Úrval - 01.02.1962, Blaðsíða 102
110
UR VAL
ar áfram að bólgna. Sakir vax-
andi ótta fór hún aftur til fyrri
læknisins. — Röntgenmyndir
sýndu, að ótti hennar var ekki
ástæðulaus. Sjúkdómurinn hafði
breiðzt út til hryggjarins. Nú
horfðist hún í augu við dauð-
ann og vissi í hjarta sér, að hún
hefði getað bjargað lifinu.
Herbert Wilkins (dulnefni),
65 ára gamall bóndi i Florida,
uppgötvaði ber á neðri vörinni.
Læknir hans nam burt hluta af
því og rannsakaði í smásjá. —
Þarna var um krabbamein i vör
að ræða ■— sem næstum örugg-
lega mátti lækna með skurðað-
gerð eða röntgengeislum.
En bóndi þessi hafði heyrt
um einfaldari aðferð, sem þó var
ekki álitin sönnuð af Læknafé-
lagi Bandaríkjanna eða Ameríska
krabbameinsfélaginu. Hún var
fólgin í inngjöf vökva, er kom
frá Kanada. Hver einstök inn-
gjöf kostaði $ 100. Krabbameinið
breiddist út um neðri kjálka
Wilkins.'Þegar hæfur læknir var
loks fenginn til að líta á þetta,
var sjúkdómurinn orðinn ólækn-
andi. Wilkins dó.
Þessar tvær manneskjur eru
ágætt dæmi um þær þúsundir,
sem stvtta lif sitt með þvi að leita
aðstoðar manna, er telja sig geta
læknað krabbamein með aðferð-
um, sem almennt eru ekki við-
urkenndar. Bandariska krabba-
meinsfélagið áætlar, að Banda-
ríkjamenn greiði árlega hundr-
að milljónir dala fyrir aðgerðir,
sem ekki einungis eru vitagagns-
lausar, heldur fresta nauðsyn-
legum aðgerðum þar til um sein-
an. Að dómi U. S. Food and
Drug Administration Commissi-
oner George P. Larrick er fólk,
sem framkvæmir slíkar aðgerð-
ir, einhver mesta ógnun við
heilsu manna, sem um getur nú.
í fyrra létust 265 þúsund manns
af völdum krabbameins. Áætlað
er, að um 85 þúsund — eða um
það bil þriðjungi — hefði verið
unnt að bjarga, ef réttum ráðum
befði verið beitt.
Óttaslegnir krabbameinssjúk-
lingar grípa oft hvert hálmstrá
í von um bata. Þegar kunningj-
ar þeirra segja þeim frá „manni
í Colorado, sem gerir hreint og
beint kraftaverk“ eða „undra-
manni í Missouri, sem læknaði
föðursystur mína“, veðsetja þeir
hús sín, selja allar eigur sínar
og ferðast langar leiðir til að
öðlast „Iækningu“.
Dr. Alfred M. Popma, fyrrver-
andi forseti Bandaríska krabba-
meinsfélagsins, segir eftirfarandi
sögu: „Kona nokkur, sem kom til
min of seint, hafði eytt dýrmæt-
um árum i að ferðast á sjúkra-
börum frá einum skottulækn-
inum til annars. Það kostaði
mann hennar meir en 20 þús-