Úrval - 01.02.1962, Blaðsíða 81
LÍF Á ÖÐRUM IINÖTTUM
89
jörðu, studd af ýtarlegum vís-
indalegum rannsóknum, að mjög
sé ráð fyrir þvi gerandi, að efni
sýni engin merld lífs, ef ákveðn-
um grundvallarskilyrðum er
ekki l'ullnægt.
Sérstaklega hefur aldrei orðið
vart neins merkis um líf i um-
hverfi, þar sem hitastig hefur
verið hærra en 175 stig á Fahren-
heit cða neðan við -=- 90 stig
á Fahrenheit.
Og æðra lífsform hefur aldrei
fundizt, þar sem skort hefur vatn
í vökvaformi eða þar sem ekkert
andrúmsloft, er innihéldi ómeng-
að súrefni, hefur verið til staðar.
Þar eð full vitneskja hefur
fengizt á því, að öll efni í heim-
inum séu byggð upp af sömu
frumefnum og við þekkjum hér
á jörðunni og hlýði sömu nátt-
úrulögmálum, getum við verið
nolckurn veginn viss um, að líf-
ið lagar sig ekki eftir þeim skil-
yrðum úti i geimnum, sem það
getur ekld samlagazt hér á jörðu
niðri. Þetta þrengir nokltuð
hringinn í leit okkar um himin-
geiminn að skilyrðum, sem eru
ekki of ólík okkar eigin lífsskil-
yrðum.
Og hvar í himingeimnum helzt
hitastigið innan þeirra takmark-
ana, sem nauðsynleg eru mynd-
un lífs, þ. e. frá 175 stigum F.
að -í- 90 stigum F?
Við þessu hefur Gadomski
svar á reiðum höndum. Þar eð
tæpast nokkur stjarna hefur á
yfirborðinu hitastig öllu lægra
en 3000 stig F. (hinar heitustu
hafa um það bil 200.000 stig F.
eða meira), er hægt að finna
svæði með hóflegum hita i meiri
eða minni fjarlægð frá hér um
bil öllum stjörnum. Þessi svæði
kallar Gadomski ecospheres, sem
á islenzku mætti nefna lifsvæði.
)
Vitneskja til grundvallar.
Til að ákveða, hvar lífsvæði
einhverrar stjörnu (sólar) hefst
og endar, segir Gadomski, að
nægilegt sé að setja upp líkingu
með staðreyndum, sem þegar
eru fyrir hendi: allt og sumt,
sem menn þurfa að vita, er yfir-
borðshiti stjörnunnar og radíus
hennar. Þegar þessu er beitt við
okkar eigið sólkerfi, sýnir líking
Gadomskis:
1. að lífsvæðið hefst í 58 mill-
jón mílna fjarlægð frá sólu, sem
táknar, að Merkúr er utan við
svæðið og allt of nálægt sólu.
2. að Venus er á lífsvæðinu,
en hættulega nálægt innri og
heitari takmörkum þess.
3. að bæði jörðin og Marz
eru vel sett á lífsvæðinu.
4. að Júpíter og allar hinar
pláneturnar liggja langt utan við
lífsvæðið.
Heildarbreidd lifsvæðis sólar-