn
fræddi þau á því, að fyrirbrigði
þetta stafaði af skorti á litgjöfum,
og verði því húð, augu og hár
hvítt, og sé þetta arfgengur
líkamsgalli.
í fyrstu vildu þau hjónin
ekki trúa lækninum, — töldu að
ekki gæti verið um arfgengi að
* Sjá greinina „Hvítingar“ í
1. hefti „Úrvals“ ’61.